Hugsanlega þarf að fella niður fyrri ferðir Herjólfs á morgun

Hugsanlega þarf að fella niður fyrstu tvær ferðir Herjólfs á morgun, þriðjudag en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila skipsins. Ástæðan er slæm ölduspá fyrir morgundaginn en samkvæmt sömu spá ættu aðstæður að vera í lagi síðdegis fyrir seinni tvær ferðirnar. (meira…)

Frábær stemmning á bikarleiknum

Það vantaði ekki stemmninguna á bikarleik B-liðs ÍBV og Hauka en rúmlega 400 manns fylgdust með viðureigninni og skemmtu sér konunglega, þrátt fyrir tíu marka tap heimamanna. Það var svo sem vitað að við ramman reip yrði að draga gegn sjálfum Íslands- og bikarmeisturunum en stuðningsmenn B-liðsins fögnuðu hverjum smásigri í leiknum vel og innilega. […]

Haukar komust yfir erfiða hindrun

Íslandsmeistarar Hauka fengu líklega meiri mótspyrnu en margir áttu von á þegar liðið sótti B-lið ÍBV heim í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. B-lið ÍBV er skipað eldri og reyndari leikmönnum sem flestir æfa ekki handbolta lengur en í liðinu mátti m.a. finna markvörðinn Sigmar Þröst Óskarsson, línumennina Svavar Vignisson, sem þjálfar kvennalið ÍBV og Erling Richardsson, […]

Fjórar sterkar til ÍBV

Nú rétt í þessu voru fjórir sterkir leikmenn að skrifa undir samning hjá kvennaliði ÍBV í knattspyrnu. Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Birna Berg, Danka Podovac og Vesna Smiljkovic. Þær Berglind, Danka og Vesna gera allar tveggja ára samning við ÍBV en Birna kemur í láni frá FH. Þær Berglind og Birna tengjast Eyjunum […]

Vignir tryggði ÍBV jafntefli með marki á lokasekúndunni

Eyjamenn geta prísað sig sæla með að hafa náð í stig gegn frískum Víkingum í dag þegar liðin áttust við í 1. deild karla í Eyjum. Víkingar voru mun sterkari lengst af í leiknum og í heildina litið áttu þeir skilið meira en bara eitt stig í dag. Eyjamenn náðu sér alls ekki á strik […]

ÍBV átti aldrei möguleika gegn Fram

Eyjastúlkur áttu aldrei möguleika gegn Fram í N1 deild kvenna en liðin áttust við fyrr í dag á heimavelli Framara. Heimaliðið vann með 24 marka mun, 41:17 en hálfleikstölur voru ansi óvenjulegar því þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði 19 mörkum á liðunum, staðan 22:3. Framliðið er ógnarsterkt í vetur en auk þess vantaði Renata […]

Býst við erfiðum leik fyrstu 10 mínúturnar

Á laugardaginn verður sann­kallaður stórleikur í 16-liða úrslit­-um Eimskipsbikarsins þegar B-lið ÍBV tekur á móti sjálfum Íslands­meisturum Hauka. Leikur liðanna fer fram í Eyjum og ætla Eyja­menn að tjalda öllu því til sem þeir eiga. Þannig munu þeir mæta til leiks aftur þeir Guð­finnur Kristmannsson og Erlingur Richardsson en nýjasta vopnið í vopnabúrinu er bolta­hrellirinn […]

Á frjálshyggja Miltons Friedmans enn við?

Næstkomandi laugardag klukkan 11:00 verður áhugaverður laugardagsfundur í Ásgarði, en þá ætlar hann Kristján Andri Jóhannsson að vera með erindi um BA ritgerð sína ´Á Frjálshyggja Miltons Friedmans enn við?”. “ (meira…)

Ian Jeffs aftur til ÍBV

Ian Jeffs mun spila með knattspyrnuliði ÍBV að nýju næsta sumar. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag klukkan 17:00 á Hótel Cabin en um er að ræða samning út næsta tímabil. Jeffs er samningslaus og því þurfa Eyjamenn ekki að greiða krónu fyrir að fá miðjumanninn snjalla aftur í sínar herbúðir. Ian Jeffs kom […]

Ísfélagið 4. stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins

Ísfélag Vestmannaeyja er í 4. sæti yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins árið 2009, samkvæmt úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar. Vinnslustöðin eru 6. sæti. En stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er Samherji á Akureyri. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.