Lögregla gómaði dreng á sextánda ári með kannabisefni

Síðastliðið föstudagskvöld vorur fjórir drengir á sextánda ári stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á einum þeirra fundust ætluð kannabisefni og viðurkenndu þeir allir að eiga aðild að málinu. Drengjunum var sleppt að lokinni skýrslutöku enda telst málið að mestu upplýst. Drengirnir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu […]

Guðbjörg í úrvalsliði N1 deildar

Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaðurinn sterki í ÍBV er í úrvalsliði N1 deildar en valið var tilkynnt nú í hádeginu. Um er að ræða úrvalslið 1. til 9. umferða N1 deildarinnar en Guðbjörg er eini leikmaðurinn í liðinu sem tilheyrir ekki toppliðunum þremur, Stjörnunni, Val og Fram. Liðið má sjá hér að neðan. (meira…)

60 ár síðan Glitfaxi fórst með 20 manns

Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um hið hörmulega flugslys þegar Glitfaxi fórst með 20 manns 31. janúar 1951 í aðflugi á Reykjavíkurflugvelli en vélin var að koma frá Vestmannaeyjum. Vélin hefur aldrei fundist og lítið er vitað um ástæður slyssins en flestir farþeganna voru frá Eyjum. Lík þeirra fundust aldrei en yngsti farþeginn var […]

Sanddæluskipið Skandia kemur í lok vikunnar

Sanddæluskipið Skandia, sem Íslenska gámafélagið hefur tekið á leigu til að dýpka Landeyjahöfn, fer í skoðun ytra í dag. Vegna athugasemda sem gerðar voru við skipið við skoðun í síðustu viku, gat það ekki lagt af stað til Íslands. Ef allt gegnur að óskum í dag ætti það að geta verið komið hingað í lok […]

Skipstjórnarmenn taka undir málflutning SA

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum styður Samtök atvinnulífsins í þeirri afstöðu að ganga ekki frá almennum kjarasamningum, áður en því verður komið á hreint hvaða breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Bergur Páll Kristinsson, formaður félagsins, segir að skipstjórnarmenn víða um land íhugi að sigla skipum sínum í land, fáist ekki vissa um hvað ríkisstjórnin […]

�?ruggur sigur Eyjamanna

Karlalið ÍBV í körfubolta lék í dag gegn Álftanesi í B-riðli 2. deildar. Eyjamenn hafa aðeins tapað einum leik í vetur af níu og eru, ásamt HK með besta vinningshlutfallið í B-riðlinum. Álftanes er sæti fyrir neðan ÍBV en hefur engu að síður tapað fimm leikjum af ellefu. Enda kom styrkleikamunurinn á liðunum fljótlega í […]

Herjólfur fór ekki seinni ferðina

Seinni ferð Herjólfs í dag var felld niður vegna veðurs en í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að búast megi við mikilli ölduhæð síðdegis. Því fór skipið ekki klukkan 15:00 og þar af leiðandi ekki frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. Ölduhæð við Surtsey er komin yfir 9 metra. (meira…)

Dolli og Doddi ÍBV fundnir

Nú er komið í ljós hverjir eru Dolli og Doddi karlaliðs ÍBV. Eða kannski frekar Steini og Olli. Félagarnir Davíð Þór Óskarsson og Sindri Ólafsson sáu sér leik á borði þegar blaðamaður Eyjafrétta tók viðtal við Guðbjörgu Guðmannsdóttur. Í myndabandinu sem fylgir fréttinni má sjá hvernig þeir félagar hlaupa í bakgrunni aftan að Guðbjörgu, sem […]

Lélegt og andlaust

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV í handbolta lék sinn fyrsta leik í vetur eftir að hafa glímt við meiðsli í eina níu mánuði. Sigurður fór rólega af stað í leiknum en skoraði svo tvö afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik og komst í heildina ágætlega frá sínu. Hann viðurkenndi hins vegar að leikur ÍBV hefði verið […]

Guðbjörg telur að ÍBV geti náð fjórða sætinu

Guðbjörg Guðmannsdóttir er reynslumesti leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta. Hún hefur farið mikinn í vetur, alla jafna verið markahæst í leikjum liðsins og hefur stundum dregið vagninn hjá liðinu. Guðbjörg segir að ÍBV eigi alla möguleika á að ná fjórða sætinu og um leið að komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.