Nauðsynlegt að hafa atvinnu og fá vinnuframlag til baka

Þjóðskjalasafnið hefur verið með fjarvinnsluverkefni í Vestmanna­eyjum og starfsmenn, sem hafa haft aðstöðu í Safnahúsi, skráð upplýs­ingar úr gömlum manntölum á tölvu­tækt form. Verkefnið var sett upp vegna niðurskurðar á þorski í byrjun árs 2008 og var ætlað þeim sem væru án atvinnu. Nú er verkefninu hins vegar lokið og ekki gert ráð fyrir fjárveitingu […]

Fagnað í skugga óvissu

Það var mikil hátíðarstund í Vest­mannaeyjum þegar nýtt skip, Þórunn Sveinsdóttir VE 401, kom til heimahafnar í Eyjum í fyrsta sinn á aðfangadag. Mikill mannfjöldi var á bryggjunni og lét fólk ekki á sig fá slydduhríðina sem gekk yfir þennan dag. Um leið og hið glæsilega skip sigldi inn á Víkina var skotið upp flugeldum […]

Glæsileg flugeldasýning í gærkvöldi

Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja hófst í gær en í gærkvöldi voru skoteldarnir prófaðir með stuttri flugeldasýningu við Skátaheimilið. Björgunarfélagið hefur auk þess útbúið myndband þar sem sjá má allar terturnar og virkni þeirra en myndbandið má sjá hér að neðan. Óskar Pétur Friðriksson myndaði flugeldasýninguna í gærkvöldi og má sjá myndir frá honum hér að neðan. […]

Stórdansleikur með Landi og sonum á Nýársdag

Hljómsveitin Land og synir munu leika á stórdansleik í Höllinni á Nýársdag en sveitin tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum. Þannig má segja að ferill sveitarinnar hafi hafist á Þjóðhátíð 1997 en sveitin hefur síðan þá, oftar en ekki leikið fyrir gesti hátíðarinnar. Auk þess er trymbill sveitarinnar, Birgir Nielsen orðinn Eyjamaður og því hæg heimatökin að […]

Sorphirða, sorpeyðing og safnamál

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði á mánudag. Þar var samþykkt tillaga um hækkun gjaldskrár sorpeyðingarstöðvar vegna ársins 2011 en allir liðir hækka um 4% sem er í samræmi við verðlagsbreytingar á milli ára. Þá lágu fyrir drög að framlengingu að samningi við Íslenska Gámafélagið vegna sorpeyðingar og sorphirðu í Vestmannaeyjum en núverandi samningur rennur út 31.des. […]

�?rjár Eyjastelpur á æfingum hjá U-17

Þrjár Eyjastúlkur eru þessa dagana á æfingum hjá U-17 ára landsliði Íslands í handbolta. Þetta eru þær Berglind Dúna Sigurðardóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir, allt mjög efnilegar stelpur sem hafa verið að spila með meistaraflokki ÍBV. Bæði verður æft og keppt en leiknir verða æfingaleikir m.a. gegn meistaraflokk Gróttu og ÍR. Alls eru […]

Tveir gistu fangaklefa eftir drykkjulæti

Tveir menn fengu að gista fangaklefa lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, eftir ólæti á skemmtistað í bænum í gærkvöldi. Lögregla hafði afskipti af fólki á skemmtistað þar sem drykkja hafði farið nokkuð úr böndunum og kvartað var undan ónæði. (meira…)

Glæsileg skemmtun til styrktar �?gi

Á fimmtudaginn verða styrktartónleikar fyrir Íþróttafélagið Ægi í Höllinni. Fjöldi tónlistarmanna munu stíga á stokk en miðaverð er aðeins 1000 kr. auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum. Þá verður uppboð á árituðum keppnistreyju og myndum frá nokkrum af bestu íþróttamönnum landsins og erlendum íþróttamönnum líka. (meira…)

Kári í 19 manna landsliðshópi í handbolta

Eyjamaðurinn sterki, Kári Kristján Kristjánsson er í 19 manna æfingahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Kári, sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu HSG Wetzlar hefur verið sterkur á línunni hjá liði sínu í vetur en framundan eru tveir æfingaleikir gegn Þjóðverjum 7. og 8. janúar. Í janúar tekur íslenska liðið svo þátt í Heimsmeistaramótinu sem fer fram […]

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun

Herjólfur mun sigla í Landeyjahöfn á morgun, miðvikudaginn 28. desember samkvæmt fréttatilkynningu frá Eimskip. Óttast var að óveðrið sem hefur geysað undanfarna daga myndi gera það að verkum að höfnin myndi lokast en hafnsögubáturinn Lóðsinn mældi dýpt við höfnina í morgun og lofuðu þær athuganir góðu. Fyrsta ferð skipsins verður í fyrramálið klukkan 7:30 frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.