Ekki siglt meira til Landeyjahafnar í dag

Herjóflur siglir ekki meira til Landeyjahafnar í dag en skipið er statt í höfninni og siglir þaðan til Eyja klukkan 12:30. Síðdegis verður svo siglt til Þorlákshafnar og verður brottför frá Eyjum klukkan 15:15 og frá Þorlákshöfn 18:45. „Spár hafa breyst þannig að miklar líkur eru á að siglt verði á Þorlákshöfn á morgun líka,“ […]

Fer fram á öryggisúttekt

Elliði Vignisson, bæjarstjóri fer fram á það við Geir Gunnlaugsson, landlækni að gerði verði öryggisúttekt fyrir þjónustusvæði Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna boðaðra niðurskurðaraðgerða. Óskað er eftir því að gerð verði grein fyrir því hvaða áhrif boðaður niðurskurður kæmi til með að hafa á getu stofnunarinnar til að veita bráðaþjónustu, sem og almenna lækningaþjónustu, fæðingaþjónustu, gegna hlutverki […]

Herjólfur kominn á �??fésið�??

Í vikunni var sett upp Facebook síða fyrir Herjólf. Síðunni er ætlað að mæta að einhverju leyti auknum kröfum um aðgengi upplýsinga en allar fréttir sem fara inn á heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is verða settar inn á Facebook-síðuna. Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að á einum sólarhring hafi verið komnir 140 fylgjendur án þess að […]

Konukvöldi Hallarinnar frestað

„Því miður verðum við að fresta konukvöldinu þangað til í vor, forsala er ekki nógu mikil til að við getum treyst á að aðsókn væri næg til að standa undir kostnaði. En ballið með hljómsveitinni Í svörtum verður á laugardagskvöldið,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hallarinnar. (meira…)

Heiðraði fimm Eyjamenn

Fimm Eyjamenn voru heiðraðir á 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands um síðustu helgi, fyrir góð störf í þágu knattspyrnunnar. Gísli Magnússon og Viktor Helgason voru sæmdir gullmerki félagsins og þeir Sigurlás Þorleifsson, Heimir Hallgrímsson og Jón Ólafur Daníelsson voru sæmdir silfurmerki félagsins. (meira…)

�?sáttir við færslu ósa Markarfljóts

Skipulagsstofnun hefur ekki borist erindi frá Siglingastofnun um færslu ósa Markarfljóts vegna Landeyjahafnar. Að mati Skipulagsstofnunar er framkvæmdin tilkynningaskyld. Bóndinn á Seljalandi er ósáttur við að hafa ekki fengið upplýsingar um málið og óttast flóðahættu verði af framkvæmdinni. Samgönguráðherra samþykkti í gær þrjár tillögur Siglingastofnunar vegna framkvæmda við Landeyjahöfn. (meira…)

Byrjað að �??tyrfa�?? í fjölnota íþróttahúsinu

Nú er lokafrágangur hafinn á nýju fjölnota íþróttahúsi við Hásteinsvöll en í húsinu verður m.a. aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og hálfur knattspyrnuvöllur. Í morgun var hafist handa við að leggja gervigrasið en það er þýska fyrirtækið Polytan sem sér um verkið. Þrír Þjóðverjar komu sérstaklega til landsins til að leggja grasið en hingað komu þeir […]

Bingó í kvöld

Í kvöld klukkan 19.30 verður bingó í Týsheimilinu við Hamarsveg. Bingóið er hluti af fjáröflun krakka í 4. flokki handboltans hjá ÍBV sem stendur fyrir bingóinu en verið er að safna fyrir utanlandsferð flokkanna. Stefnan er tekin á þátttöku í Partille Cup í Svíþjóð í sumar en áætlað er að halda í það minnsta fjögur […]

Bæjarráð vill að Herjólfur sigli strax til �?orlákshafnar í vondu veðri

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málefni Landeyjahafnar á fundi sínum í dag og fagnaði tillögum Siglingastofnunar og samþykki ráðherra sem kynntar voru í gær. Bæjarráð leggur hins vegar til að þegar ófært er í Landeyjahöfn, sigli Herjólfur umsvifalaust til Þorlákshafnar en bíði ekki af sér veðrið. Ákvörðun um slíkt liggi þó hjá skipstjóra Herjólfs. Bæjarráð leggur […]

Stefnir í stórglæsilegt konukvöld

Það stefnir í stórglæsilegt konukvöld í Höllinni næstkomandi laugardag en dagskrá kvöldsins verður í hæsta gæðaflokki. Meðal annars mun Helgi Björnsson troða upp, Valgerður Guðnadóttir, ein af okkar bestu söngkonum, strákarnir í Svörtum fötum koma fram auk þess sem Jónína Ben og Sölvi Tryggvason kynna nýju bókina, Jónínu Ben, sem vakið hefur mikla athygli undanfarið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.