Unnið að endurbótum á sorpeyðingastöðinni

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Ríkisútvarpið að ýmsar úrbætur hafi verið gerðar á sorpeyðingarstöðinni í Eyjum. Ólafur sat fund í morgun hjá Umhverfisstofnun þar sem rætt var um stöðu sorpeyðingastöðvarinnar og framhaldið en sorpeyðingastöðin í Eyjum gefur frá sér 84 sinnum meiri díoxínmengun en leyfilegt er samkvæmt reglum EES. […]
Meiri díoxínmengun í Eyjum en á Ísafirði

Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum er 84 sinnum meiri en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur, sem starfa á grundvelli EES reglna frá 2003. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en umfjöllun um díoxínmengun frá sorpbrennslu á Ísafirði hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Mengunin í Eyjum er samkvæmt Fréttablaðinu meiri en á Ísafirði en mest er […]
�??Hugsa stærra, hlaupa meira, skjóta lengra�??

Nýtt knattspyrnuhús verður vígt næstkomandi laugardag í Vestmannaeyjum. Ætla má að húsið verði bylting fyrir alla knattspyrnuiðkendur í Eyjum. Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og þjálfari karlaliðs ÍBV, er ánægður með þessa viðbót. (meira…)
Sérstök birtuskilyrði í gær

Í ljósaskiptunum í gær voru mjög sérstök birtuskilyrði í Vestmannaeyjum. Þannig var skollið á myrkur yfir Heimaey en í suðaustri skein sólin skært. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar og í þessu tilviki segja myndirnar meira en þúsund orð. Egill Egilsson sendi ritstjórn Frétta einnig mynd sem hann tók af jólahúsi ársins […]
Hurst lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld

Enski bakvörðurinn James Hurst, sem lék við góðan orðstír hjá ÍBV síðasta sumar, lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir enska úrvalsdeildarliðið West Bromwich Albion (WBA). Liðið sótti þá Fulham heim á Craven Cottage en steinlá 3:0. Þetta er í annað sinn sem Hurst er í byrjunarliðinu en hann lék með liði sínu í deildarbikarnum […]
Skartgripaþjófurinn enn í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið frekari upplýsingar frá íbúum sem gætu leitt til handtöku þess sem braust inn í skartgripaverslun í bænum að morgni gamlársdags. Upptaka úr eftirlitsmyndavél á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem er í nokkur hundruð metra fjarlægð frá versluninni, sýnir einn mann að verki. Rannsókn lögreglu beinist að því að þjófurinn hafi verið […]
Herjólfur siglir klukkan 18

Ekki var unnt að sigla Herjólfi frá Eyjum til Landeyjahafnar klukkan 15 eins og áætlað var en í fréttatilkynningu frá Herjólfi segir að reiknað sé með því að fært verði klukkan 18:00 frá Vestmannaeyjum og 20:30 frá Landeyjahöfn. Það yrði þá eina ferð skipsins í dag en bálhvasst hefur verið í Eyjum í dag. Farþegar […]
Sigurjón �?skarsson Eyjamaður ársins

Í hádeginu í dag veitti Eyjasýn ehf. Fréttapýramídann í 20. sinn.en Eyjasýn gefur út blaðið Fréttir, heldur úti vefsíðunni Eyjafréttir.is og rekur prentsmiðjuna Eyjaprent. Sigurjón Óskarsson er Eyjamaður ársins en Sigurjón á og rekur útgerðarfyrirtækið Ós sem tók á móti nýju og glæsilegu skipi, Þórunni Sveinsdóttur VE nú í desember. Þá fékk Heimir Hallgrímsson Fréttapýramídann […]
Safnaði 221 þúsund fyrir æskulýðsstarf Landakirkju

Birkir Högnason kom í dag færandi hendi inn í Landakirkju þegar hann afhenti Æskulýðsfélagi kirkjunanr 221 þúsund krónur. Féð safnaði hann á jólatónleikunum Jólaperlur sem Birkir stóð fyrir 20. desember síðastliðinn. „Tónleikarnir gengu með eindæmum vel og var troðfullt úr úr dyrum í safnaðarheimili kirkjunnar. Við stefnum á að gera tónleikana að árlegum viðburði,“ sagði […]
Stefnt að brottför klukkan 15:00 í dag

Stefnt er að því að Herjólfur sigli frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í dag klukkan 15:00 og sigli samkvæmt áætlun það sem eftir lifir dags. Fyrstu tvær ferðir skipsins féllu niður, annars vegar vegna þes að viðhald á aðalvél skipsins tafðist og hins vegar vegna þess að veður var orðið of slæmt við Vestmannaeyjar. Farþegar eru […]