Fyrsti landsleikurinn 37 ára

„Okkur var hent út í djúpu laugina og út í óvissuna því við vissum ekki hvað við vorum að fara út í,“ sagði Albert Sævarsson markvörður Eyjamanna, sem stóð í markinu í fyrsta landsleik Íslands í innifótbolta sem fram fór gegn Lettum að Ásvöllum í kvöld. (meira…)
�?órarinn Ingi með tvö í tapleik gegn Lettum

Íþróttamaður ársins 2010 í Vestmannaeyjum, Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4:5 tapi Íslands gegn Lettum í forkeppni Evrópumótsins en riðill Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Leikurinn var jafnframt fyrsti landsleikur Íslands í Futsal en fimm leikmenn frá ÍBV tóku þátt í leiknum. (meira…)
Smári hjálpar til í Túnis

Smári McCarthy er íslenskur áhugamaður um skoðana- og tjáningarfrelsi. Á undanförnum árum hefur hann sótt ráðstefnur um tjáningarfrelsi og þar komst hann í kynni við skoðanabræður sína frá Túnis. Það var svo hinn 17. desember sem áhugi Smára á Túnis var endurvakinn, þegar Mohamed Bouazizi, 26 ára götusölumaður, kveikti í sjálfum sér til að vekja […]
Sveitarfélögin yfirtaki lán á eignum á sínu svæði

Eignarhaldsfélagið Fasteign er í eigu ellefu sveitarfélaga, þar með talið Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka en Miðengi, sem er eignarhaldsfélag bankans, fer með hlut banka í félaginu, auk nokkurra annarra fjármálafyrirtækja og loks Hástoða sem er félag í eigu Háskólans í Reykjavík. Sérstaða félagsins er að eigendur eru jafnframt leigjendur en nú eru uppi hugmyndir um að […]
�?órarinn Ingi íþróttamaður ársins 2010

Í kvöld var Þórarinn Ingi Valdimarsson, knattspyrnumaður útnefndur Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 2010. Annar knattspyrnumaður, Óskar Zöega Óskarsson var valinn íþróttamaður æskunnar og þá var Þórunn Ingvarsdóttir heiðruð fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi gat ekki tekið á móti verðlaununum sjálfur þar sem hann leikur á morgun með íslenska landsliðinu í Futsal […]
Ísland vinnur Noreg naumlega

Í kvöld verður einn af stóru leikjunum í Heimsmeistarakeppninni í handbolta í Svíþjóð. Ísland mætir þá þjóðinni sem þeir flúðu frá fyrir rúmum 1000 árum, sjálfum Norðmönnum. En hvernig fer leikurinn. Um það getur enginn spáð nema selurinn Golli sem býr á fiskasafninu í Vestmannaeyjum. Hann var lengi að spá og spekulera en komst síðan […]
Atkvæði greidd um verkfall

Atkvæðagreiðslu um verkfall hjá bræðslukörlum átti að ljúka í Vestmannaeyjum í gær. Það eru Drífandi Vestmannaeyjum og AFL á Austurlandi sem standa að atkvæðagreiðslunni sem nær til átta verksmiðja. (meira…)
�?ýðir minni löggæslu

Í bókun bæjarráðs á mánudag kemur fram að í framhaldi af fyrirspurnum Vestmannaeyjabæjar liggi nú fyrir að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hafi sagt upp samkomulagi við sýslumannsembættið um sjúkraflutninga. Vestmannaeyjabær hefur þegar óskað eftir upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og sýslumannsembættinu. (meira…)
Ekki trúnaðarbrestur

„Það er ekki trúnaðarbrestur milli mín og skipstjóranna á Herjólfi, allavega ekki af minni hálfu. Það kemur fyrir að maður er ósammála skipstjóranum eins og t.d. sl. föstudag. Skipstjórinn stjórnar alltaf skipinu, hins vegar er breytilegt hvaða mælingar þarf til að taka ákvörðun um hvort sigla eigi til Landeyjahafnar og hvaða aðstæður þarf til að […]
Valur númeri of stórt fyrir ÍBV

Styrkleikamunur ÍBV og Vals kom bersýnilega í ljós í kvöld þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur unnu fjórtán marka sigur, 21:35 en staðan í hálfleik var 7:13. Eyjastúlkur komu reyndar nokkuð á óvart fyrsta stundarfjórðunginn og voru yfir 6:5. En þá tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé og las hressilega yfir […]