Hressir krakkar skemmtu sér vel

Árshátíð unglingadeildar Grunn­skóla Vestmannaeyja var haldin í Höllinni á fimmtudagskvöld fyrir viku. Krakk­arnir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í bæði skemmtiatriði og skreytingu á salnum en árshátíðin var haldin í Las Vegas stíl, þar sem teningar, spil og glamúr var allsráðandi. Árshátíð­in var lokahnykkur Smiðjudaga sem hafa verið í gangi í Barna­skólanum en á árshátíðina […]

Siglt til �?orlákshafnar seinni partinn

Ekki verða fleiri ferðir farnar til Landeyjahafnar í dag en Herjólfur sigldi þangað tvívegis í morgun. Núna klukkan 15:00 mun Herjólfur hins vegar sigla til Þorlákshafnar og svo aftur til Eyja klukkan 19:00. Veðurspá næstu daga er hins vegar hagstæð og líklegt að siglingar í Landeyjahöfn hefjist að nýju í fyrramálið. (meira…)

Staða Vestmannaeyjabæjar er sterk

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. desember í samræmi við reglur um bókhald sveitarfélaga og hefðir sem myndast hafa hjá Vestmannaeyjabæ. Síðari umræða fer fram 16. desember. (meira…)

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti leyfi til ÍBV íþróttafélags að selja nafn á húsið

Miklar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi um nafn á fjölnota íþróttahúsið sem senn verður tekið í notkun. Í upphafi umræðunnar gerði Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Hún væri algerlega á móti því að gefa ÍBV íþróttafélagi leyfi til að selja fyrirtæki nafn á húsið. Vestmannaeyjabær væri eigandi […]

Steypan kom úr Eyjum

„Það bilaði steypustöð sem er hér í Vík. Selfoss er næstur en við vorum í rauninni fljótari að fá steypuna frá Eyjum,“ sagði Guðmundur Jón Viðarsson frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann var í gær að steypa í Vík í Mýrdal. Verið er að breyta gömlu húsi til að stækka Hótel Lunda um 12 herbergi. Guðmundur […]

Tveggja ára hugmynd orðin að veruleika

Jól í mínu hjarta er nýr geisla­diskur sem Silja Elsabet Brynj­ars­dóttir er að gefa út. Silja ­syngur tólf þekkt jólalög á diskinum og allir sem koma að undirleik og plötuumslagi eru frá Eyjum. Árni Óli Ólafsson stjórn­aði upptökum sem fóru fram í Island Studio og því má segja að framtakið sé að öllu leyti frá […]

Áfram siglt upp í Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla upp í Landeyjahöfn nú síðdegis en brottför er klukkan 18:00 frá Eyjum og 20:30 frá Landeyjahöfn. Spáð er vaxandi vindi þegar líður á nóttina og gæti vindur náð allt að 18 metra vindhraða á sekúndu um miðjan dag á morgun. Þrátt fyrir það er áætlað að sigla fyrstu ferð morgundagsins samkvæmt áætlun […]

Til umhugsunar vegna nafngiftar

Í vikublaðinu Fréttum er greint frá því að Fjölskyldu og tómstundaráð hafi veitt ÍBV-íþróttafélagi leyfi til að selja nafn á hið nýja glæsilega fjölnota íþróttahús, sem senn verður tekið í notkun. Hvers vegna? . ÍBV-íþróttafélag rekur gríðarlega umfangsmikið og fjárfrekt barna- og unglingastarf. Og hefur á síðustu árum lagt metnað sinn í að bæta enn […]

Tvísýnt með síðustu ferð Herjólfs í dag

Ölduhæð við Landeyjahöfn er nú 1,6 metri og fer vaxandi þegar líður á daginn. Skipstjóri Herjólfs telur því að tvísýnt sé hvort skipið sigli í Landeyjahöfn síðustu ferðina í dag kl. 18.00. Er þeim farþegum sem nauðsynlega þurfa að komast til fastalandsins ráðlagt að nota ferðina kl. 15.00 sé þeim það mögulegt. (meira…)

Ungt Eyjafólk á landsliðsæfingar

Sigurður Grétar Benónýsson er efnilegur íþróttamaður, það er óumdeilt. Hann hefur nú verið valinn á landsliðsæfingar bæði í knattspyrnu og körfubolta. Í fótboltanum hefur hann verið valinn á æfingar með U-16 ára landsliðinu ásamt Kristni Skæringi Sigurjónssyni en auk þeirra var Tanja Rut Jónsdóttir verið valin á æfingar hjá U-16 kvennalandsliðinu. Þá var hann valinn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.