�?rif og Bón um helgina ásamt fiskisölu í Týsheimilinu

Strákarnir í meistaraflokki fótbolta ætla á laugardaginn að þrífa og bóna bíla fyrir eyjaskeggja í porti Áhaldahúsins. Strákarnir muna í leiðinni selja fisk í félagsheimili ÍBV íþróttafélags, Týsheimilinu á sama tíma. Þrifin og salan hefjast klukkan 14:00 næst komandi laugardag og stendur til 18:00 sama dag. Verðskrá er nánar í frétt. (meira…)
Er ekki kominn til ÍBV til að hætta

Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gærkvöldi, mun Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifa undir fjögurra ára samning við ÍBV á eftir. Gunnar Heiðar sagðist í samtali við Eyjafréttir í morgun ekki vera kominn til Eyja til að hætta. „Ég hef aldrei unnið titil með mínu liði á ferlinum. Vonandi get ég hjálpað ÍBV […]
ÍBV og stuðningsmenn fagna komu Gunnars

Gunnar Heiðar Þorvaldsson semur í dag við sitt gamla uppeldisfélag eftir dvöl á erlendri grundu. Hann hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár í Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi, Englandi og Danmörku. Gunnar varð nýlega laus allra mála hjá Esbjerg í Danmörku og kemur því til ÍBV á frjálsri sölu. Gunnar Heiðar semur við félagið til fjögura ára […]
Hádegisfundi um flugsamgöngur aflýst

Í hádeginu í dag átti að vera opinn fundur undir heitinu Tækifæri atvinnulífsins – Flugsamgöngur milli lands og Eyja. Vegna veðurs hefur fundinum verið frestað um óákveðinn tíma en stefnt er að því að halda hann við fyrsta mögulega tækifæri. (meira…)
Snælduvitlaust veður en ekkert tjón

Nú er snælduvitlaust veður í Vestmannaeyjum og hefur verið síðan í gærkvöldi. Á Stórhöfða hefur meðalvindhraði verið yfir 30 metra síðan klukkan ellefu í gærkvöldi en klukkan sex í morgun var meðalvindur 36 metrar á sekúndu en fór í 49 metra í mestu hviðunum. Fyrri ferð Herjólfs hefur verið aflýst og sömuleiðis skólahaldi í Grunnskóla […]
Dæluskipið Skandia komið til Eyja

Dæluskipið Skandia sem verður notað við dýpkun Landeyjahafnar á næstunni kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnættið í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn tók á móti dæluskipinu í miklu hvassviðri. Hafnsögumaður náði að stökkva á milli skipa í vari við Bjarnarey. Skipstjórinn á Skandia sagði að olíudæla hefði bilað með þeim afleiðingum að ekki var hægt að […]
Gunnar Heiðar næstu fjögur ár hjá ÍBV

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun á morgun skrifa undir fjögurra ára samning við ÍBV, samkvæmt heimildum Eyjafrétta. Gunnar Heiðar ólst upp í Eyjum og spilaði upp alla yngri flokka hjá félaginu þar til hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 1999. Gunnar fór í atvinnumennsku haustið 2004 og hefur síðan þá verið á mála hjá Halmstad, Hannover […]
Smáey VE lagt vegna kvótaskerðingar

Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum ætlar að leggja einu af þremur skipum fyrirtækisins vegna kvótaskerðingar undanfarin ár. Áhöfninni hefur verið tilkynnt um uppsagnir. Bergur-Huginn gerir út þrjú 29 metra togskip sem eru eingöngu á bolfiskveiðum. Skipin veiða mest af ýsu en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft um fjögur prósent af úthlutuðum ýsukvóta. Undanfarin þrjú ár hefur […]
Maríhúana fannst á gistiheimili

Í morgun gerði lögreglan í Eyjum, húsleit á gistiheimili í bænum. Þar fundust um 30 grömm af maríhúana. Aðili sem var þar með herbergi á leigu var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Einnig fundust um 70.000.- kr. af peningum sem voru haldlagðir. (meira…)
Ríkið taki þátt í kostnaðinum

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að ríkisvaldið ætti að taka þátt í kostnaði við að minnka mengun frá sorpbrennslu í bænum. Umhverfisráðherra fór í gær fram á að sorpbrennslu þar yrði hætt. (meira…)