Ljósmyndasýning úr gosinu á Hvolsvelli

Ljósmyndasýning Ragnars TH Sigurðssonar frá gosinu í Eyjafjallajökli sem var opnuð þann 28. nóvember síðastliðinn í Eldstó Café og Húsi leirkerasmiðsins á Hvolsvelli, stendur enn yfir. Sýningin er sama ljósmyndasýning, sem fer upp hjá Rolls Royce í London á næstunni. (meira…)

Skemmdir unnar á Landakirkju og safnaðarheimilinu

Á sunnudaginn var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á Landakirkju og samtengdu safnaðarheimili. Rúða var brotin í kirkjunni og í safnaðarheimilinu og sömuleiðis voru unnar skemmdir á þakglugga sanfaðarheimilisins og ljóskastara á lóð kirkjunnar. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögregla óskar eftir upplýsingar um geranda eða gerendur. Þetta […]

Rauða ljónið áfram hjá ÍBV

Yngvi Borgþórsson, sem af stuðningsmönnum ÍBV er oftar en ekki nefndur rauða ljónið, skrifaði nú í morgun undir árs framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Yngvi, sem er 35 ára varnartengiliður og varnarmaður, er einn af leikreyndari mönnum ÍBV liðsins og afar mikilvægur sem slíkur. Hann lék í fyrsta sinn með meistaraflokki ÍBV sumarið 1993 […]

Flughált í Eyjum

Í morgun hefur verið flughált á götum bæjarins en nú er unnið hörðum höndum að því að bera salt á götur og gangstéttir. Lögreglan segir að engin óhöpp hafi ratað inn á borð hjá sér en þó séu ýmis ummerki að bílar hafi farið utan í, m.a. grindverk við Hásteinsblokkina og þá hafi frést af […]

Júlíus sigraði með þremur römmum

Snoker er íþrótt sem mikið er iðkuð í klúbbunum Oddfellow, Akóges og Kiwanis. Allir hafa þessi klúbbur flotta aðstöðu fyrir þessa starfsemi sína. Um síðustu helgi lauk svokölluðu Eyjatölvumóti í Kiwanis. Um 1. sætið léku Júlíus Ingason og Úranus Kristinsson. Í þessum leik var Júlíus sterkari allan tímann og landaði sigri með þremur römmum gegn […]

Kjörsókn minnst í Suðurkjördæmi

Kjörsókn var minnst í Suðurkjördæmi þegar litið er til kjörsóknar í hverju kjördæmi fyrir sig. Aðeins 29,20% kosningabærra manna kusu á laugardag en kjörsókn í Eyjum var enn lægri eða 26,8%. Alls voru 3070 kjósendur á kjörskrá í Vestmannaeyjum en aðeins 823 greiddu atkvæði og hefur kjörsókn líklega aldrei verið lakari en um helgina. Kjörsókn […]

Fíaskó í Eyjum

Kjörsókn í Vestmannaeyjum vegna Stjórnlagaþingskosninganna var 26.8%. Á kjörskrá voru alls 3070 kjósendur, af þeim greiddi aðeins 823 atkvæði. Er þetta lakasta kjörsókn í Eyjum í manna minnum. Í Icesave kosningunum greiddu 62,8% atkvæði og í sveitarstjórnarkosningunum í vor greiddu atkvæði 81,4% þeirra sem voru á kjörskrá. (meira…)

Dræm kjörsókn í Eyjum

Dræm kjörsókn hefur verið í Eyjum það sem af er degi. Um kl. 15.00 höfðu 330 kosið á kjörstað eða um 11% kosningabærra manna. Er það mun minni kjörsókn en í undanförnum kosningum. Á kjörskrá í Eyjum eru tæplega 3100 manns. Kosning gengur vel fyrir sig, engir hnökrar og engin bið. (meira…)

Leikur Stjörnunnar og ÍBV í beinni á netinu

Karlalið ÍBV mætir í dag Stjörnunni í hörkuslag í 1. deild karla en leikurinn fer fram í Garðabæ. Eyjamenn höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í Eyjum 21:18 en liðin sitja sem stendur í þriðja og fjórða sæti og skilur aðeins eitt stig liðin að. Eyjamenn eru nú þegar fjórum stigum á eftir toppliði Gróttu […]

Veðurblíða í Landeyjahöfn

Nú hefur veðurblíðan leikið við þá sem er að vinna að dýpkun Landeyjahafnar. Hefur dýpkunin gengið einstaklega vel í þeirri blíðu sem þar er. Búið er að fjarlægja yfir 30.000 m³ úr hafnamynninu og rennunni fyrir utan það. Siglingastofnun er að semja við Íslenska gámafélagið um að fá nýtt dýpkunarskip til landsins, Skandia, en það […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.