Frestað í körfunni

Körfuknattleikslið ÍBV átti að taka á móti Reyni frá Sandgerði á morgun klukkan 12:30 en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Reynismenn eru í öðru sæti B-riðils með 22 stig eftir 13 leiki á meðan ÍBV er í því þriðja með 18 stig eftir 10 leiki. Sigur myndi því koma sér vel fyrir […]

Seinni ferð Herjólfs aflýst

Herjólfur mun ekki fara seinni ferð dagsins í dag, laugardag enda spáir stormi við suðurströndina. Skipið tafðist í fyrri ferð og er núna að sigla inn til hafnar í Vestmannaeyjum um þrjú leytið, um klukkustund á eftir áætlun. (meira…)

Fundi með fjármálaráðherra frestað

Fyrirhuguðum fundi með Steingrími J. Sigfússyni, sem halda átti í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Ráðherra var á leið til Eyja með flugi en vélin gat ekki lent í Eyjum og sneri því við. (meira…)

Stelpurnar taka á móti FH í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Eyjastúlkur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa unnið síðustu fimm leiki sína en með sigri í kvöld, gæti liðið stokkið upp í fjórða sæti deildarinnar, svo lengi sem Valur vinnur Fylki, eins og flestir búast við. Fjögur efstu liðin fara í […]

Nokkuð um pústra en enginn meiddist alvarlega

Skemmtanalíf í Vestmannaeyjum var fremur róstusamt í nótt, nokkuð var um pústra á skemmtistöðum bæjarins í nótt og þurfti lögreglan í bænum að hafa af því nokkur afskipti. Enginn mun þó hafa meiðst alvarlega í þessum pústrum. (meira…)

Fjármálaráðherra heimsækir Eyjamenn

Í dag laugardag verður almennur félagsfundur VG í Vestmannaeyjum kl. 12.00 á Kaffi Kró. Steingrímur J Sigfússon formaður flokksins ætlar að mæta og ræða við félagsmenn. Almennur fundur verður haldinn á sama stað kl. 13.00. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á stöðunni í íslenskum stjórnmálum og ekki síst þeim krefjandi og áhugaverðu […]

Forstjóri Hafró gestur á laugardagsfundi

Laugardagsfundur í Ásgarði laugardaginn 12. febrúar 2011 kl.11.00. Gestur fundarins verður Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Allir velkomnir, kaffi á könnunni. (meira…)

Umræðan í samfélaginu

Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið. Nú eru uppi áform hjá velferðarstjórn Skattgríms og Jóhönnu að breyta sjávarútveginum. Þær breytingar […]

Kap VE landar loðnu í Færeyjum

Loðnuskipið Kap VE siglir nú áleiðis til Færeyja þar sem skipið mun landa um 1.200 tonnum af loðnu til bræðslu í Fuglafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hefur verið gripið til þessa ráðs vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna fiskimjölsverksmiðjanna. (meira…)

Seinni ferð Herjólfs einnig felld niður

Herjólfur mun ekki sigla í dag vegna veðurs. Fyrri ferð skipsins var aflýst í morgun og nú var að berast tilkynning um að síðari ferðinni yrði einnig aflýst. Farþegar sem ætluðu með skipinu í dag eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu skipsins í síma 481-2800. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.