Töpuðu fyrir Keflavík eftir vítaspyrnukeppni

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag fyrir Keflavík í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Andri Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV misnotaði ÍBV þrjár spyrnur […]
Rafmagnslaust í smá tíma í Eyjum

Klukkan kortér fyrir fimm í dag fór rafmagn af Vestmannaeyjabæ og einnig í Vík. Á vef Landsnet segir að spennir í Rimakoti í Landeyjum hafi leyst út. Ástæðan er talin mikið álag vegna loðnubræðslanna í Eyjum sem báðar voru í gangi. . (meira…)
Skandia bíður enn í vari

Dæluskipið Skandia bíður enn í vari við Skagen, nyrst á Jótlandi í Danmörku en skipið leitaði þar skjóls í gær eftir að hafa lagt af stað áleiðis til Íslands í gærmorgun. Hins vegar er slæmt sjóveður í Norðursjó en samkvæmt veðurspá ætti veðrið að ganga niður á morgun. (meira…)
Leikurinn verður í kvöld

ÍBV leikur gegn ungmennaliði FH í kvöld klukkan 19:00 en leikurinn fer fram í Eyjum. Hafnfirðingar og dómarapar leiksins kemur til Eyja með Herjólfi í dag þannig að leikurinn mun fara fram, sama hvað veðurguðirnir bjóða upp á. ÍBV er í 4. sæti 1. deildar og FH-u í því fimmta en þrjú stig skilja liðin […]
Árni útskýrir afstöðu í Icesave-málinu

Mál málanna þessa daganna virðist vera afstaða meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í Icesave-málinu en afstaða þingmannanna hefur valdið miklum titringi innan flokksins. Á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Eyjum verður gestur fundarins Árni Johnsen sem er á bandi formanns flokksins. (meira…)
Forsendur í þessum málum eiga ekki við hjá okkur

Mjög hefur gustað um sparisjóði landsins og ýmislegt misjafnt komið í dagsljósið. Flestir þeirra fóru í þrot en nú er unnið að endureisn þeirra með aðkomu ríkisins. Mörg mál eru á leið fyrir dómstóla og víða hefur komið upp mikil óvissa um stöðu stofnfjáreigenda í sparisjóðunum sem tóku lán til að fjármagna kaup á auknu […]
Fundur um atvinnumál í hádeginu í dag

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Vestmannaeyjum föstudaginn 4. febrúar kl. 12-14. Fundurinn fer fram í Akóges-húsinu Hilmisgötu 15. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjaraviðræður auk þess að svara fyrirspurnum. (meira…)
Hádegisfundur um flugmál

Á föstudaginn 11. febrúar næstkomandi verður hádegisfundur í fundaröðinni, Tækifæri atvinnulífsins, á Kaffi Kró og efni fundarins verður staða flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Framsögumaður er Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, sem mun að framsögu lokinni svara spurningum gesta. Það eru Nýsköpunarmiðstöð, Fréttir og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem standa að fundinum og fundarstjóri er Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi félagsins […]
Verkfall dæmt ólöglegt

Félagsdómur hefur dæmt boðað verkfall starfsmanna í loðnubræðslum ólöglegt. Verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað. Verkfallið var boðað af Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum. Það átti að ná til loðnubræðslna á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði […]
Skandia í vari við Skagen

Dæluskipið Skandia bíður nú af sér slæmt sjóveður við Skagen nyrst á Jótlandi í Danmörku. Þar með er ljóst að koma skipsins til Eyja mun tefjast enn frekar en fjölmörg skip eru nú á sömu slóðum og Skandia eins og sjá má á korti www.marinetraffic.com. (meira…)