Lokaður inni fyrir að hanga í landfestum

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku enda stór helgi að baki. Einn karlmaður fékk að gista fangageymslu eftir að hafa gert sér það að leik að hanga í landfestum Álseyjar VE en sökum ástands hans var ekki annað hægt en að láta hann sofa úr sér í fangageymslu. […]

Líkamsmeiðingar, árekstrar, þjófnaður, óveður og fylliríisrugl

Það var töluverður erill hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina. Nokkuð var um handalögmál við skemmtistaði bæjarins en þrátt fyrir það hefur aðeins einn aðili kært líkamsárás. Þá var nokkuð um útköll vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið liðinni viku en engar alvarlegar skemmdir urðu sem rekja má til […]

Verður þú ekki örugglega með í Peyjabankanum?

Leikmenn meistaraflokks karla standa nú sem fyrr, fyrir hinum margrómaða Peyjabanka. Um er að ræða getraunaleik handboltans þar sem giskað er á úrslit í Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Svíþjóð í lok vikunnar. Þetta er sjöunda árið í röð sem Peyjabankinn verður starfræktur en vegleg sigurlaun eru í boði. (meira…)

Eivör á leið til Eyja

Þann 3. mars næstkomandi mun hin magnaða og frábæra lista- og söngkona Eivör Pálsdóttir heiðra okkur með nærveru sinni. Eivör mun halda eina tónleika hér í Eyjum og gefst fólki kostur á að hlýða á magnaðan fluttning þessarar frábæru söngkonu á um 90 mínútna tónleikum þar sem t.d. mun heyrast „Ég veit þú kemur“ í […]

Ráðist á ljósmyndara Eyjafrétta

Ráðist var á ljósmyndara Eyjafrétta.is þar sem hann var við störf á malarvellinum við Löngulág á laugardagskvöldið. Hrottarnir voru þrír saman, voru reyndar fastir saman í einum líkama og ófríðir með afbrigðum. Ljósmyndarinn náði að taka myndband af árásinni sem má sjá hér að neðan en árásina má sjá þegar 36 sekúndur eru liðnar af […]

Stórglæsileg �?rettándahátíð

Þrettándahátíðin í Vestmannaeyjum er að festa sig í sessi sem vegleg bæjarhátíð sem stendur yfir í þrjá daga með veglegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hápunkturinn er að sjálfsögðu Þrettándagleði ÍBV þar sem jólasveinar, álfar og tröll ganga fylktu liði frá Hánni og upp á malarvöllinn við Löngulág þar sem kveikt er á bálkesti, skotið upp […]

Sinueldar héldu slökkviliðsmönnum í Eyjum uppteknum á �?rettándanum

Þrettándahátíðin í Vestmannaeyjum náði hámarki með Þrettándagleði ÍBV-íþróttafélags í gærkvöldi. Ekki gátu þó allir notið gleðinnar því slökkviliðsmenn í Vestmannaeyjum fengu voru kallaðir út sex sinnum á aðeins um tveimur klukkustundum á laugardagskvöldið, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Talið er að eldarnir hafi kviknað út frá flugeldum sem lentu í […]

Einstök íþróttaaðstaða í Vestmannaeyjum

Í gær, laugardag var nýja fjölnota íþróttahúsið við Hásteinsvöll vígt við hátíðlega athöfn. Fjölmargir notuðu tækifærið og skoðuðu nýja húsið sem gjörbyltir vetraræfingaaðstöðu knattspyrnufólks í Vestmannaeyjum og langþráð æfingaaðstaða frjálsra íþrótta í Vestmannaeyjum verður að veruleika með nýja húsinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þessa íþróttaaðstaða í Vestmannaeyjum vera einstaka á landsvísu, jafnvel á heimsvísu. (meira…)

Elísa áfram hjá ÍBV

Elísa Viðarsdóttir, varnarmaðurinn öflugi í kvennaliði ÍBV í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Elísa verður tvítug á þessu ári og spilaði mjög vel í hjarta varnarinnar hjá ÍBV en hún lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði fjögur mörk, öll í Íslandsmótinu. Elísa tók jafnframt […]

Móður og barni heilsast vel

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti móður og barn, sem fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann, til Vestmannaeyja í gærkvöld. Læknir í Eyjum segir að slæmt veður hafi ráðið miklu um að þyrla var kölluð út, en sjúkraflugi Eyjamanna er sinnt frá Akureyri. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.