Rautt eða ekki?

Eyjamenn eru ósáttir við dómgæsluna í lokakafla viðureignar ÍBV og HK í N1 deild kvenna um síðustu helgi. ÍBV hafði af miklu harðfylgi snúið nánast töpuðum leik í jafnan og spennandi leik og voru yfir 27:26 þegar rétt um mínúta var eftir. Hornamaður HK fór inn úr horninu í næstu sókn gestanna en Renata Horvath, […]
Herjólfur siglir ekki í kvöld

Herjólfur siglir ekki síðustu ferð sína í kvöld en samkvæmt áætlun átti skipið að fara frá Eyjum klukkan 20:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 21:30. Í fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram að mikil hreyfing sé í innsiglingu Landeyjahafnar. (meira…)
Vignir braut 200 marka múrinn

Þegar ÍBV sigraði FH-u núna á laugardaginn náði Vignir Stefánsson merkum áfanga. Mark hans nr. 4 í leiknum var mark númer 200 fyrir ÍBV. Vignir hefur leikið 74 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 205 mörk sem þýðir 2,77 mörk í leik. Hann hefur á þessu tímabili leikið 6 leiki og skorað í þeim […]
Sunnlendingar afhenda ráðherrum undirskriftalista gegn niðurskurði

Mikill kraftur og samhugur er meðal Sunnlendinga í baráttunni gegn blóðugum niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni. Undanfarna daga hefur verið safnað undirskriftum meðal íbúa á Suðurlandi undir mótmælaskjal þar sem áformuðum niðurskurði er mótmælt og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að sjúkrahúsunum á Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn verði ekki lokað eins og ætlunin […]
Bæjarstjóri ekki sáttur við upplýsingagjöf í tengslum við Herjólf

Eins og komið hefur fram sigldi Herjólfur ekki klukkan 10:30 í morgun eins og áætlun gerir ráð fyrir vegna ölduhreyfinga og óhagstæðrar sjávarstöðu. Talsverð óánægja hefur verið með upplýsingagjöf til farþega en Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist hafa komið á framfæri þeirri óánægju til viðkomandi aðila. „Já ég hef fyrir nokkru farið fram á úrbætur og […]
�?rettándagleðin verður föstudaginn 7. janúar

Komin er nokkurra ára hefð fyrir því að halda þrettándagleði Vestmannaeyja um helgi. Þetta hefur gefist vel og er hátíðin farin að lokka aukin fjölda gesta til Eyja til ánægju og hagsbóta fyrir hátíðina og samfélagið allt. Með samgöngum um Landeyjahöfn gefast enn á ný aukin tækifæri. Næstkomandi Þrettándagleði verður haldin föstudaginn 7. janúar 2011. […]
Herjólfur siglir ekki 10:30

Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að Herjólfur muni ekki sigla til Landeyjahafnar 10:30 og frá Landeyjahöfn 12:30. Veður í Vestmannaeyjum þessa stundina er mjög gott en á Stórhöfða er meðalvindhraði 3 metra á sekúndu. Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi segir hins vegar að talsverð ölduhæð sé við Landeyjahöfn og í hádeginu er fjara. Því […]
Jákvæðni er valkostur

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja stöndum fyrir jákvæðri viku hjá stofnunum Vestmannaeyjabæjar dagana 8. til 12. nóvember nk. Hugmyndin er að æfa okkur í innihaldsríkum samskiptum. Öll erum við í miklum samskiptum við annað fólk bæði í vinnunni og utan hennar og til þess að samskiptin skili sem mestu þurfa þau að vera jákvæð. Við vitum […]
Barnshafandi kona sótt til Eyja

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 18:19 í kvöld við að sækja barnshafandi konu til Vestmannaeyja. Vegna veðurfræðilegra aðstæðna var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. (meira…)
Herjólfur siglir ekki í dag vegna veðurs

Vegna veðurs falla ferðir Herjólfs niður í dag . Reiknað er með að skipið fari samkvæmt áætlun í fyrramálið til Landeyjahafnar. (meira…)