Skorið niður um 24 milljónir króna á 2 árum

Upplýsingar um fækkun hjúkrun­ar­rýma á Hraun­búðum komu bæjaryfirvöldum og forstöðu­manni algjörlega í opna skjöldu. Er þetta annað höggið sem stofn­unin verður fyrir á tveimur árum og hefur hjúkrunarrýmum fækkað úr 31 í 28 á tímabilinu en auk þess er eitt hjúkrunarrými sem ætlað er til skammtímavistunar. Auk þess var fækkað um eitt vistunarrými á síðasta […]

Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma

Fyrir átta árum tóku Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sex ára börnum á Íslandi, eða um 4500 á ári. Nýlega var þriggja ára samningur um áframhald þessa verkefnis undirritaður af Eimskip, Kiwanis […]

Dýpi meira en reiknað var með

Dýpi við Landeyjahöfn er mun meira en reiknað var með. Skip Siglingastofnunar var við mælingar við Landeyjahöfn í morgun en ekkert hefur verið siglt í höfnina undanfarna daga. „Við vorum að ljúka mælingu og reyndist grynnsti punkturinn vera um fjóra metra, sem er ótrúlegt. Dýpi er fínt austan megin við hafnarmynnið en grunnt að vestanverðu,“ […]

Aukaflug til Eyja á föstudag

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug til Eyja á föstudag. Brottför frá Reykjavík er kl 15:00 og frá Eyjum kl 15:45. En eru sæti laus í morgunflugið föstudag til Eyja. Hvetur Ernir fólk til að panta tímanlega og nýta sér ódýrari fargjöld með því að bóka á www.ernir.is. (meira…)

Bræðslukarlar samþykkja verkfall

Talningu úr atkvæðagreiðslu um verkfall hjá bræðslukörlum lauk nú rétt í þessu. Félagsmenn í Drífanda í Vestmannaeyjum og AFL-i á Austurlandi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Alls greiddu 73 af 75 félagsmönnum atkvæði í kosningunni, 61 eða 83,5% sagði já við verkfallsboðun, 5 eða 6,8% sögðu nei og auðir og ógildir seðlar […]

�?tlendingarnir mættir til Eyja

Í síðustu viku mætti danski varnarmaðurinn Rasmus Christansen aftur til æfinga hjá liðinu, einnig lenti Abel Dhaira landsliðsmarkvörður Úganda á klakanum og spiluðu báðir þessir sigurleikinn gegn Stjörnunni í fotbolti.net mótinu síðastliðna helgi. (meira…)

Golli spáir Íslendingum sigri

Selurinn Golli heldur sínu striki og spáir fyrir um leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Til þessa hefur selurinn tvívegis haft rétt fyrir sér en í síðasta leik virðast menn hafa mistúlkað spádóm hans þegar hann tók enga síld og var það túlkað sem jafntefli. En eins og flestir vita, kjöldrógu Spánverjar Íslendinga í gær. […]

Mótmælum uppsögnum harðlega

Nokkur orð frá Sjómannafélaginu Jötni í tilefni þess að þremur þernum Herjólfs var sagt upp þann 23. janúar sl. Tvær þessara þerna eru félagsmenn í Jötni og mótmælir félagið því harðlega hvernig staðið var að uppsögn þeirra. Fyrir það fyrsta lofaði rekstrarstjóri Herjólfs, í vitna viðurvist að í starfslýsingu þeirra yrði fellt út ákvæði um […]

Eyjastelpa leiðir lista Vöku

22 ára Eyjastelpa, Sara Sigurðardóttir leiðir lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í kosningum til Stúdentaráðs við Háskóla Íslands. Sara nemur stjórnmálafræði við skólann og situr í stjórn Politika, nemendafélags stjórnmálafræðinnar en hún er ekki eini Eyjamaðurinn á lista því Hjalti Enok Pálsson er einnig á listanum eða í 14. sæti. Hjalti er að læra félagsfræði […]

Segir uppsagnir þerna siðlausar

Þremur þernum á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi var sagt upp störfum eftir deilur um aukin þrif um borð. Formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Eyjum hefur málið til skoðunar og segir uppsagnirnar vera siðlausar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.