�?rettándinn orðin að glæsilegri bæjarhátíð

Þrettándahátíðin verður haldin um helgina með pompi og prakt. Búast má við að fjöldi manns heimsæki eyjarnar af því tilefni en samkvæmt upplýsingum sem fengust í afgreiðslu Herjólfs er mikið búið að bóka í ferðir skipsins á föstudag, fullt er fyrir bíla í tvær ferðir og sú þriðja að fyllast. (meira…)

�?murlegt að upplifa svona

Brotist var inn í gull- og silfurversl­un Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut að morgni gamlársdags. Rúða var brotin í útstillingarglugga sem snýr að Hilmisgötu og skartgripir teknir ófrjálsri hendi úr glugganum og skáp inni í búð­inni. Talsvert tjón varð á húsnæðinu og verðmæti skartgripanna eru talin á bilinu ein til ein og hálf milljón króna en […]

�?akplötur fuku af �?órsheimilinu

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út rétt fyrir klukkan sex í dag en þakplötur voru að fjúka af Þórsheimilinu við Hamarsveg. Talsverður vindstrengur hefur verið í Vestmannaeyjum í dag en meðalvindhraði klukkan sex var 24 metrar á sekúndu en í mestu hviðunum fór vindhraði í 30 metra. Það er þó ekki einungis vindurinn því á sama […]

Ljósin loga áfram

Vestmannaeyjabær og HS veitur munu líkt og undanfarin ár sameinast um að láta ljós loga á leiðum látinna í kirkjugarðinum til upphafsdags Heimaeyjargossins, 23. janúar, án sérstaks kostnaðar fyrir aðstandendur. Þá mun Vestmannaeyjabær einnig láta loga á jólaljósum við stofnanir, í miðbæ og víðar. Er þetta gert til að minna Eyjamenn og gesti á þann […]

Íþróttamiðstöðin lokar klukkan 18 á morgun

Íþróttamiðstöðin lokar klukkan 18:00 á morgun, föstudag vegna Þrettándahátíðarinnar sem hefst klukkan 19:00 við Hástein. Daginn eftir, laugardaginn 8. jánúar verður Tröllagleði í íþróttamiðstöðinni þar sem allir salir hússins verða opnir og boðið upp á fjölskylduleiki undir stjórn þjálfara íþróttafélaganna sem þar æfa. Sama dag falla því allar æfingar niður í húsinu. Þá verður ekki […]

Mikil hækkun í húshitunarkostnaði

Gangi fyrirætlun ríkisstjórnar­innar um breytingar á niður­greiðslu á orku til íbúðarhúsahit­unar á landsbyggðinni eftir gæti húshitunarkostnaður í Eyjum hækk­að á bilinu 17% til 23%. Þetta gæti hækkað hitareikninginn um 2000 til 2500 krónur á mánuði. (meira…)

Hækkanir ekki umfram vísitölu

Ekki er gert ráð fyrir neinum hækkun á gjaldskrám hjá Vest­mannaeyjabæ umfram vísitölu­hækkanir en gjaldskrá sorp­eyð­ingarstöðvar hækka um 4% sem er í samræmi við verðlagsbreyt­ingar. Rut Haraldsdóttir, framkvæmda­stjóri stjórnsýslu- og fjármála­sviðs sagði bæjaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um að lækka gjaldskrána eftir hrunið og eftir það hefði hún fylgt vísitölu. (meira…)

Blóðmjólka á Vestmannaeyjar til að borga reikninga í borginni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hlaut viðurkenningu Frétta fyrir gott starf á árinu 2010 en Vestmannaeyjabær stóð fyrir miklum framkvæmdum á árinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri veitti viðurkenningunni viðtöku og flutti í kjölfarið ræðu þar sem hann fór annars vegar yfir sögu bæjarstjórnar og hins vegar setti út á boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn sjávarútvegi. „Sú kreppa sem nú ríður […]

Stjórn fiskveiða

Stéttarfélög sjómanna hafa að venju nýtt tímann á milli jóla og nýárs til fundarhalda enda er þetta eini tími ársins sem sjómenn eru flestir í landi á sama tíma. Mörg þeirra hafa ályktað um framtíðarskipan stjórna fiskveiða hér við land ásamt öðru sem að hagsmunum sjómanna. Öll heildarsamtök sjómanna hafa sömuleiðis lýst áliti sínu á […]

Bekkpressumót í íþróttamiðstöðinni um helgina

Á laugardaginn klukkan 14:00 verður haldið bekkpressumót í íþróttamiðstöðinni. Í mótinu verður keppt um titilinn Vestmannaeyjatröllið og Vestmannaeyjagrýluna en mótið er minningarmót um Halldór Atla, sem lést í desember aðeins nokkurra vikna gamall. Allur ágóði mótsins rennur einmitt til Hringsins. Ívar Örn Bergsson, sem stendur fyrir mótinu lofar góðri skemmtun enda hafa karlalið ÍBV bæði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.