Kinnbeinsbrotnaði í líkamsárás

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Prófastinn aðfaranótt 17. desember. Átök brutust út milli tveggja manna með þeim afleiðingum að annar þeirra rotaðist og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Við skoðun á sjúkrahúsi í Reykjavík kom í ljós að maðurinn var […]
Sex krakkar á æfingar hjá U-15 ára landsliðum Íslands

Sex krakkar í ÍBV hafa verið valin til æfinga hjá U-15 ára landsliðum Íslands í handbolta, fimm stelpur og einn strákur. Þetta eru þau Arna Þyrí Ólafsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sóley Haraldsdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir og Dagur Arnarsson. Þá kemur einn þjálfaranna frá ÍBV en Unnur Sigmarsdóttir er önnur af tveimur þjálfurum […]
Ársverðmætið komið yfir milljarð

Hinn 26. nóvember var merkisdagur í sögu Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Þann dag fór aflaverðmæti fisks, sem seldur hefur verið á markaðinum á einu ári, í fyrsta skipti yfir einn milljarð króna. Kári Hrafnkelsson, forstöðumaður Fiskmarkaðarins, segir að þetta hafi ekki gerst áður. Það hæsta fram til þessa hafi verið árið 1995, eða fyrir fimmtán árum. (meira…)
Tónleikar til styrktar æskulýðsstarfi kirkjunnar

Í kvöld, mánudaginn 20. desember klukkan 20:00 verða haldnir Styrktartónleikar æskulýðsstarfs Landakirkju en tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimili kirkjunnar. Eins og nafnið gefur til kynna rennur allur ágóði tónleikanna til æskulýðsstarfs kirkjunnar en það er Birkir Högnason sem hefur haft frumkvæðið að tónleikahaldinu. (meira…)
Langflestir sáu Ísland í jákvæðu ljósi sem fallegt land

Tryggvi Hjaltason, öryggis- og greiningafræðingur, var með fyrirlestur á stofnfundi Varðbergs – samtökum um vestræna samvinnu og alþjóðamál, síðastliðinn föstudag. Tryggvi á nú sæti í stjórn nýja félagsins en með félaginu renna tvö félög, Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg saman í eitt. Tryggvi flutti fyrirlestur á stofnfundinum um ráðstefnu sem hann sat og var […]
Fyrsta æfingin að baki í nýja húsinu

Fyrsta fótboltaæfingin í nýja fjölnota íþróttahúsinu fór fram nú í dag. Það var kvennalið ÍBV sem æfði en lokið var við að leggja gervigrasið í síðustu viku, rétt rúmum mánuði eftir að verkið hófst. Hið nýja hús gjörbreytir allri æfingaaðstöðu knattspyrnufólks í Eyjum yfir vetrartímann en hann hefur til þessa verið mjög bágborinn. (meira…)
ÍBV féll úr leik í undanúrslitum

ÍBV komst ekki í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal en úrslitakeppnin fer fram á Álftanesi. Eyjamenn urðu efstir í sínum riðli og mættu Leikni/KB í 8-liða úrslitum. Þar höfðu Eyjamenn betur 13:2 og mættu Fjölni í undanúrslitum í dag. Á vefsíðu KSÍ segir að leikurinn hafi farið rólega af stað en Fjölnismenn hafi svo náðu yfirhöndinni […]
Eyjamenn úr leik eftir hörkuviðureign

Lið Vestmannaeyja féll í kvöld úr leik í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Eyjamenn urðu að lúta í lægra haldi gegn liði Skagamanna en úrslitin réðust þó ekki fyrr en í síðustu spurningunni. Lokatölur urðu 81:87 en Eyjamennirnir þrír, þeir Ágúst Örn Gíslason, Gunnar K. Gunnarsson og Sveinn Waage geta þó borið höfuðið hátt enda frammistaða […]
Vinnslustöðin gaf humar og saltsíld

Vinnslustöðin færði í dag Jólaaðstoð 2010 að gjöf humar og saltsíld til dreifingar fyrir jólin, alls 2.000 poka af humri og 2.000 eins lítra fötur af síld. Landflutningar- Samskip fluttu gjöfina frá Eyjum til Reykjavíkur endurgjaldslaust en vörurnar verða geymdar hjá Samskipum og fluttar á dreifingastaði í samræmi við óskir Jólaaðstoðar. (meira…)
�?fært um allt land nema í Landeyjahöfn

Nú er mikið óveður víðast hvar um landið, bálhvasst sumstaðar og ófært. Flugsamgöngur hafa raskast verulega og fólk er víða hvatt til að leggja ekki upp í ferðalög. Staðan í dag er hins vegar þannig að Landeyjahöfn er opin og hafa siglingar þangað gengið eins og í sögu. Herjólfur hefur þegar siglt þrjár ferðir þangað […]