Fékk gullpening 12 árum eftir frækinn sigur á KR-vellinum

Í kvöld var frumsýnd heimildamyndin Gleði, tár og titlar sem Sighvatur Jónsson hefur haft yfirumsjón með en myndin var gerð að frumkvæði leikmanna meistaraliðs ÍBV í knattspyrnu frá árunum 1997 og 1998. Við það tækifæri fékk Ingi Sigurðsson, þáverandi leikmaður liðsins afhentan gullpening fyrir sigurinn í Íslandsmótinu 1998 en þá lögðu Eyjamenn KR að velli […]

�?rjár konur á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn úr Suðurkjördæmi

Um þessar mundir sitja þrjár konur úr Suðurkjördæmi á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er líklega einsdæmi að allir þingmenn eins flokks úr einu kjördæmi tefli eingöngu fram kvenmönnum í þingmannaliði sínu. Þessi staða kom upp þegar Íris Róbertsdóttir tók sæti Árna Johnsen á Alþingi á dögunum en fyrir eru þær Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur […]

Aldís heldur einkasýningu í Noregi

Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen fluttu fyrr á þessu ári til Noregs en Baldvin hafði verið atvinnulaus í Eyjum í nokkurn tíma. Hann fékk hins vegar góða stöðu hjá fyrirtæki í Álasundi og því flutti fjölskyldan út. Aldís hefur ekki legið með hendur í skauti því hún heldur þessa dagana sína fyrstu myndlistasýningu í Noregi. […]

Hafa haft átta ár til að gera viðeigandi úrbætur

Á fréttavefnum Vísi.is er nú að finna umfjöllun um stúkumál Eyjamanna en eins og kom fram í Fréttum og Eyjafréttum.is í síðustu viku, þá stefnir allt í að ÍBV spili ekki Evrópuleiki sína næsta sumar í Eyjum. En það sem verra er, ÍBV fær væntanlega ekki leyfi til að spila í Íslandsmótinu sumarið 2012 á […]

Jólin komin í Höllina

Nú er verið að syngja inn jólin í Höllinni en búið er að koma upp fjögurra metra jólatréi sem blasir við þegar keyrt er framhjá samkomuhúsi Eyjamanna. Í kjölfarið verður svo boðið upp á glæsilegt fjölskylduhlaðborð Einsa Kalda og Hallarinnar sunnudaginn 5. desember. Þar verður boðið upp á glæsilegt hlaðborð fyrir alla aldurshópa og í […]

Vignir í 18 manna hópi U-21

Handboltakappinn efnilegi í ÍBV, Vignir Stefánsson hefur verið valinn í 18 manna hóp U-21 árs landslið Íslands. Liðið mun leika þrjá vináttulandsleiki í desember en Vignir hefur undanfarin misseri æft með liðinu. Allir leikirnir eru gegn Noregi og fara fram 18.-20. desember. Noregsleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM í byrjun janúar. (meira…)

Bjóða nú ódýrari fargjöld ef bókað er á netinu

Nú er nú hægt að bóka flug með Flugfélaginu Erni á netinu. Hefur uppsetning á slíku kerfi verið í vinnslu síðustu vikur og gengið vonum framar. Þetta mun auðvelda fólki mikið ásamt því að mögulegt verður að bóka ódýrari fargjöld, sem þó eru fjöldatakmörkuð. – Í Fréttum, sem koma út í dag, auglýsir Flugfélagið ERNIR […]

Náttúruöflin breyttu forsendum

Óvenjulega þrálátar suðaustanáttir undanfarna mánuði hafa valdið breytingum á ströndinni umhverfis Landeyjahöfn sem eru afar óhagstæðar fyrir rekstur ferjuhafnarinnar. Öldufarsathuganir á árabilinu 1958–2009 sýna að tíðni suðaustlægra ölduátta undanfarið er óvenjulega há og er því full ástæða til að ætla að þær breytingar verði að suðvestlægar áttir verði ríkjandi við Landeyjasand á ný. (meira…)

�?akkir til Eyjamanna!

Mig langaði bara til að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn vegna framboðs míns til stjórnlagaþings. Helmingurinn af meðmælendunum mínum kom frá Eyjunni fögru og þeim verð ég ævinlega þakklát fyrir traustið. Þegar í ljós kom hversu margir höfðu boðið sig fram verð ég að viðurkenna að mér féllust hálfpartinn hendur. Ég vildi þó ekki bregðast […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.