Byrjað að leggja grasið

Í morgun mánudaginn 22. nóvember var byrjað að leggja gervigrasið á í nýja knattspyrnuhúsi okkar eyjamanna. Jón Óli leit við í morgun og hitti á starfsmenn sem eru að leggja grasið og eftirvæntingin leyndi sér ekki í svipnum. (meira…)

Áhyggjufullir landeigendur

Landeigendur hafa lýst áhyggjum af flutningi Markarfljóts til austurs. Fljótið ber með sér mikinn aur, sem hefur áhrif á skilyrði í Landeyjahöfn. Því hefur Siglingastofnun fengið heimild til að færa ósa fljótsins um tvo kílómetra til austurs og byggja varnargarða. Landeigendur hafa lýst áhyggjum af því að þá flæði á land þeirra. (meira…)

Ásgeir Aron genginn í raðir HK

Ásgeir Aron Ásgeirsson er genginn í raðir HK frá ÍBV en Kópavogsfélagið staðfesti þetta í tilkynningu rétt í þessu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ásgeir Aron Ásgeirsson er sonur Ásgeirs Sigurvinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hann gekk til liðs við ÍBV frá Fjölni fyrir ári síðan en hann hafði verið hjá Fjölni allan […]

Ein líkamsárás en annars róleg vika

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu, eins og reyndar undanfarnar vikur. Þó var eitthvað um pústra á skemmtistöðum en einungis liggur fyrir kæra í einu máli. Þá var eitthvað um það að aðstoða þurfti fólk vegna ölvunarástands þess. (meira…)

Meiri líkur en minni að Landeyjahöfn opni á morgun

Nú eru meiri líkur en minni að Landeyjahöfn opni aftur á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip en dýpkun stendur nú yfir og ætti höfnin að verða fær síðdegis á morgun, komi ekkert óvænt upp. Fyrsta ferð verður þó farin til Þorlákshafnar en síðdegis verður þá siglt til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun. (meira…)

Að vera fullvalda fiskveiðiþjóð

Yfirstandandi samningaviðræður Evrópuþjóða um makrílveiðar hafa fært okkur Íslendingum heim sann­inn um það hversu gríðarlega mikilvægt það er fyrir Ísland að eiga sjálfstæða fullvalda rödd í þeim viðræðum. (meira…)

Töpuðu fyrir Stjörnunni

Knattspyrnulið ÍBV lék æfingaleik gegn Stjörnunni á laugardag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. ÍBV hafði spilað tvo æfingaleiki, lagt að velli bæði KR og HK en í þetta sinn tapaði ÍBV 2:1. Mark ÍBV skoraði Guðjón Ólafsson, sem er nú aftur kominn af stað eftir langvarandi meiðsli. Þá kepptu Eyjamenn einnig í […]

Einstakt tækifæri er framundan

Í dag er rétt tæp vika þar til kosið verður til stjórnlagaþings. Þrátt fyrir að ýmsir fjölmiðlar vilji gera lítið úr stjórnlagaþinginu og kosningum til þess er þessi tilraun engu að síður merkileg fyrir margar sakir. Í fyrsta skipti fær þjóðin með beinum hætti að taka þátt í því að móta nýja stjórnarskrá. Tækifærið er […]

Sárt tap gegn stjörnunni

Stelpurnar tóku á móti Stjörnunni fyrr í dag og fyrirfram var Stjarnan talin sterkari aðilinn. Eyjastúlkur komu mjög sterkar til leiks og var leikurinn í járnum allan tíman og leiddu Eyjastúlkur allan fyrri hálfleikinn og mestur fór munurinn í 4 mörk. Staðan í hálfleik var 11-10 ÍBV í vil. (meira…)

Vöfflur með handbolta

Í dag klukkan 13:00 tekur kvennalið ÍBV á móti Stjörnunni í N1 deild kvenna í handbolta og klukkan 15:00 tekur karlaliðið á móti Selfoss U. Stuðningskonur ÍBV ætla að bjóða áhorfendum upp á vöfflur á milli leikja, með ekta rjóma eins og sagt er á heimasíður ÍBV, www.ibvsport.is. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.