Baráttustig hjá stelpunum

ÍBV og HK skildu jöfn í N1 deild kvenna í dag en liðin áttust við í Eyjum. Lokatölur urðu 27:27 en HK jafnaði úr víti þegar tæp mínúta var eftir. Það gaf hins vegar alls ekki rétta mynd af gangi mála í leiknum í dag því HK var nánast með leikinn í hendi sér fyrstu […]

Eyjamenn einir í efsta sæti

Eyjamenn skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í handbolta með því að leggja ungmennalið FH að velli í Hafnarfirði í dag. Lokatölur urðu 27:28 en staðan í hálfleik var 12:15. Eyjamenn eru nú einir á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru búnar af mótinu með 10 stig en ÍR og Grótta koma næst […]

Landsliðið í gríni mætir

Hláturinn lengir lífið er yfirskrift skemmtikvölds sem Björgvin Rúnarsson stendur fyrir í Höllinni í kvöld, laugardag. Þar mætir landslið grínara með Ladda og Þorstein Guðmundsson fremsta meðal jafningja. Auk þeirra skemmta Freyr Eyjólfsson og strákarnir úr Mið- Íslandi sem hafa komið með ferska vinda inn í íslenskt uppistand. (meira…)

Þetta er alfarið mitt barn

Í gær opnaði í Vestmannaeyjum ný og glæsileg tískuvöruverslun, Salka við Bárustíg. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Bertha I. Johansen og Elliði Vignisson. Verslunarrýmið er svo til nýtt en húsnæðið, sem áður var tvískipt hefur fengið hressilega andlitslyftingu. Verslunin er öll hin glæsilegasta en blaðamaður Eyjafrétta ræddi við Berthu við opnun verslunarinnar. (meira…)

Efnilegasti Selfyssingurinn yfir til ÍBV

Nú stendur yfir blaðamannafundur á Hótel Cabin þar sem efnilegasti knattspyrnumaður Selfoss og einn af efnilegri leikmönnum landsins, Guðmundur Þórarinsson er að skrifa undir samning hjá ÍBV. Guðmundur gerir eins árs samning við Eyjamenn en hann lék 16 leiki með Selfyssingum í úrvalsdeild í sumar, skoraði eitt mark og fékk eitt gult spjald. Guðmundur lék […]

�?trúleg snilli

Vel þjálfað fólk getur gert ólíklegustu hluti. Myndbandið hér sýnir okkur ótrúlega snilli og fífldirfsku fólks víða að úr heiminum og sem eflaust er ekki að gera þetta í fyrsta skipti. (meira…)

Tölvuþjónusta sem Vestmannaeyjabær hefur keypt af einkaðilum hættir

Á fundi bæjarráð sl. miðvikudag, var samþykkt að auglýsa eftir kerfisfræðingi til starfa hjá Vestmannaeyjabæ til reynslu í 1 ár. Auk þess var bæjarstjóra falið að fjárfesta í búnaði til hýsingar gagna ásamt áhöldum og tækjum því tengdu. Þetta þýðir að þjónusta sem Vestmannaeyjabær hefur keypt af einkaaðilum í Eyjum hættir. (meira…)

Oddgeir, kvikmyndatónlist, jazz og jafnvel hörðustu rokkslagarar

Næskomandi laugardag 6. nóvember verða haldnir árlegir styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut. Viðburðurinn er liður í nótt safnanna eins og verið hefur undanfarin ár. Nafn tónleikanna kemur til af Styrktarfélagi Lúðrasveitar Vestmannaeyja en það er félagsskapur fólks sem lætur sér annt um Lúðrasveitina sína og styrkir hana árlega með föstu fjárframlagi. Sem þakklætisvott […]

Föruneyti GH í Kiwanis laugardagskvöld

Föruneyti GH, sem kemur fram í Kiwanis á laugardagskvöldið, var stofnað í nóvember á síðasta ári gagngert til þess að koma fram á þjóðlagahátíðinni, Reykjavik folkfestival sem haldin var á Kaffi Rosenberg í mars síðastliðnum. Þar á eftir hélt Föruneytið tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á menningarnótt og svo aðra á Kaffi Rosenberg í október. Föruneytið hefur […]

Kjartan skrifar undir þriggja ára samning

Hinn ungi og efnilegi Kjartan Guðjónsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið. Kjartan var lykilmaður 2. flokks félagsins sem hélt sæti sínu í B-riðli Íslandsmótsins í sumar en Kjartan getur spilað flestar stöður á vellinum. Eyjamenn eru nú byrjaðir að safna vopnum fyrir spennandi tímabil næsta sumar en samkvæmt heimildum Eyjafrétta verður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.