�?hjákvæmilegt að segja starfsmönnunum upp

Vegna frétta af uppsögnum þriggja starfsmanna um borð í Herjólfi vill Eimskipafélag Íslands koma eftirfarandi framfæri: Vegna breytinga á siglingaleið Herjólfs var nauðsynlegt að endurskoða störf um borð. Komið var til móts við starfsmenn með gerð starfslýsinga sem endurskoða átti að nokkrum mánuðum liðnum. Nokkrir starfsmenn gátu ekki sætt sig við þær starfslýsingar. Því var […]

Fer Hermann til Rangers?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að skoska úrvalsdeildarliðið Rangers hafa augastað á Hermanni Hreiðarssyni og hugsanlegt er að Eyjamaðurinn öflugi hafi félagaskipti áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðarmótin. (meira…)

�?ernum á Herjólfi sagt upp

Þrjár þernur, sem störfuðu um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, segjast hafa fengið afhent uppsagnarbréf í gær eftir að þær óskuðu eftir því að fá stéttarfélög sín til að fara yfir starfslýsingarsamning áður en hann yrði undirritaður. (meira…)

Skemmdu þrjár bifreiðar

Að morgni 22. janúar síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um þrjá unga menn sem voru búnir að skemma þrjár bifreiðar sem stóð við Faxastíg. Fljótlega kom í ljós að einn þessara manna hafði valdið tjóninu en vitni sáu til hans. Tveir þessara manna fengu að gista fangageymslu lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins. Eftir að víman rann […]

Loðnukvótinn verður aukinn um 125.000 tonn

Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra. Í tilkynningu segir að frá 6. – 22. janúar hafi rannsóknarskipið Árni Friðriksson verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá Suðausturlandi, norður um […]

Golli segir jafntefli

Selurinn Golli hefur reynst getspakur með afbrigðum undanfarna daga en hann hefur verið fenginn til að segja til um úrslit leikja íslenska liðsins. Golli hefur til þessa haft rétt fyrir sér, spáði m.a. íslenska liðinu sigri gegn Norðmönnum en tapi gegn Þjóðverjum. Í gær var Golli svo beðinn um að spá fyrir um úrslit í […]

Ekkert mál hjá ÍBV

ÍBV vann nokkuð sannfærandi sigur á HK í uppgjöri bestu liða í B-riðli 2. deildar karla í körfubolta. Liðin áttust við í Eyjum í gær en HK hafði fyrir leikinn ekki tapað leik og ÍBV aðeins tapað fyrir HK. Eyjamenn voru mun sterkari en gekk þó illa að hrista gestina af sér. Þannig náði ÍBV […]

Eyjamaður fékk 17 milljónir

Einn var með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fær hann 17,2 milljónir króna að launum. Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær 292 þúsund krónur. Vinningsmiðinn var seldur í söluturninum Tvistinum í Vestmannaeyjum. (meira…)

Stórleikur í dag í körfunni

Í dag klukkan 12:30 taka Eyjamenn á móti HK í toppslag B-riðils 2. deildar. ÍBV hefur aðeins tapað einum leik í Íslandsmótinu í vetur en HK hefur ekki tapað neinum. Tapleikur ÍBV var einmitt á útivelli gegn HK og hafa leikmenn ÍBV beðið óþreyjufullir eftir að koma fram hefndum. Leikurinn í Kópavogi var í járnum […]

Golli segir að �?jóðverjar hafi betur

Þjóðverjar leggja Íslendinga að velli í kvöld á HM í handbolta. Selurinn Golli, sem er í umsjón starfsmanna Sæheima í Vestmannaeyjum kemst að þessari niðurstöðu en hann spáði rétt fyrir um leik Íslands og Noregs. Menn voru ekki alveg nógu ánægðir með niðurstöðuna hjá selnum og reyndu því aftur en aftur spáði Golli því að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.