Ný gönguleið hjá jólasveinunum

Í kvöld klukkan 19:00 verður blysför frá Hásteini og verður gengið fylktu liði inn á malarvöll. Nú hefur hins vegar verið ákveðið, í fullu samráði við jólasveinana að sjálfsögðu, að breyta örlítið gönguleiðinni á þann veg að í stað þess að beygja af Illugagötu og inn á Kirkjuveg, verður gengið áfram upp Illugagötuna og beygt […]

Gjörbreytir aðstöðu frjálsra og fótboltans

Í dag klukkan 16:00 verður nýja íþróttahúsið við Hásteinsvöll vígt við hátíðlega athöfn. Húsið gjörbyltir æfinga­aðstöðu frjálsra íþrótta og knatt­spyrnunnar í Vestmanna­eyjum en báðar íþróttagreinarnar hafa búið við mjög bág skilyrði til æfinga yfir vetrarmánuðina. Reyndar hefur æfingaaðstaða frjálsra íþrótta ekki verið til staðar að neinu marki í Vestmanna­eyjum í nokkra ára­tugi en nú loksins […]

Fyrirburi sóttur til Eyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, lenti í Vestmannaeyjum fyrir stuttu til að sækja fyrirbura sem fæddist þar fyrir skemmstu. Var gripið til þess ráðs að senda þyrluna á vettvang og flytja mæðginin á Landspítalann til frekari aðhlynningar. (meira…)

Fullt hús af alls konar hetjum og furðulegum persónum

Grímuball Eyverja var haldið í dag í Höllinni og létu undir Eyjamenn hvassviðrið ekkert stoppa sig í að mæta. Fullt var út að dyrum á grímuballinu sem stóð frá 14 til 16. Veitt voru verðlaun fyrir flottustu þrjá búningana og auk þess voru veitt tvö aukaverðlaun. Ung stúlka í gervi Avatar úr samnefndri kvikmynd hlaut […]

Vignir næst markahæstur í sigri Íslands

Vignir Stefánsson skoraði fimm mörk í dag í sigri U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta og var næst markahæstur liðsins. Íslenska liðið tekur nú þátt í undankeppni HM en leikið er í Serbíu og lék Ísland gegn Makedóníu. Ísland sigraði með sannfærandi hætti, 37:24 eftir að staðan í hálfleik var 21:11 fyrir Íslandi. (meira…)

Herjólfsfarþegum bent á að keyra veginn um Bakkaflugvöll

Vegna óveðursins sem nú geysar um allt land er farþegum sem eru að koma og fara með Herjólfi bent á að aka veginn um Bakkaflugvöll. Gríðarhvasst er á Landeyjahafnarvegi, mikið sandfok og hætta á að bílar skemmist sem aka um veginn. Til að komast af þjóðvegi 1 og að Bakkaflugvelli er ekið niður afleggjarann að […]

Grímuball Eyverja verður í dag

Grímuball Eyverja verður á sínum stað í dagskrá Þrettándahátíðarinnar en ballið verður í dag, föstudag milli 14 og 16. Þar sem dagskrá Þrettándahátíðarinnar er þéttskipuð á morgun, þótti ekki ráðlegt að færa grímuballið enda kannski engin ástæða til. Jólasveinarnir munu að sjálfsögðu gera sér ferð í bæinn og líta við á ballinum og allir fá […]

Blysförin verður á morgun kl. 19.00

Þar sem veður í Vestmannaeyjum er ekki nægilega hentugt til blysfarar og álfabrennu af þeirri stærðargráðu sem árlega er á Þrettándahátíð í Vestmannaeyjum hefur undirbúningshópur vegna hátíðarinnar ákveðið að fresta þeim hluta dagskrárinnar til morguns. Dagskrá mun þó að mestu haldast óbreytt að öðru leyti. (meira…)

Flautið í morgun var vegna bilunar í þokulúðri

Það var mörgun illa brugðið í morgun, þegar lúður fór í gang og var flautandi í langan tíma svo heyrðist um mestallan Vestmannaeyjabæ. Margir vöknuðu við flautið og var brugðið. Þegar gaus árið 1973, var einmitt áþekkt flaut í gangi, til að vekja fólk. Hugsun til þess tíma var það sem margir upplifðu. En ástæða […]

Brottför Herjólfs úr Landeyjahöfn seinkar vegna sterks norðanvinds

Herjólfur átti að sigla frá Landeyjahöfn kl. 10.30, en vegna sterks norðanvinds í Landeyjum, kemst skipið ekki frá bryggju í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi segir að allar líkur séu þó á að áætlun vinnst upp þegar líður á daginn. Í Landeyjahöfn er núna kl. 10.30, 25 metra vindur af norðri. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.