Slysavarnadeildir kynna starfsemi sína í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 18. janúar bjóða slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt og kynna þar starf sitt fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á því að starfa með þeim. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir […]
Fjórir Eyjamenn í Futsal-landsliðinu

Fjórir Eyjamenn eru í 15 manna hópi Íslands í Futsal, sem er innanhúss knattspyrna. Hópurinn samanstendur af leikmönnum fjögurra félaga en í fyrsta æfingahópnum voru sjö Eyjamenn, sex úr ÍBV og einn frá KFS. Fjórmenningarnir sem eru í lokahópnum eru þeir Albert Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Tryggvi Guðmundsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, allir úr ÍBV. […]
Fagna árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum. Ráðið skorar jafnframt á ríkisstjórnina að tryggja þjóðareign á auðlindum landsins og fagnar boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða. Þá er skorað á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi án vegatolla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni […]
Hermann fór uppfyrir Ásgeir

Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista. Ásgeir lék á sínum tíma 482 deildaleiki með sínum liðum, ÍBV, Standard Liege, Bayern München og Stuttgart. Hermann lék sinn 483. deildaleik á ferlinum þegar hann kom inná hjá Portsmouth gegn […]
Orkan lækkar bensínverð um 9 krónur

Orkan hefur lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum um 9 krónur. Auk þess er í dag svokallaður Ofurdagur Orkunnar, en þá bætist við 5 krónu aukaafsláttur fyrir þá viðskiptavini sem hafa orkulykla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi, eiganda Orkunnar. (meira…)
Kári með eigin sjónvarpsþátt á netinu

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður er fjölhæfur. Hann sýnir það á Sportvarpi vefsíðunnar www.sport.is en þar heldur hann úti viðtalsþáttum frá HM í handbolta. Viðfangsefnin eru félagar hans í íslenska landsliðshópnum en viðtölin eru að hætti Kára, bráðfyndin og kannski svolítið ruglingsleg fyrir þá sem ekki þekkja kappann. Þættina má sjá hér að neðan. (meira…)
�?rír fyrrum leikmenn ÍBV á HM

Fjölmargir fylgjast þessa dagana spenntir með íslenska karlalandsliðinu í handbolta leggja hvern andstæðinginn á fætur öðrum að velli á HM í Svíþjóð. Eins og flestir vita þá er Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson í leikmannahópi Íslands en Kári skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum gegn Japan. Annar fyrrum leikmaður ÍBV er í íslenska hópnum […]
Rólegt nema í rokinu

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Þó var töluvert að gera vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar í síðustu viku og þó nokkuð um foktilkynningar til lögreglu, eða alls sjö á einum sólahring. (meira…)
Herjólfur siglir til �?orlákshafnar næstu daga.

Vegna umræðu um niðurfellingu ferða Herjólfs í Landeyjahöfn síðustu daga vill Eimskip koma eftirfarandi á framfæri: Lóðsinn frá Vestmanneyjum framkvæmdi dýptarmælingar í Landeyjahöfn síðastliðinn föstudag og í framhaldi af því voru gerðar dýptarmælingar með mælingabát Siglingastofnunar á laugardaginn. (meira…)
�?fært um Landeyjahöfn á næstunni

Mikil ölduhæð við suðurströnd landsins næstu daga mun hamla siglingum um Landeyjahöfn. Í frétt á vef Siglingastofnunar kemur fram að aldan hafi snúist í suðvestanátt. Samkvæmt dýptarmælingu á laugardag er farið að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna. (meira…)