Eins gott að hafa sterka vörn

Vestmannaeyjabær eins og sjálfsagt flest sveitarfélög, ekki hvað síst á landsbyggðinni heyja mikla varnarbaráttu fyrir sinni tilveru þessa mánuðina. Sparnaðaráform ríkisivaldsins knýja þar fast dyra og ýmis þjónusta, sem fram að þessu hefur verið talin sjálfsögð er allt í einu komin í uppnám. (meira…)
Herjólfur siglir ekki vegna veðurs

Ferð Herjólfs sem fyrirhuguð var til Þorlákshafnar í morgun, var felld niður vegna veðurs. Í fréttatilkynningu frá Eimskipum, rekstraraðila Herjólfs, segir að búast megi við að sama eigi við um ferðina síðdegis. Ákvörðun um seinni ferðina verður tekin um hádegi. (meira…)
Herjólfur siglir til �?orlákshafnar á morgun

Þar sem bæði veður- og ölduspá fyrir morgundaginn, fimmtudag er slæm hefur verið tekin ákvörðun um að Herjólfur muni eingöngu sigla til Þorlákshafnar. Siglt verður frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15 og klukkan 19:00. (meira…)
Á gulldeplu fram að loðnu

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni verði samtals 200 þúsund tonn og af því fá Íslendingar tæp 140.000 tonn. Þar af er Vinnslustöðin með um 14 þúsund tonn og Ísfélag með 28 þúsund tonn en til samanburðar var heildarúthlutun fyrir íslensk skip 110.000 tonn í fyrra. Uppsjávarskipin eru nú á gulldeplu en […]
Rússajeppi Matthíasar ekki í Eyjum

Undanfarna daga hefur lögregla auglýst eftir upplýsingum um Matthías Þórarinsson en Matthías er talinn vera á gömlum, frambyggðum rússajeppa, svipuðum þeim sem er á myndinni sem fylgir fréttinni. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa séð einn slíkann á ferðinni í bænum en það mun ekki vera bíll Matthíasar. (meira…)
Aðstæður í Landeyjahöfn óhagstæðar strax í morgun

Fyrr í morgun var ákveðið að Herjólfur myndi ekki sigla fleiri ferðir í Landeyjahöfn en Herjólfur siglir seinni partinn til Þorlákshafnar. En þar sem veðurspá fyrir daginn var svo kolröng vaknar sú spurning hvort ekki sé fært fyrir skipið upp í Landeyjahöfn. Steinar Magnússon, skipstjóri á Herjólfi segir hins vegar að aðstæður í Landeyjahöfn hafi […]
Ekki spáð 62 metrum á sekúndu á morgun

Eins og lesa mátti út veðurspá Veðurstofunnar á vefnum www.vedur.is stefndi allt í mannskaða veður í Vestmannaeyjum á morgun. Samkvæmt spánni, sem er sjálfvirk, átti veðurhamurinn að ná hámarki klukkan 18:00 á morgun og átti meðalvindhraði þá að vera 62 metrar á sekúndu, hvorki meira né minna. Til samanburðar þá er fárviðri 32,7 metrar, sem […]
Ekki siglt meira í Landeyjahöfn í dag

Ekki verður siglt meira í Landeyjahöfn í dag, miðvikudag. Herjólfur siglir seinni partinn til Þorlákshafnar og verður lagt af stað frá Eyjum klukkan 15:00 og til baka til Vestmannaeyja klukkan 19:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs. Spáð er fárviðri þegar líður á daginn og enn verra veðri á morgun, fimmtudag en […]
Bílarnir skemmdust í óveðrinu

Milljóna tjón varð á bílum sem stóðu við Landeyjahöfn síðustu helgi en þá gekk mikið óveður yfir. Bíleigandi segir ólíklegt að tryggingar bæti nokkuð og varar fólk við að geyma bíla sína við höfnina ef hvasst er. Flestum er í fersku minni óveðrið mikla sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag. Mikið tjón varð víða um […]
Góður sigur á FH í Hafnarfirði

ÍBV hafði betur gegn FH í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 24:25 en staðan í hálfleik var 13:10 Hafnfirðingum í vil. Fyrir aðeins tveimur dögum síðan tapaði ÍBV stórt fyrir Val, 44:18 eða með 26 mörkum en stelpurnar voru ekki lengi að hrista það tap af sér og unnu eins og áður […]