Aukaferð með Herjólfi fyrir �?rettándann

Þrettándahátíðin verður haldin með pompi og prakt um næstu helgi en af því tilefni hefur verið ákveðið að Herjólfur fari aukaferð næstkomandi föstudag klukkan 23:00 frá Eyjum og að miðnætti úr Landeyjahöfn. Annars er dagskrá helgarinnar að taka á sig mynd en sjálfur Þrettándinn verður haldinn hátíðlegur á föstudagskvöld en á laugardag verður m.a. Tröllagleði […]

Brotist inn á þremur stöðum og skemmdir unnar

Óvenju mikið var um innbrot í Vestmannaeyjum í síðustu viku en eins og greint var frá í síðustu viku, var brotist inn í verslun Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut að morgni 31. desember og stolið þaðan skartgripum og úrum. Á öryggismyndavélum sést að einn aðili stóð að ráninu og óskar lögregla eftir upplýsingum um málið. Sömu […]

10 ára aldurstakmark í sund

Ný reglugerð um sund- og baðstaði tekur gildi frá og með 1. janúar 2011. Helsta breytingin sem viðkemur gestum laugarinnar snýr að aldri þeirra. Hingað til hafa börn sem náð hafa 8 ára aldri haft möguleika á því að fara ein í sund en aldurstakmarkið hefur nú verið hækkað í 10 ár. Einnig hefur aldur […]

80 cm smokkfiskur háfaður upp úr höfninni

80 sentímetra beitusmokkur svamlaði um við Bæjarbryggjuna í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Dýrið vakti mikla athygli og fljótlega dreif að fólk enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá lifandi smokkfisk svamla í höfninni. Starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum háfuðu svo beitusmokkinn upp úr höfninni og fluttu hann á Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja en hann […]

Ekkert minna skotið upp í Eyjum

Flestir eru sammála um að skotgleði Eyjamanna hafi síst verið minni þessi áramót en önnur. Samanburðurinn er reyndar mjög erfiður en samkvæmt Adolf Þórssyni, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja þá var salan mjög áþekk og í fyrra, bæði í magni flugelda og innkomu. Hann bætir því við að rekstur félagsins næsta árið sé tryggður en framundan eru […]

Eyjamönnum fækkar í Futsallandsliðinu

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari Íslands í Futsal, innanhússknattspyrnu hefur skorið niður æfingahóp sinn en fyrsta æfingin á nýju ári fór fram í dag. Tveir Eyjamenn detta út úr æfingahópnum og eru nú fimm eftir í 25 manna æfingahópnum en þeir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og Bjarni Rúnar Einarsson, leikmaður KFS detta út úr hópnum. (meira…)

Hringurinn tekinn að þrengjast

Enn er unnið að rannsókn á innbroti sem framið var í Gull- og silfurverslun Steingríms Benediktssonar í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Meðal annars hefur verið notast við vefmyndavél á ráðhúsi bæjarins. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum hefur enginn verið handtekinn enn, en hringurinn sé heldur tekinn að þrengjast. (meira…)

Mest lesnu fréttirnar á Eyjafréttir.is 2010

Mest lesna fréttin á Eyjafréttum.is árið 2010 er hvorki um Landeyjahöfn né öskufall, ekki um fótbolta eða handbolta og ekki um Icesave eða bankahrunið. Mest lesna fréttin er reyndar bara grín og það í orðsins fyllstu merkingu því mest lesna fréttin er föstudagsgrínið föstudaginn 4. júní í sumar. Þar er sagt frá ökumanni sem er […]

Á leið til Vikur í Mýrdal með steypu

Steypstöð Þórs Engilbertssonar, 2Þ, er dag að fara sína fimmtu ferð með steypu austur í Vík í Mýrdal. Steypunni er ætlað að fara í stækkun á Hótel Lunda þar í bæ. – 2Þ fyrirtæki Þórs, reyndist með hagstæðasta verðið á steypunni. – Íblöndunarefnin eru sett í steypubílinn í Eyjum, síðan er siglt til Landeyjahafnar með […]

Gísli lánaður frá Haukum til ÍBV

Handboltamaðurinn Gísli Jón Þórisson hefur verið lánaður frá Haukum til ÍBV fram til vorsins. Gísli Jón er öflugur varnarmaður og ágæt skytta sem leikið hefur allan sinn feril með Haukunum. Hann mun án efa styrkja Eyjaliðið sem er í fjórða sæti 1. deildarinnar með 11 stig, átta stigum á eftir toppliði Gróttu sem einnig bar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.