Slysavarnadeildir kynna starfsemi sína í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 18. janúar bjóða slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt og kynna þar starf sitt fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á því að starfa með þeim. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir […]

Fjórir Eyjamenn í Futsal-landsliðinu

Fjórir Eyjamenn eru í 15 manna hópi Íslands í Futsal, sem er innanhúss knattspyrna. Hópurinn samanstendur af leikmönnum fjögurra félaga en í fyrsta æfingahópnum voru sjö Eyjamenn, sex úr ÍBV og einn frá KFS. Fjórmenningarnir sem eru í lokahópnum eru þeir Albert Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Tryggvi Guðmundsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, allir úr ÍBV. […]

Fagna árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum. Ráðið skorar jafnframt á ríkisstjórnina að tryggja þjóðareign á auðlindum landsins og fagnar boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða. Þá er skorað á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi án vegatolla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni […]

Hermann fór uppfyrir Ásgeir

Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista. Ásgeir lék á sínum tíma 482 deildaleiki með sínum liðum, ÍBV, Standard Liege, Bayern München og Stuttgart. Hermann lék sinn 483. deildaleik á ferlinum þegar hann kom inná hjá Portsmouth gegn […]

Orkan lækkar bensínverð um 9 krónur

Orkan hefur lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum um 9 krónur. Auk þess er í dag svokallaður Ofurdagur Orkunnar, en þá bætist við 5 krónu aukaafsláttur fyrir þá viðskiptavini sem hafa orkulykla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi, eiganda Orkunnar. (meira…)

Kári með eigin sjónvarpsþátt á netinu

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður er fjölhæfur. Hann sýnir það á Sportvarpi vefsíðunnar www.sport.is en þar heldur hann úti viðtalsþáttum frá HM í handbolta. Viðfangsefnin eru félagar hans í íslenska landsliðshópnum en viðtölin eru að hætti Kára, bráðfyndin og kannski svolítið ruglingsleg fyrir þá sem ekki þekkja kappann. Þættina má sjá hér að neðan. (meira…)

�?rír fyrrum leikmenn ÍBV á HM

Fjölmargir fylgjast þessa dagana spenntir með íslenska karlalandsliðinu í handbolta leggja hvern andstæðinginn á fætur öðrum að velli á HM í Svíþjóð. Eins og flestir vita þá er Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson í leikmannahópi Íslands en Kári skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum gegn Japan. Annar fyrrum leikmaður ÍBV er í íslenska hópnum […]

Rólegt nema í rokinu

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Þó var töluvert að gera vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar í síðustu viku og þó nokkuð um foktilkynningar til lögreglu, eða alls sjö á einum sólahring. (meira…)

Herjólfur siglir til �?orlákshafnar næstu daga.

Vegna umræðu um niðurfellingu ferða Herjólfs í Landeyjahöfn síðustu daga vill Eimskip koma eftirfarandi á framfæri: Lóðsinn frá Vestmanneyjum framkvæmdi dýptarmælingar í Landeyjahöfn síðastliðinn föstudag og í framhaldi af því voru gerðar dýptarmælingar með mælingabát Siglingastofnunar á laugardaginn. (meira…)

�?fært um Landeyjahöfn á næstunni

Mikil ölduhæð við suðurströnd landsins næstu daga mun hamla siglingum um Landeyjahöfn. Í frétt á vef Siglingastofnunar kemur fram að aldan hafi snúist í suðvestanátt. Samkvæmt dýptarmælingu á laugardag er farið að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.