Siglt til �?orlákshafnar síðdegis í dag

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í dag þar sem óvissa er hvort hægt verði að sigla til Landeyjahafnar. Ferðin til Þorlákshafnar verður farin 15:15 frá Vestmannaeyjum og frá Þorlákshöfn klukkan 18:45. Ekkert verður því siglt til Landeyjahafnar í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. (meira…)

�?að er ófært, athuga seinna í dag

Á sínum tíma þegar maður átti pantað með flugi til eða frá Eyjum var nauðsynlegt að hringja til að athuga hvort flugfært væri. Þá var svarið gjarnan,því miður ófært en hafið samband aftur eftir tvo klukkutíma. Þannig þurftu Eyjamenn oft að bíða jafnvel dögum saman til að athuga hvort hægt væri að fljúga. (meira…)

Jeffsy með tvö í sigri á KR

ÍBV spilaði sinn annan æfingaleik í vetur gegn KR í Egilshöll. Það kom í hlut Ian Jeffs og Tryggva Guðmundssonar að skora í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Jeffsy aftur og kom ÍBV í 3-0. KR náði þó að minnka muninn í 3-2 áður en var flautað til leiksloka. Kaflaskiptur leikur hjá ÍBV í […]

Auka þarf áhrif kjósenda

Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína. Mig langar að útskýra eitt þessara atriða nánar hér. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. […]

Tillögurnar sýna að menn vilja halda Landeyjahöfn opinni

„Ég held að þessar tillögur Siglingastofnunar og samþykki ráðherra sýni svo ekki verður um villst að leggja á allt kapp á að vinna höfnina sem fyrst út úr byrjunarörðugleikunum og það er gleðilegt,“ sagði Ellið Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja þegar hann var spurður út í tillögur Siglingastofnunnar sem kynntar voru í dag. Hann segir m.a. að […]

Lögreglan biður ökumenn að sýna aðgát á slysstað

Lögreglan í Vestmannaeyjum beinir þeim tilmælum til ökumanna að aka ekki inn á slysavettvang nema með leyfi lögreglu. Þessi tilmæli gefur hún eftir umferðaróhapp á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegar fyrir tæpri viku síðan. Dæmi voru um að bifreiðum var ekið inn á slysavettvang meðan lögreglan var við störf þar. „Það gefur auga leið að meðan […]

Brynjar Gauti spilar með ÍBV næsta sumar

Brynjar Gauti Guðjónsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ÍBV. Brynjar Gauti er aðeins 18 ára gamall en skipaði engu að síður stórt hlutverk í liði Víkings frá Ólafsvík í sumar en Víkingar unnu 2. deildina með fáheyrðum yfirburðum og komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar. Brynjar átti fast sæti í byrjunarliðinu og […]

Hætt við því að snjórinn stoppi stutt við

Fyrsti snjór vetrarins í Vestmannaeyjum féll um ellefuleytið í gær. Aðeins bætti í snjóinn í nótt en þó ekki meira en svo að engin vandamál fylgdu snjónum, þ.e. ökumenn virtust ekki vera í vandræðum með að keyra um bæinn. Það er hins vegar hætt við því að snjórinn stoppi stutt við í þessari fyrstu atrennu, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.