Stóð aðeins í fjórar mínútur

„Já ég hugsa að þetta sé alveg áreið­anlega stysti bæjar­stjórnar­fundur í Vestmannaeyjum frá upphafi og jafnvel sá stysti sem haldinn hefur verið á landinu,“ sagði Elliði Vignisson um fund bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Hann hófst klukkan 18.00 og var slitið fjórum mínútum síðar, klukkan 18.04. (meira…)

�?víst með seinni ferð Herjólfs

Herjólfur fór ekki í morgun til Þorlákshafnar enda var óveður í nótt og ölduhæð við Surtsey í morgun var rúmir níu metrar. Í tilkynningu frá Eimskip segir að athuga á með síðari ferð skipsins um hádegisbil í dag en veður- og ölduspá er slæm fyrir daginn. Því eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum […]

Verkfall á mánu­daginn?

Starfsmenn í fiskimjölsverk­smiðj­um í Vestmanneyjum, FES og FIVE, ásamt félagsmönnum í AFLi á Austurlandi hafa boðað til þriggja daga verkfalls frá og með næsta mánudegi 7. febrúar. Atvinnurekendur kærðu verkfallsboðunina til Félagsdóms og telja hana ólögmæta og vilja meina að samningur við starfsmenn fiskimjölsverksmiðja sé hluti af aðalkjarasamningi. Fé­lags­dómur úrskurðar um hvort verk­fallsboðunin er lögmæt […]

Verður tvo daga að opna Landeyjahöfn

Dæluskipið Skandia lagði af stað til landsins í morgun, miðviku­dag en veður hafði seinkað brottfför um einhverja klukkutíma. Á þriðju­daginn var vitlaust veður við Hjalt­landseyjar og Færeyjar, tólf metra ölduhæð og spáin var jafnvel enn verri. Í góðu veðri hefði siglingin tekið fjóra sólarhringa. Seinkar Skandiu því um eina viku miðað við þær upplýsingar sem […]

Kristín Erna áfram hjá ÍBV

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði nú í hádeginu undir tveggja ára samning hjá ÍBV. Kristín Erna hefur leikið allan sinn feril hjá ÍBV en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2007. Tölfræðin hjá henni er sannarlega glæsileg en Kristín Erna hefur spilað 52 leiki með ÍBV í Íslandsmótinu og bikarkeppninni og skorað 51 mark fyrir […]

Skandia er lögð af stað

Í gær sögðum við frá því að dæluskipið Skandia væri lagt af stað áleiðis til Íslands. Heldur var siglingin í styttra lagi því skipið lá sem fastast við bryggju í Assens í Danmörku. Hins vegar lagði skipið af stað í morgun, sólarhring seinna en áætlað var. Talsvert óveður er nú á siglingaleiðinni og má búast […]

Matt Garner með ÍBV út tímabilið

Eyjamenn tryggðu sér í dag áframhaldandi starfskrafta enska varnarmannsins Matt Garner. Garner hefur eingöngu leikið með ÍBV hér á landi, lék fyrst sumarið 2004 frá enska félaginu Crewe með liðinu og kom svo aftur til ÍBV sumarið 2006 og hefur leikið með liðinu síðan. Garner leikur öllu jöfnu í stöðu vinstri bakvarðar og þykir einn […]

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja

Dæluskipið Skandia er lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja frá Danmörku. Skipið fór í skoðun í gær en ekki er gott siglingaveður framundan og því viðbúið að skipið verði lengur á leiðinni en áætlað var. Í góðu veðri er þetta um fjögurra sólahringa sigling. Hins vegar er áætlað að það taki aðeins tvo daga að […]

100 fermetrar af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp

Um 100 fermetra hluti af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp í morgun en um er að ræða syðsta hluta hússins. Plöturnar fuku ekki af húsinu en fljótlega dreif að fólk til að fergja þær niður aftur. Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út til aðstoðar en auk þeirra voru þarna smiðir sem voru að vinna í nálægum byggingum […]

Björgunarfélagið kallað út

Björgunarfélag Vestmannaeyja var nú rétt í þessu kallað út en talsverður vindur er nú í Eyjum, 27 metra meðalvindur en hviður á Stórhöfða fara upp í 34 metra á sekúndu. Björgunarfélagið hefur verið kallað að húsakynnum Vinnslustöðvarinnar við Strandveg en samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu eru þakplötur að fjúka af húsinu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.