Eyjamenn taka á móti Víkingum á morgun

Eyjamenn munu á morgun laugardag leika gegn Víkingum í 1.deild karla, leikurinn fer fram klukkan 13:00. ÍBV er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 10 stig (4 sigrar-2 jafntefli- 0 töp) og ætlunin er að vera þar eftir þennan leik. Víkingar eiga sér glæsta sögu í íslenskum handknattleik. Á áttunda áratugnum voru þeir sannkallað […]
Veðurbækur Stórhöfða í níutíu ár

Norræna skjaladaginn ber í ár upp á laugardaginn 13. nóvember. Að þessu sinni er þema skjaladagsins Veður og veðurfar sem er sameiginlegt norrænt þema. En opinberu skjalasöfnin á Norðurlöndunum hafa kynnt starfsemi sína með árlegum kynningardegi, annan laugardag í nóvember, síðan árið 2001, og norræni skjaladagurinn er því tíu ára á þessu ári. (meira…)
Pakka bleikju í Eyjum í fyrsta sinn

„Við tökum á móti tonni af bleikju sem verður unnin í frystihúsi Godthaab,“ sagði Hlynur Sigmarsson hjá Oceanus Gourmet þegar hann var spurður út í bleikjufarm sem Guðmundur Adólfsson, athafnamaður, sendi til Eyja á miðvikudag. (meira…)
Lentu í bílveltu á Suðurlandsvegi

Sigurður Þ. Jónsson sat þjóðfundinn á laugardag en hann og kona hans, Elín Egilsdóttir, lentu hins vegar í óskemmtilegri reynslu á leiðinni frá Landeyjahöfn til Reykjavíkur á föstudeginum. „Við vorum komin vestur fyrirVegamót þegar bíllinn lenti á hálkubletti með þeim afleiðingum að hann fór að skauta til og fór svo eina og hálfa veltu og […]
Fiskur og aftur fiskur

Nú er fimmtudagur og þá landa alltaf margir í Eyjum. Bergur, Frár, Bergey, Brynjólfur, Suðurey, Álsey, Guðrún Guðleifsdóttir og Glófaxi. Sæmilegt hjá flestum en þó ekkert mok enda komið haust á þessu nema á síldinni. Þar ganga menn nánast þurrum fótum í Breiðafirðinum. Ísfélagið vinnur síld á vöktum og sendir bolfiskinn til vinnslu á Þórshöfn. […]
Alfræðisafn Vestmannaeyja er á Heimaslóð

12. nóvember næstkomandi eru fimm ár síðan vefurinn www.heimaslod.is var formlega opnaður. Hugmyndafræði vefsins byggir á Wikipedia alfræðiorðabókinni og má segja að Heimaslóð sé Alfræðisafn Vestmannaeyja sem sérhæfir sig í upplýsingum um Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga. Nú þegar eru komnar yfir 3.800 greinar um fólk, náttúru og sögu Eyjanna. Í tilefni afmælisins verður myndasýning á yfir […]
Nægt dýpi í Landeyjahöfn

Skipstjóri á Herjólfi segir að Landeyjahöfn sé orðin nógu djúp fyrir siglingar skipsins. Eftir dýpkun í höfninni síðasta sólarhringinn sé dýpi hennar um átta metrar þar sem það er minnst, sem er nægjanlegt fyrir Herjólf sem ristir rúmar fjóra metra. Þrátt fyrir norðanhvassviðri á Suðurlandi hefur Herjólfur siglt um Landeyjahöfn í morgun. (meira…)
Kaupum ekki fasteignirnar til baka nema það sé skýr ávinningur fyrir Vestmannaeyjabæ

Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar og stjórnarmaður í Fasteign segir að til þess að Vestmannaeyjabær sé til í að skoða breytingar á félaginu þurfi að vera skýr ávinningur fyrir bæjarfélagið. Öllu starfsfólki Fasteignar var sagt upp og ríkir óvissa um félagið samkvæmt Viðskiptablaðinu. Alls leigir Vestmannaeyjabær níu fasteignir af Fasteign og greiðir fyrir það um 11,5 […]
�?llu starfsfólki Fasteignar sagt upp

Öllu starfsfólki Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hefur verið sagt upp störfum. Á sínum tíma seldi Vestmannaeyjabær Fasteign nokkrar af fasteignum í eigu bæjarins og gerðist um leið einn af eigendum félagsins. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar situr í stjórn félagsins en samkvæmt Viðskiptablaðinu ríkir mikil óvissa um framtíð félagsins þar sem leigutakar hafi ekki getað greitt fulla leigu, […]
Á Hásteinsvelli forðum

Fyrir margt löngu var ég staddur á Hásteinsvelli og fylgdist með eyjamönnum taka á móti Val. Nístingsrok og kuldi gerði að verkum að áhorfendur sátu kyrrir í bílum sínum í ofanbrekkunni. Opnaði ég rúðuna og hvatti mína menn, þ.e.a.s. valsmenn. Var ég strax litinn óhýru auga og mætti bendingum og bauli. Þegar staðan var orðin […]