Undirbúa aðgerðir í fiskimjölsverksmiðjum

Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags fól í gær samninganefnd félagsins og Drífanda í Vestmannaeyjum að hefja undirbúning aðgerða þar með talið verkfalla í fiskimjölsverksmiðjum. Á vefsíðu AFLs kemur fram að samninganefnd AFLs hafi einnig samþykkt í gær að skipa aðgerðarhóp til að undirbúa aðgerðir og skipuleggja. (meira…)
Veldur gríðarlegu áfalli fyrir íslenska þjóðarbúið

Matvælastofnun hefur sent út bréf til saltfisksframleiðenda um bann við notkun á fosfötum í framleiðslu á saltfiski. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði ítrekað við íslensk stjórnvöld að blöndun fjölfosfata í saltfisk sé óheimil, þar sem slík efni eru ekki á lista EB um leyfð aukefni í saltfiskframleiðslu. Sjávarútvegsráðuneytið hafði tilkynnt ESA fyrir helgi að stjórnvöld hér […]
Sögusetur 1627 hættir rekstri Byggðasafns

Um næstu áramót hættir Sögusetur 1627 rekstri Byggðasafns Vestmannaeyja en hyggst áfram eiga aðild að uppákomum á vegum safnsins í samstarfi við nýja rekstraraðila. Fræðslu- og menningarráð fjallaði um málið á síðasta fundi sínum, þ.e. uppsögn samningsins og sömuleiðis beiðni Þekkingarseturs Vestmannaeyja um samstarf við Vestmannaeyjabæ um rekstur safnsins. (meira…)
Breytingar í Sparisjóðnum

Boðað hefur verið til aðalfundar Sparisjóðs Vestmannaeyja nk. þriðjudag, þann 21. desember. Samkvæmt lögum sjóðsins skal halda aðalfund fyrir 1. maí ár hvert. Á þessu ári var hins vegar ákveðið að fresta aðalfundinum þar til síðar á árinu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Á fundi, sem haldinn var með stofnfjáreigendum í júní sl. sumar var þeim gerð […]
Góðar horfur næstu daga með siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn

Á vef Siglingastofnunar í dag segir að dýpi í Landeyjahöfn sé nægjanlegt til siglinga fyrir Herjólf og aldan vel undir viðmiðunarmörkum. Eftir því sem líður á daginn fer aldan lækkandi og er spáin ágæt næstu daga. Síðustu daga hefur aldan verið yfir 2 metrum og því hefur grynnkað í innsiglingunni en dýpið er þó nægjanlegt […]
Suðurland kemur mjög vel út

Birtar hafa verið niðurstöður úr PISA-könnun fyrir árið 2009, en þar koma fram niðurstöður um útkomu 15 ára nemenda í 68 löndum, þar af 38 OECD löndum, í þremur námsgreinum. Íslendingar hafa tekið þátt í þessari könnun frá árinu 2000 en hún er gerð á þriggja ára fresti og er því hægt að sjá hver […]
�?missandi á aðventunni

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju verða haldnir miðvikudaginn 15. desember. Kórinn hefur alltaf fengið landsþekkta söngvara með kórnum og að þessu sinni verða tveir stórsöngvarar á tónleikunum. Gissur Páll Gissurarson, einn efnilegasti söngvari af yngri kynslóðinni og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja syngja saman og í sitt hvoru lagi á tónleikunum. (meira…)
Uppistand með Ara Eldjárn í kvöld

Í kvöld verður skemmtun og uppistand í Kiwanis. Eyverjar standa fyrir viðburðinum en Silja Elsabet og Sindri Freyr munu syngja auk þess sem vinsælasti uppistandari landsins, Ari Eldjárn kitlar hláturtaugarnar en Ari er væntanlegur með flugi núna seinnipartinn. Auk þess verður happadrætti með veglegum vinningum. (meira…)
ÍBV tekur þátt í Fótbolta.net mótinu

Karlalið ÍBV tekur þátt í sterku æfingamóti í knattspyrnu í janúar og febrúar. Til þessa hafa Reykjavíkurfélögin fengið forskot á önnur lið þar sem Reykjavíkurmótið hefur alla jafna verið fyrsta mót vetrarins. Því ákváðu strákarnir á Fótbolta.net að setja upp mót með félögum utan Reykjavíkur. Það þarf hins vegar enginn að efast um að mótið […]
Herjólfur sigldi til �?orlákshafnar í morgun

Vegna veðurs sigldi Herjólfur ekki til Landeyjahafnar í morgun, heldur til Þorlákshafnar. Þaðan heldur skipið kl. 11.15. – Samkvæmt fréttatilkynningu frá útgerðinni segir að tilkynnt verði um hádegið, hvert Herjólfur siglir síðdegis. (meira…)