Töpuðu fyrir Keflavík eftir vítaspyrnukeppni

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag fyrir Keflavík í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Andri Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV misnotaði ÍBV þrjár spyrnur […]

Rafmagnslaust í smá tíma í Eyjum

Klukkan kortér fyrir fimm í dag fór rafmagn af Vestmannaeyjabæ og einnig í Vík. Á vef Landsnet segir að spennir í Rimakoti í Landeyjum hafi leyst út. Ástæðan er talin mikið álag vegna loðnubræðslanna í Eyjum sem báðar voru í gangi. . (meira…)

Skandia bíður enn í vari

Dæluskipið Skandia bíður enn í vari við Skagen, nyrst á Jótlandi í Danmörku en skipið leitaði þar skjóls í gær eftir að hafa lagt af stað áleiðis til Íslands í gærmorgun. Hins vegar er slæmt sjóveður í Norðursjó en samkvæmt veðurspá ætti veðrið að ganga niður á morgun. (meira…)

Leikurinn verður í kvöld

ÍBV leikur gegn ungmennaliði FH í kvöld klukkan 19:00 en leikurinn fer fram í Eyjum. Hafnfirðingar og dómarapar leiksins kemur til Eyja með Herjólfi í dag þannig að leikurinn mun fara fram, sama hvað veðurguðirnir bjóða upp á. ÍBV er í 4. sæti 1. deildar og FH-u í því fimmta en þrjú stig skilja liðin […]

Árni útskýrir afstöðu í Icesave-málinu

Mál málanna þessa daganna virðist vera afstaða meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í Icesave-málinu en afstaða þingmannanna hefur valdið miklum titringi innan flokksins. Á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Eyjum verður gestur fundarins Árni Johnsen sem er á bandi formanns flokksins. (meira…)

Forsendur í þessum málum eiga ekki við hjá okkur

Mjög hefur gustað um sparisjóði landsins og ýmislegt misjafnt komið í dagsljósið. Flestir þeirra fóru í þrot en nú er unnið að endureisn þeirra með aðkomu ríkisins. Mörg mál eru á leið fyrir dómstóla og víða hefur komið upp mikil óvissa um stöðu stofnfjáreigenda í sparisjóðunum sem tóku lán til að fjármagna kaup á auknu […]

Fundur um atvinnumál í hádeginu í dag

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Vestmannaeyjum föstudaginn 4. febrúar kl. 12-14. Fundurinn fer fram í Akóges-húsinu Hilmisgötu 15. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjaraviðræður auk þess að svara fyrirspurnum. (meira…)

Hádegis­fundur um flugmál

Á föstudaginn 11. febrúar næstkomandi verður hádegis­fund­ur í fundaröðinni, Tækifæri atvinnulífsins, á Kaffi Kró og efni fundarins verður staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Framsögumaður er Hörður Guð­mundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, sem mun að framsögu lokinni svara spurningum gesta. Það eru Nýsköpunarmiðstöð, Fréttir og Atvinnu­þró­unarfélag Suðurlands sem standa að fundinum og fundarstjóri er Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi fé­lags­ins […]

Verkfall dæmt ólöglegt

Félagsdómur hefur dæmt boðað verkfall starfsmanna í loðnubræðslum ólöglegt. Verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað. Verkfallið var boðað af Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum. Það átti að ná til loðnubræðslna á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði […]

Skandia í vari við Skagen

Dæluskipið Skandia bíður nú af sér slæmt sjóveður við Skagen nyrst á Jótlandi í Danmörku. Þar með er ljóst að koma skipsins til Eyja mun tefjast enn frekar en fjölmörg skip eru nú á sömu slóðum og Skandia eins og sjá má á korti www.marinetraffic.com. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.