Báðar ferðir til �?orlákshafnar í dag

Herjólfur sigldi fyrstu ferð sína í dag til Þorlákshafnar og er nú á leið aftur til Eyja. Síðari ferð skipsins verður einnig farin til Þorlákshafnar. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. (meira…)
Leik ÍBV frestað til morguns

Í dag átti kvennalið ÍBV að leika heimaleik gegn Fylki í N1 deild kvenna og átti leikurinn að hefjast klukkan 13:00. Leikurinn hefur hins vegar verið færður til morguns þar sem ekki er siglt upp í Landeyjahöfn í dag laugardag. (meira…)
�?að er alfarið í höndum skipstjórans að taka ákvörðun um hvort siglt er eða ekki

Vegna umræðu um niðurfellingu ferðar Herjólfs í Þorlákshöfn núna í morgun vill Eimskip koma eftirfarandi á framfæri: Það er alfarið í höndum skipstjórans að taka ákvörðun um hvort siglt er eða ekki og einnig hvort siglt er á Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn eftir aðstæðum. Slíka ákvörðun verður skipstjórinn einn að taka án utanaðkomandi áhrifa þeirra sem […]
Eyjamenn þrífa hús og bíla

Eyjamenn nýttu tækifærið margir hverjir nú í hádeginu til að draga fram slöngur og þrífa bæði hús og bíla. Eftir óveður síðustu daga var útlitið orðið ansi svart, í orðsins fyllstu merkingu því svört askan lagðist hreinlega yfir Heimaey og allt sem á henni er. Við öskuna blandast svo sandur ofan af landi sem fýkur […]
Guðjón Orri skrifar undir hjá ÍBV

Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður í ÍBV skrifaði í hádeginu í dag undir samning hjá félaginu. Guðjón Orri er einn þriggja markvarða en hann er aðeins 18 ára gamall og lék sem lánsmaður með KFS síðasta sumar. Guðjón tók miklum framförum í sumar og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Samningurinn gildir út tímabilið […]
Herjólfur sigldi ekki fyrri ferðina

Enn er stormur fyrir Suðurlandi og því verður ekki siglt í Þorlákshöfn fyrir hádegi. Búast má við að veðrið verði gengið niður um hádegi þannig að seinni ferðin verði farin til Þorlákshafnar. Nánari upplýsingar um ferðir skipsins verða gefnar út um hádegi. UPPFÆRT: Nú voru að berast þær fréttir að Herjólfur siglir klukkan 15:00 frá […]
Tjón óverulegt í rokinu

Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í Vestmannaeyjum vegna stormsins sem nú geisar á Suðurlandi. Vindstyrkur er 22 metrar á sekúndu í bænum en 35 metrar á Stórhöfða. Fimm manna hópur björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í Vestmannaeyjum frá því í morgun. Í flestum tilfellum hefur þurft að festa niður þök. Hluti af þaki fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins […]
Blak endurvakið í Eyjum

Ákveðið er að 36. öldungamót Blaksambands Íslands verði haldið í Vestmanneyjum dagana 5. til 7. maí í vor. Af því tilefni hefur verið ákveðið að endurvekja blak í Vestmannaeyjum með þátttöku í mótinu í huga. Gömul brýni í blakinu, Haraldur Geir Hlöðversson og Björgvin Eyjólfsson, ætla að koma fólki af stað. Verða æfingar fyrir áhugasama […]
�?fingar falla niður í dag

Vegna veðurs falla niður æfingar í dag hjá ÍBV-íþróttafélagi og hjá yngstu flokkum í körfunni. Æfingarnar falla niður hjá ÍBV-íþróttafélagi bæði í íþróttamiðstöðinni, sem og í Eimskipshöllinni og þeim tilmælum er beint til foreldra að senda ekki börn sín á æfingar ef veður er tvísýnt. (meira…)
Síðari ferð fellur einnig niður

Seinni ferð Herjólfs í dag fellur einnig niður en áætlað var að sigla tvívegis til Þorlákshafnar. Skipið sigldi hins vegar ekki í morgun enda aftakaveður í Eyjum. Heldur hefur bætt í vind eftir því sem liðið hefur á daginn en mesta vindhviða á Stórhöfða hefur farið upp í 49 metra á sekúndu. Í tilkynningu frá […]