Upplýsist líkast til aldrei

Laugardagskvöldið þann 9. desember árið 2000 og aðfaranótt sunnudagsins 10. des. mun seint líða úr minni þeirra sem fylgdust með þegar hús Ísfélagsins við Friðarhöfn nær eyðilagðist í einhverjum mesta eldsvoða sem orðið hefur í Vestmannaeyjum. Í dag eru nákvæmlega tíu ár frá þessum hörmulega atburði sem átti eftir að setja mark sitt á atvinnulífið […]
Gekk berserksgang á gistiheimili

Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð að gistiheimili í bænum um þrjúleytið í nótt. Þar hafði gestur á heimilinu gengið berserksgang og brotið innanstokksmuni eins og sjónvarp og rúm. Maðurinn, sem stundar vinnu í Eyjum, var færður í fangaklefa og látinn sofa úr sér ölvímuna. (meira…)
Eimskipshöllin skal hún heita

Eimskipshöllin verður, samkvæmt heimildum Frétta, nýtt nafn á fjölnota íþróttahúsinu sem senn verður tekið í notkun. Fjölskyldu- og tómstundaráð bæjarins samþykkti ósk ÍBV-íþróttafélags um að selja nafn hússins en ákvörðunin hefur vakið talsverð viðbrögð í bænum. Samningur þess efnis við Eimskip liggur fyrir og bíður undirritunar. (meira…)
Gekk ljómandi vel

„Við erum að klára síðasta farminn,“ sagði Anna Sigríður Hjaltadóttir, vinnslustjóri Vinnslustöðvarinnar þegar hún var spurð út í síldarvinnsluna en Vinnslustöðin var með fjögur þúsund tonn í heimasíldinni. „Vinnslan hefur gengið mjög vel, það hefur ekki farið mikið í beitu, mest flök og flaxar og allt fryst. „Við erum í bolfiski og erum að ganga […]
Upplagt að skella sér í aðventuferð til Eyja

Landsmenn eru hvattir til að nýta sér einstakt tækifæri til að prófa nýju siglingarleiðina frá Landeyjahöfn og upplifa aðventustemminguna í Eyjum. Siglingin tekur aðeins 30 mínútur. Nú þegar minna er um verslunarferðir til útlanda þá er heldur betur upplagt að skell sér í aðventuferð til Eyja. Það á örugglega eftir að koma mörgum á óvart […]
Er allt til sölu

Innan fárra daga verður nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun í Eyjum. Hús sem á eftir að bæta æfingaaðstöðu margra íþróttafélaga og bæjarbúa til mikilla muna. Þarna getur knattspyrnan æft, aðstaða er fyrir frjálsíþróttafólk, golfarar get æft sig í húsinu og þarna hefur verið hugsað til þess að eldri borgarar bæjarins gætu farið í sína […]
Golfklúbburinn leitar ásjár Vestmannaeyjabæjar vegna skuldavanda

Golklúbburinn hefur óskað eftir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að endurfjármögnun langtímaskulda klúbbsins. Erindi þess efnis lá fyrir fundi bæjarráðs í dag. Langtímaskuldir Golfklúbbsins hafa hækkað úr rúmum 30 milljónum króna í 80 milljónir, vegna gengisbreytinga, en lán klúbbsins eru að mestum hluta í erlendri mynt. (meira…)
Gleði, tár og titlar komin í almenna sölu

Heimildarmyndin „Gleði, tár og titlar“ um meistaralið ÍBV í knattspyrnu árin 1997 og 1998 er nú komin í almenna sölu. Myndin er unnin af Sighvati Jónssyni Eyjamanni og fjölmiðlamanni og er um 2 klst. að lengd. Gleði, tár og titlar áranna 1997 og 1998 er efniviður myndarinnar. Hún er gerð að frumkvæði þeirra er mynduðu […]
Hægt að fylgjast með öldudufli við Landeyjahöfn af eyjafrettum

Ný þjónusta er í boði á eyjafrettir.is. Neðst til hægri á síðunni mynd af veginum yfir Hellisheiði, einnig er mynd tekin af vef Siglingastofnunar, þar sem hægt er sjá ölduhæð við Landeyjahöfn. Fólk er ferðast með Herjólfi, leitar sér gjarnan upplýsinga um ölduhæð áður en lagt er af stað. (meira…)
Ekið á grindverk og stungið af

Töluverð hálka var á götum bæjarins 29. nóvember síðastliðinn en þrátt fyrir það voru fá óhöpp tilkynnt til lögreglu. Lögreglan hafði þó afspurnir af einhverjum óhöppum í umferðinni. Meðal annars var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið á grindverk við Hásteinsblokkina. Sá sem tjóninu olli, ók hins vegar á brott án þess að tilkynna […]