Svartfuglinn settist upp í gær

„Þetta er vorboði, heldur betur,“ sagði Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og fuglaáhugamaður, í Vestmannaeyjum. Hann sá í gær að svartfuglinn var sestur upp í Ystakletti. Sigurgeir var búinn að fylgjast með fuglabælunum og í gær fylltust allir kórar og holur í Ystakletti. (meira…)

Spáir ofsaveðri í nótt

Veðurstofan spáir aftakaveðri í Eyjum seint í nótt. Lægð úr suðvestri er á leið í upp að landinu og veldur sterkum suðaustan vindi með úrkomu. Samkvæmt veðurkorti belgings.is verður áhrifa lægðarinnar farið að gæta uppúr hádeginu og hvassviðri skollið á kvöld og fer vaxandi er líður á nóttina. Verst verður veðrið milli kl. 3 og […]

Eyjamenn skoðaðir

Sóttvarnalæknir ætlar að setja af stað sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum á Ísafirði, Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri vegna díoxínmengunar. Mengun greind­ist í töluverðu magni í búvörum og fóðri hjá bændum í nágrenni sorpbrennslunnar á Ísafirði og bændur næst brennslunni þurfa að bregða búi í kjölfarið. (meira…)

Umhverfisráðherra vill loka Sorpu

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, vill láta loka sorpbrennslustöðvunum í Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri. Hún segir þó skorta lagaheimild til að fyrirskipa slíka lokun en þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Því verður Sorpu ekki lokað með valdi þó svo að díoxínmengun frá stöðinni sé meiri en evrópskar reglur segja til um. (meira…)

Minni vinna og færri skip

Von er á tillögum sjávarútvegs­ráðherra á næstu vikum um breytta stjórnun fiskveiða. Ekkert hefur lekið út um innihaldið nema að tekið verði mið af svokallaðri sátta­leið. Eftir því sem næst verður komist er ekki spurning hvort tekið verður af aflamarksskipum heldur hve há prósentan verður. Í dag er svokallaður ráðherrapottur um sex prósent en talið […]

Fá ekki meiri hækkanir en aðrir

„Við munum ekki ganga að kröfum starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjunum. Þeir munu ekki fá aðrar launahækkanir en aðrir hópar semja um,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA um atvinnumál og stöðu kjarasamninga í morgun. (meira…)

Nýtt bókunarkerfi tekið upp hjá Herjólfi

Nýtt bókunarkerfi fyrir Herjólf verður tekið í gegnið á morgun, miðvikudag en hægt verður að bóka ferðir fram til 31. maí í nýja kerfinu og opnað verður fyrir bókanir sumarsins um leið og áætlun fyrir það verður tilbúin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstaraaðila Herjólfs en meðal nýjunga sem boðið verður upp á […]

Innbrotið í Gullbúðina upplýst

Lögreglan hefur upplýst innbrotið í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Einn aðili var handtekinn við rannsókn málsins, grunaður um verknaðinn. Þýfið úr innbrotinu, sem metið var á hundruð þúsunda er að mestu endurheimt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. (meira…)

Einn greiddi atkvæði gegn verkfallsaðgerðum í Eyjum

Nú liggja fyrir tölur varðandi kosningarnar í bræðslunum tveimur í Vestmannaeyjum, FIVE og FES. Átján voru á kjörskrá en atkvæðin féllu þannig að Já sögðu 14 eða 77,8%, nei sagði 1 eða 5,6% og 3 seðlar voru auðir eða 16,6%. Verkfallið var því samþykkt (meira…)

Eyjamenn áfram á sigurbraut

Karlalið ÍBV er á hraðri leið inn í úrslitakeppni 2. deildar en Eyjamenn lögðu Álftanes að velli í annað sinn á eini viku um helgina. ÍBV vann Álftanes fyrir rúmri viku í Eyjum en liðin mættust að nýju á heimavelli Álftnesinga á föstudaginn. Þar hafði ÍBV betur, 63:78 en Eyjamenn eru í þriðja sæti B-riðils, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.