�?akkir til Eyjamanna!

Mig langaði bara til að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn vegna framboðs míns til stjórnlagaþings. Helmingurinn af meðmælendunum mínum kom frá Eyjunni fögru og þeim verð ég ævinlega þakklát fyrir traustið. Þegar í ljós kom hversu margir höfðu boðið sig fram verð ég að viðurkenna að mér féllust hálfpartinn hendur. Ég vildi þó ekki bregðast […]

Eldvarnavika í grunnskólunum

Eins og undanfarin ár stóð Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna, fyrir eldvarnaviku í grunnskólum landsins. Sérstök áhersla var lögð á kynningu brunavarna fyrir 8 ára börn og fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum sínum. Lausnir verða síðan metnar, dregið úr réttum lausnum og vegleg verðlaun veitt. Í tilefni vikunnar var börnum hér í Eyjum […]

Sýnishorn af hlut landsbyggðarinnar verði landið eitt kjördæmi

Margir telja mikið réttlæti fólgið í því að gera landið að einu kjördæmi. Jú,jú með því móti er atkvæði allra jafnt,hvar sem þeir búa á landinu. Ansi er ég hræddur um að landsbyggðin hafi fengið sýnishorn af því sem koma skal verði landið gert að einu kjördæmi. Hlutur landsbyggðarfólks er ansi rýr. (meira…)

FR�?TTIR koma út á fimmtudaginn

FRÉTTIR koma út á fimmtudaginn, 2. desember: Að þessu sinni fylgir blaðinu 24 síðna jólagjafablað. þar hægt er að finna allt milli himins og jarðar til jólagjafa, auk þess sem tekinn er púlsinn á jólastemmningu hjá fólki, könnuð nýjasta línan í hárgreiðslu og förðun og ýmislegt fleira skemmtilegt. (meira…)

Takk fyrir stuðninginn!

Nú þegar úrslit liggja loks fyrir er ljóst hverjir koma til með að sitja á stjórnlagaþinginu. Mig langar í örfáum orðum að þakka öllum þeim sem tóku þátt í kosningunum á laugardaginn fyrir þeirra framlag til þessa mikilvæga verkefnis. Tækifærið til þess að taka þátt í að móta stjórnskipanina var um helgina og allir þeir […]

Enginn Eyjamaður á stjórnlagaþing

Enginn Eyjamaður náði kjöri í kosningum til stjórnlagaþings. Listi 25 einstaklinga var kynntur á fundi í andyri Laugardalshallarinnar. Þessi niðurstaða kemur varla mjög á óvart enda var kjörsókn í Vestmannaeyjum mjög léleg eða aðeins 26.8%. Í það minnsta níu Eyjamenn, eða einstaklingar sem eru tengd Eyjunum voru í framboði. Þó má finna á stjórnlagaþingi einn […]

Heimildarmyndin Gleði, tár og titlar að koma út

Nú er að líta dagsins ljós heimildarmyndin „Gleði, tár og titlar“ um meistaralið ÍBV í knattspyrnu árin 1997 og 1998. Myndin er unnin af Sighvati Jónssyni Eyjamanni og fjölmiðlamanni og er um 2 klst. að lengd. Gleði, tár og titlar áranna 1997 og 1998 er efniviður myndarinnar. Hún er gerð að frumkvæði þeirra er mynduðu […]

Sundlaugin lokuð í dag

Vegna bilunar í sundlauginni í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, verður sundlaugin lokuð í dag, þriðjudag og hugsanlega líka á morgun. Eingöngu sundlaugin sjálf verður lokuð en opið verður í pottana á útisvæðinu. (meira…)

Jólaaðventu­kvöld ÁtVR á morgun

ÁtVR heldur sitt árlega Eyja-aðventukvöld miðvikudaginn 1. desember Kl. 20.00 í Selja­kirkju Hólmaseli 40, Reykjavík, inngangur frá Rangárseli. Séra Ólafur Jóhann Borgþórs­son leiðir samveruna. Æskulýðs­félag Seljakirkju flytur atriði. Jólahugvekja. Inga Jóna Hilmis­dóttir og Sigurjón Guðmunds­son lesa stuttar jólasögur. Sönghópur ÁtVR syngur jóla­lög og sálma. Hafsteinn G. Guð­finnsson stjórnar. Jólahugvekja. (meira…)

Eyjamenn komnir áfram í �?tsvari

Á föstudaginn kom í ljós að lið Vestmannaeyja komst áfram í 2. umferð spurningakeppninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu. Vestmannaeyjar töpuðu reyndar viðureign sinni gegn Reykjavík 90:77 en komast áfram sem eitt af fjórum stigahæstu tapliðunum. Reyndar er enn ein viðureign eftir í 1. umferð en lið Eyjamanna situr í þriðja sæti yfir stigahæstu tapliðin og getur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.