�?fært um allt land nema í Landeyjahöfn

Nú er mikið óveður víðast hvar um landið, bálhvasst sumstaðar og ófært. Flugsamgöngur hafa raskast verulega og fólk er víða hvatt til að leggja ekki upp í ferðalög. Staðan í dag er hins vegar þannig að Landeyjahöfn er opin og hafa siglingar þangað gengið eins og í sögu. Herjólfur hefur þegar siglt þrjár ferðir þangað […]

Flygillinn kominn aftur upp í Höll

Það vakti óskipta athygli þegar Sigmar Georgsson, fyrrum eigandi Hallarinnar vakti athygli á því í lesendabréfi í vikublaðinu Fréttum að konsertflygill, sem keyptur var fyrir söfnunarfé í Höllina, væri horfinn þaðan. Hann hafði heimildir fyrir því að flygillinn væri kominn á söluskrá í hljóðfæraverslun í Reykjavík og stutt könnun Frétta staðfestu það. Sigmar skoraði á […]

Eyjamenn mæta Akranesi í kvöld

Í kvöld mun sveit Vestmannaeyja í spurningakeppninni Útsvar stíga áður óþekkt skref í sögu keppninnar þegar Eyjamenn taka í fyrsta skipti þátt í 2. umferð. Sveit Eyjamanna hefur aldrei áður komist svo langt en þangað komst sveit Vestmannaeyja með því að vera þriðja stigahæsta tapliðið í 1. umferð en fjögur slík komust í 2. umferð. […]

Vilja að ríkistjórnin gæti jafnræðis milli íbúa landsins

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, samgönguráðherra vegna fyrirhugaðra vegatolla á Suðurlandsvegi. SASS bendir á að nú þegar greiða ökumenn sem aka um Suðurlandsveg um einn og hálfan milljarð króna til vegamála í gegnum eldsneytisskatta og þá er ekki tekið með í dæmið bifreiðaskattar og vörugjöld. Þá fer SASS […]

Fluttur með þyrlu frá Eyjum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja í nótt til að sækja mann sem talið var að hefði hlotið höfuðáverka eftir átök við annan mann. Læknir mat ástand mannsins þannig að nauðsynlegt væri að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan lenti með manninn í Reykjavík um kl. 5:30. (meira…)

Fundi um flugsamgöngur frestað

Vegna veður verður að fresta fyrirhuguðum fundi um flugsamgöngur, sem halda átti á Kaffi Kró í hádeginu í dag, föstudag. Það eru Fréttir, Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem standa að fundarröð en fundurinn, sem nú er frestað, var annar í röðinni. Fundinum hefur verið frestað fram í miðjan janúar en mikill áhugi var fyrir […]

Eyverjar styrktu Krabbavörn Vestmannaeyja um vel á annað hundrad þúsund króna

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, hélt í gærkvöldi skemmtikvöld til styrkar Krabbavörn Vestmannaeyja. Um 200 Eyjamanna og -kvenna sóttu skemmtunina og skemmtu sér hver öðrum betur. Aðal skemmtikraftur kvöldsins Ari Eldjárn toppaði gott kvöld og fór á kostum svo gestir hreinlega veltust um af hlátri. (meira…)

Körfuknattleiksfélag ÍBV vill líka selja nafn íþróttahúss

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var tekið fyrir bréf frá Körfuknattleiksfélagi Vestmannaeyja um að fá að selja nafn á sal 1 í íþróttamiðstöðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu en formaður ráðsins og framkvæmdastjóri sviðsins munu óska eftir nánari upplýsingum um málið frá bréfriturum. (meira…)

Vignir valinn í U-21 árs hópinn

Vignir Stefánsson, hornamaðurinn sterki hjá ÍBV hefur verið valinn í 18 manna æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Liðið mun leika þrjá vináttulandsleiki 18.-20. desember við Noreg en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM sem fer fram 7.-9. janúar í Serbíu. Ísland er þar í riðli ásamt Eistlandi, Makedóníu og Serbíu. […]

Undirbúa aðgerðir í fiskimjölsverksmiðjum

Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags fól í gær samninganefnd félagsins og Drífanda í Vestmannaeyjum að hefja undirbúning aðgerða þar með talið verkfalla í fiskimjölsverksmiðjum. Á vefsíðu AFLs kemur fram að samninganefnd AFLs hafi einnig samþykkt í gær að skipa aðgerðarhóp til að undirbúa aðgerðir og skipuleggja. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.