Fyrstu sameiginlegu æfingarnar voru í gær og í dag

Samstarf ÍBV og KFR er að taka á sig meiri og meiri mynd. Fyrstu sameiginlegu æfingarnar fóru fram í gær og í dag. 3.flokkur karla og kvenna, Rangárhverfið og Eyjahverfið æfðu saman. Stúlkurnar mættu til Eyja í gær og náðu að taka eina æfingu. Þá æfði Rangárhópurinn einnig snemma í morgun áður en haldið var […]

Gáfu sambýlinu þvottavél og stafræna myndavél

Verslunin Eyjatölvur, Útgerðarfélagið Glófaxi og útgerðin Stígandi komu færandi hendi í dag á Sambýlið í Vestmannaeyjum. Fyrirtækin gáfu heimilinu fullkomna 8 kg. LG þvottavél en vélin sem fyrir er, var orðin tæp. Auk þess fylgdi með Samsung stafræn myndavél og var ekki annað að sjá en að heimilismenn og starfsmenn Sambýlisins hafi verið hæstánægð með […]

Hús og nöfn

Þau voru heldur betur jákvæð og góð tíðindin, daginn sem tilkynnt var að Eimskip, stórt og öflugt fyrirtæki væri reiðubúið að setja stórfé í íþrótta og æskulýðsstarf í Vestmannaeyjum. Fyrir lægi samningur sem tryggði barna og unglingastarfi ÍBV-íþróttafélags á annann tug milljóna á fimm árum. Svona fréttir eru því miður ekki daglegt brauð. Mjög líklegt […]

Bauð 5 ára börnum í sögustund

Kristleifur Guðmundsson, eigandi verslunarinnar Oddsins bauð nemendum í 5 ára deild Grunnskóla Vestmannaeyja í heimsókn til sín á mánudaginn. Jólaundirbúningurinn er nú á lokastigi en biðin er börnunum erfið. Því var það kærkomið tækifæri fyrir þau að brjóta upp daginn, kíkja í Oddinn, fá sleikjó og sögulestur í kaupbæti. (meira…)

Sjö Eyjamenn í landsliðsæfingahópnum í Futsal

Sjö Eyjamenn hafa verið valdir í 29 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í Futsal. Sex þeirra koma úr ÍBV en einn frá KFS. Bjarni Rúnar Einarsson hefur verið valinn á æfingarnar og er þar með fyrsti leikmaður KFS sem er valinn til að taka þátt í landsliðsæfingu. ÍBV og KFS léku einmitt saman í riðli í […]

200 barna múrinn rofinn

Alls eru nú 201 barn á leikskólastigi í Vestmannaeyjum um þessar mundir en talsvert er síðan að svo mörg börn hafi verið á leikskólum bæjarins. Þá bendir flest til þess að þeim eigi eftir að fjölga enn meira en fjölgunin er mest á 5 ára deildinni, þar sem nú eru 47 börn við nám. Elliði […]

27 fjölskyldur í Eyjum þáðu aðstoð fyrir jólin

Samtals þáðu 27 fjölskyldur aðstoð fyrir jólin til framfærslu og gjafaúttekta í Vestmannaeyjum í gegnum Jólaaðstoð 2010, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnahag Vestmannaeyja og Styrktarsjóð prestakallsins. Er það nokkrum fjölskyldum færra en á sama tíma á síðasta ári en álíka mörg börn eru þar í heimili, eða um þrjátíu talsins. (meira…)

Albert áfram hjá ÍBV

Markvörður knattspyrnuliðs ÍBV, Albert Sævarsson skrifaði nú í morgun undir árs framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. Albert verður því væntanlega á sínum stað á milli stanganna hjá ÍBV næsta sumar en Albert hefur leikið með liðinu síðustu tvö tímabil. Albert þótti standa sig afburða vel í sumar og var af mörgum talinn einn besti […]

Tryggir meira öryggi

Lögreglan í Vestmannaeyjum hef­ur um áratugaskeið séð um sjúkraflutninga í Vestmanna­eyjum. Reglulega eru haldin námskeið í sjúkraflutningum en nú er svo komið að sjö af tíu lög­regluþjónum í Vestmanna­eyjum eru búnir að taka námskeið í sjúkraflutningum, og hafa aldrei verið fleiri. Það þýðir að á hverri vakt er alltaf einn lögregluþjónn í það minnsta, sem […]

�?órunn Sveinsdóttir VE lögð af stað

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lagði nú fyrir stundu af stað heim frá skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Síðustu dagar hafa farið í prófanir á búnaði og skipið sem gengu vel þannig að hægt var að leggja í hina 960 sjómílna siglingu frá Skagen til Vestmannaeyja. Ef allt gengur upp, mun hið nýja skip sigla inn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.