Fyrstu athuganir lofa góðu

Eftir langvarandi kafla þar sem siglingar í Landeyjahöfn gengu án vandkvæða hafa siglingar þangað nú legið niðri í nokkra daga vegna veðurs. Tíðin hefur verið afleit og ölduhæð ítrekað farið yfir 5 metra, sem er það mesta frá því höfnin var tekin í notkun. Fyrir jól taldi Siglingastofnun að margt benti til þess að höfnin […]
Róbert segir skort á pólitískri forystu í málefnum Landeyjahafnar

Áttundi þingmaður Suðurkjördæmis, stjórnarþingmaðurinn Róbert Marshall segir í Morgunblaðinu í dag skort á pólitískri forystu í því ástandi sem skapast hefur í Landeyjahöfn. Róbert segir að samgönguráðhera þurfi að stíga inn í þetta mál af myndugleika og taka utan um þessa atburðarás. „ Ef Siglingastofnun stendur sig ekki í því að hafa tiltækt dæluskip til […]
Jólahátíðin fór að mestu leyti vel fram

Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum fór jólahátíðin að mestu leyti vel fram og án teljandi vandræða. Eitthvað var þó um pústra á öldurhúsum bæjarins en engin líkamsárás hefur verið kærð í tengslum við þessa pústra. Ein líkamsárás var þó kærð til lögreglunnar en maður sem var gestkomandi í heimahúsi var sleginn af öðrum gesti með þeim […]
Landeyjahöfn haldið opinni í lengstu lög

„Það verður reynt í lengstu lög að halda Landeyjahöfn opinni. Það eru engin önnur plön en að reyna að halda höfninni opinni í vetur. En hversu vel það tekst verður bara að koma í ljós,“ segir Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri. (meira…)
�?á er ei þörf að velja

Árið 2010 hefur verið okkur flestum afar viðburðaríkt þótt með mismunandi hætti sé. Þjóðfélagsumræðan hefur oftar en ekki einkennst af stórum orðum, tilfinningahita og heift. Hitinn og heiftin eru í raun kannski ekki svo undarleg miðað við allt það sem yfir þjóðina hefur dunið á undanförnum árum. (meira…)
Eyjastemmning í Höllinni í kvöld

Það verður sannkölluð Eyjastemmning í Höllinni í kvöld þegar stuðbandið Tríkot mun troða upp á dansiballi. Upphaflega stóð til að Ingó og Veðurguðirnir myndu troða upp en Veðurguðirnir urðu veðurtepptir og komust ekki til Eyja, þar sem síðari ferð Herjólfs var felld niður og ekkert var flogið í dag. Ballið mun standa til klukkan þrjú […]
Erill hjá lögreglunni í Eyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt, en þar var veður einna verst á landinu. Þar að auki voru skemmtistaðir opnaðir eftir miðnættið og líf og fjör var því í bænum þrátt fyrir veðrið. Allt gekk þó stóráfallalaust fyrir sig og fór skemmtanahaldið vel fram að sögn varðstjóra. (meira…)
�?víst hvort hægt verði að sigla til �?orlákshafnar á morgun

Veðurspá fyrir annan dag jóla er afar slæm en búið var að taka ákvörðun um að Herjólfur myndi sigla til Þorlákshafnar á morgun, sunnudag. Fyrri ferð skipsins til Þorlákshafnar verður því klukkan 07:30 og síðari ferð klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15 og 19:00. Hins vegar gætu ferðirnar raskast vegna veðurhæðar og sjólags. (meira…)
Nýtt og glæsilegt skip

Nýtt skip í Vestmannaeyjaflotanum, Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sigldi inn í heimahöfn í fyrsta sinn í hádeginu í dag. Skipið er allt hið glæsilegasta en það var smíðað í Póllandi en lokafrágangur var unninn í Danmörku. Og þar sem í dag er aðfangadagur verður ekki hægt að skoða skipið fyrr en á annan dag jóla […]
�?trúlegt hvað hægt er að gera með skipulagningu og þjálfun

Hér er stutt myndband af ótrúlegri skipulagningu og samhæfingu lúðrasveitar á Hawai. Örugglega eru lúðraþeytararnir ekki að leika þetta í fyrsta skipti, enda hlýtur svona leikni að hafa kostað blóð svita og tár. Knattspyrnulið ÍBV stóðu sig vel á árinu, sem er að kveðja og er myndbandið tileinkað þeirri göfugu íþrótt, um leið og eyjafrettir […]