Vestmannaeyingum hefur fjölgað um 17

Samkvæmt upplýsingum frá Áka Heinz á bæjarskrifstofunum, er íbúafjöldi í Eyjum 1. desember síðastliðinn samtals 4.146. Á sama tíma árið 2009 voru íbúar Vestmannaeyja 4.129, þeim hefur því fjölgað um 17 síðan þá. Áki vildi að það kæmi fram, að hugsanlega ættu þessar tölur eitthvað eftir að breytast þar sem Hagstofan er ekki tilbúin með […]

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn kl. 10.30

Herjólfur sigldi ekki morgun samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar. Smávægileg vélarbilun varð sem tafði för skipsins, en áætlað er að skipið sigli samkvæmt áætlun kl. 10.30 frá Eyjum. (meira…)

Framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús

Senn fer framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús og er stefnt að því að vígsla hússins fari fram á Þrettándanum. Nú er verið að bera sand á knattspyrnuvöllinn og fara 40 tonn af sandi í þetta verk. Búið er að setja tartan á hlaupabrautir og stökksvæði og á einungis eftir að strika brautirnar. (meira…)

�?k hálfa leið inn í Krónuna

Það óhapp varð í dag að bíl var ekið hálfa leið inn í verslun Krónunnar við Strandveg. Bílnum var ekið inn þar sem viðskiptavinir búðarinnar ganga út og taldi lögregla með ólíkindum að enginn skyldi hafa slasast. Bíllinn fór inn um sjálfvirka hurð úr gleri, sem splundraðist og féll inn í búðina. Sjónarvottur segir að […]

Herjólfur siglir ekki næstu ferð

Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip mun Herjólfur sigla síðdegis til Þorlákshafnar. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 15:00 og klukkan 19:00 frá Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í skipinu er sjólag með þeim hætti að ekki er ráðlagt að sigla inn í höfnina að svo stöddu. (meira…)

Fjölnota íþróttahúsið

Ég var mjög undrandi þegar ég heyrði að ÍBV-íþróttarfélag (handbolti og fótbolti) hefði fengið leyfi til að leigja veggi nýja fjölnota íþróttahússins því sjálfur er ég andvígur auglýsingum á eignum bæjarins. En það er nú bara þannig að stundum lendir maður undir og er þá ekkert annað að gera en sætta sig við gjörðan hlut […]

Kviknaði í bíl sem fór útaf við Stórhöfða

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í nótt, miðað við hefðbundna mánudagsnótt. Klukkan 1:21 var tilkynnt um eld í bíl við Stórhöfða. Bílinn hafði endað utan vega og kviknaði í honum í kjölfarið. Fjögur voru í bílnum en voru öll í bílbeltum og sluppu því ómeidd þegar bíllinn fót útaf. Samkvæmt upplýsingum frá […]

Farinn að spá í að hætta

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer ef að líkum lætur loksins fyrir fullt og allt frá danska úrvalsdeildarfélaginu Esbjerg þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar. Gunnar Heiðar hefur verið úti í kuldanum hjá liðinu að drjúgum hluta síðan hann kom til þess sumarið 2008, en var lánaður til Fredrikstad í Noregi í sumar og gekk þar […]

Jólasýning Ránar í dag

Í dag klukkan 14:30 verður jólasýning Ránar haldin í stóra sal íþróttamiðstöðvarinnar. Hin árlega jólasýning er ávallt vel sótt enda hafa krakkarnir æft stíft fyrir sýninguna. Á Jólasýningunni sýna allir aldurshópar Fimleikafélagsins Ránar, allt frá allra yngstu iðkendunum allt upp stálpaða unglinga. Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur. (meira…)

�?rval �?tsýn verður einn af samstarfs- og styrktaraðilum ÍBV í Pepsídeildinni

Skrifað var undir samkomulag milli Úrval Útsýnar og knattspyrnuráðs ÍBV um samstarf á komandi árum. Úrval Útsýn hefur ávallt þjónustað Eyjamenn vel og ÍBV hefur nýtt sér þjónustu þeirra við keppnis- og æfingaferðir í gegnum tíðina. Úrval Útsýn verður því enn sýnilegra í Eyjum og mun styrkja ÍBV í þeirri baráttu sem er framundan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.