Ekið á grindverk og stungið af

Töluverð hálka var á götum bæjarins 29. nóvember síðastliðinn en þrátt fyrir það voru fá óhöpp tilkynnt til lögreglu. Lögreglan hafði þó afspurnir af einhverjum óhöppum í umferðinni. Meðal annars var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið á grindverk við Hásteinsblokkina. Sá sem tjóninu olli, ók hins vegar á brott án þess að tilkynna […]

Frítt til Eyja frá Landeyjahöfn á laugardag

Eimskip, Vestmannaeyjabær og Félag kaupsýslumanna ætla að bjóða Íslendingum til Vestmannaeyja laugardaginn 11. desember næstkomandi. Boðið verður upp á fríar ferðir með Herjólfi fram og til baka en sigling frá Landeyjahöfn tekur aðeins 30 mínútur. Aðstandendur uppátækisins vilja með þessu kynna samgönguleiðina og það sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða á aðventunni. (meira…)

Nýja �?órunn Sveindóttir VE 401 væntanleg heim fyrir jól

Vinna við Þórunni Sveinsdóttur, VE 401 er á lokasprettinum. Skipið er nú í Hirtshals í Danmörku, þar sem það var sandblásið og búið er að mála skipið í sínum fallega bláa lit. Á heimasíðu útgerðarinnar má lesa að verið sé að blása ballest í kjölinn að framan, sinka skrokk skipsins, að sprauta vélarúmið og verið […]

Töpuðu 5:1 fyrir HK

ÍBV mætti HK í æfingaleik um helgina en þetta er í annað sinn sem liðin eigast við í vetur. ÍBV hafði betur í fyrri viðureigninni en óhætt er að segja að HK hafi náð að koma fram hefndum því þeir unnu um helgina 5:1. Eyjamenn skoruðu fyrsta markið en HK jafnaði áður en fyrri hálfleikur […]

Vestmannaeyjar mæta Akranesi 17. desember

Lið Vestmannaeyja í spurningaþættinum Útsvari, sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins öll föstudagskvöld, mætir liði Akraness í 16 liða úrslitum keppninnar. Akranes lagði Fljótsdalshérað að velli í fyrstu umferð 99:42 en Vestmannaeyjar urðu þriðja stigahæsta tapliðið eftir að hafa tapað fyrir Reykjavík 90:77. Lið Vestmannaeyja skipa þeir Ágúst Örn Gíslason, Gunnar Gunnarsson og Sveinn Waage. (meira…)

Skoraði 57 stig í sigri ÍBV í dag

Jón Gunnar Magnússon, þjálfari körfuknattleiksliðs ÍBV fór á kostum í dag þegar liðið tók á móti Reykjavíkurliðinu KV í Eyjum. Jón Gunnar skoraði hvorki meira né minna en 57 stig í leiknum í dag, sem er líklega hæsta stigaskor leikmanns í Eyjum frá upphafi. Það þarf varla að taka það fram að þetta er líka […]

Naumt tap gegn ÍR

ÍR-ingar fögnuðu þriggja marka sigri í Eyjum í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í 3. og 4. sæti 1. deildar og stigin tvö sem voru í boði, voru báðum liðum afar mikilvæg. Eyjamenn fóru mjög illa af stað í leiknum, ÍR-ingar komust í 1:5 og má segja að þessi slæma byrjun hafi komið Eyjamönnum um […]

Taka á móti ÍR í dag

Karlalið ÍBV tekur í dag á móti ÍR í 1. deild karla en leikurinn hefst klukkan 13:00. Eyjamönnum hefur fatast flugið undanfarið en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig, eftir að hafa verið við toppinn það sem af er vetrar. ÍR-ingar eru í þriðja […]

�?órarinn Ingi framlengdi um þrjú ár

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Þórarinn Ingi Valdimarsson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Þórarinn Ingi er mikið efni, lék m.a. með íslenska U-21 árs liðinu gegn Tékkum fyrr á þessu ári og var einn besti leikmaður ÍBV í sumar, sérstaklega á lokasprettinum þegar hann skoraði nokkur mikilvæg mörk. (meira…)

Fékk gullpening 12 árum eftir frækinn sigur á KR-vellinum

Í kvöld var frumsýnd heimildamyndin Gleði, tár og titlar sem Sighvatur Jónsson hefur haft yfirumsjón með en myndin var gerð að frumkvæði leikmanna meistaraliðs ÍBV í knattspyrnu frá árunum 1997 og 1998. Við það tækifæri fékk Ingi Sigurðsson, þáverandi leikmaður liðsins afhentan gullpening fyrir sigurinn í Íslandsmótinu 1998 en þá lögðu Eyjamenn KR að velli […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.