Um 8500 Sunnlendingar mótmæla boðuðum niðurskurði í heilbrigðismálum á Suðurlandi

Mjög góð þátttaka hefur verið í undirskriftasöfnun á Suðurlandi þar sem mótmælt er stórfelldum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála sem boðaður er á Suðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011. Jafnframt er skorað á ríkisstjórn og Alþingi að koma í veg fyrir lokun sjúkrahúsanna á Selfossi, Vestmannaeyjum og á Höfn sem leiða muni af niðurskurðinum, […]

Höfum ekki lagt það til að loka Landeyjahöfn

Guðmundur Pedersen, hjá innanlandsdeild Eimskips segir að Eimskip hafi ekki lagt það til að loka Landeyjahöfn. Fundur í dag hafi ekki snúist um tillögur í þá áttina heldur hafi Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs verið að óska upplýsinga um dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn í vetur. (meira…)

�?að á að vinna úr erfiðri stöðu Landeyjahafnar en ekki bara hætta við

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að ekki hafi verið rætt við Vestmannaeyjabæ um að loka Landeyjahöfn tímabundið. „ Þvert á móti höfum við verið að beina því til hlutaðeigandi hvernig hægt er að vinna sig í gegnum þennan tíma þar til öflugra dýpkunarskip kemur til landsins. Auðvitað gengur þetta ekki eins og nú er. […]

Landeyjahöfn lokað?

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hafa skipstjórnendur Herjólfs, í samráði við Eimskip, lagt það til að Landeyjahöfn verði lokað þar til að aðstæður við höfnina lagist. Fundur um tillöguna stendur nú yfir en ekki hefur náðst í fulltrúa Eimskips eða Siglingastofnunar. Dýpi við hafnarmynnið minnkaði um heila tvo metra á aðeins einum sólarhring í vikubyrjun en dýpkunarskipið […]

Tveir nýjir þjálfarar í fótboltanum

Fyrir skömmu gengu til liðs við þjálfarateymi ÍBV tveir þjálfarar þeir Richard Scott sem kemur frá Newcastle og Óskar Rúnarsson frá Keflavík og hafa þeir þegar hafið störf. Við hjá ÍBV óskum þeim velfarnaðar í starfi og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Sjá má þá félaga á myndinni gera bolta klára fyrir næstu æfingar […]

Taka á móti Haukum í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Haukum í 16 liða úrslitum Eimskips bikarkeppninnar en leikur liðanna hefst klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Eyjastúlkur eiga harma að hefna því Haukar unnu ÍBV í leik liðanna í Íslandsmótinu í Eyjum á dögunum 27:29. (meira…)

Mikilvæg skref að nýjum þjóðarsáttmála

Um síðustu helgi komu nær eitt þúsund fulltrúar þjóðarinnar saman til þess að ræða um undirbúning nýrrar stjórnarskrár. Mjög afdráttarlaus krafa um nýja stjórnarskrá hefur verið ein meginkrafa almennings í landinu frá því að efnahagskreppan hófst. Eins og allir vita verður kosið til stjórnlagaþings innan tíðar þar sem gera á tillögur um nýja stjórnarskrá. Þjóðfundurinn […]

Hermann kom inn á fyrir Kanu

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth voru nálægt því að vinna sigur á toppliði Queens Park Rangers í ensku b-deildinni í gærkvöld. Tommy Smith tryggði QPR jafntefli með því að skora úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. (meira…)

Lögregla minnir á endurskinsmerkin

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og þurfti lögregla ekki að hafa teljanleg afskipti af gestum staðanna. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða. Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á […]

Opnað fyrir netbókanir Herjólfs

Í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem send var til fjölmiðla klukkan 9:25 í morgun er greint frá því að nú sé aftur hægt að bóka í ferðir Herjólfs á netinu. Þegar hins vegar farið er inn á bókunarsíðu Herjólfs núna, tveimur klukkustundum eftir að tilkynningin var send út, birtist tilkynning á síðunni þar sem greint er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.