Reikna með 15 prósenta lækkun útvarstekna Vestmannaeyjabæjar, vegna óvissunar um stjórn fiskveiða

Í forsendum fyrir fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar árið 2011 sem var til umræðu í bæjarráði í gær, er gert ráð fyrir a.m.k. 15 prósent samdrætti í útvarstekjum bæjarins. „Þar ræður mestu sú staðreynd að pólitísk óvissa í sjávarútvegsmálum hefur dregið verulega úr þeim miklu sóknarfærum sem sú atvinnugrein gæti annars nýtt sér. Á meðan að yfir útgerðum […]
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn á morgun

Stefnt er að því að Herjólfur hefji á ný siglingar í Landeyjahöfn, á morgun, föstudag. Fyrsta ferðin kl. 7.30 verður til Þorlákshafnar og þaðan kl. 11.15. Eftir þá ferð hefast siglingar til Landeyjahafnar, samkvæmt áætlun fyrir þá höfn og verður fyrsta ferðin kl. 17.00 og til baka frá Landeyjahöfn kl. 18.30. Síðan um kvöldið eins […]
Skattur á landsbyggðina

„Þetta er ekkert annað en fyrirhugaður skattur á landsbyggðina sem mun veikja sjávarútveginn og þau byggðarlög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi og þar með gera lífskjörin verri í landinu enda virðist það vera einlægur ásetningur ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Við verðum samt að vona að skynsemin muni á endanum ná yfirhendinni hjá þeim sem stjórna […]
Opnar Landeyjahöfn fyrir helgi?

Samkvæmt nokkuð áræðanlegum heimildum hefur stefnan verið sett á að opna Landeyjahöfn fyrir helgi. Dæluskipið Perlan er nú á leið til Landeyjahafnar en Perlan beið af sér óveðrið í Þorlákshöfn. Ölduhæð er þó enn of mikil en öldudufl við Landeyjahöfn sýnir 1,6 metra ölduhæð. Hún fer hins vegar lækkandi en Perlan getur ekki dælt upp […]
Fyrningarleiðin er hafin

Aðalfundur LÍÚ sem haldinn var í Reykjavík 28. og 29. október 2010 mótmælti harðlega hugmynd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að taka fyrirhugaða aukningu aflaheimilda í þorski, ýsu, gullkarfa, ufsa og síld af útgerðum og selja þær öðrum. Fréttir leituðu eftir viðbrögðum forsvarsmanna stærstu útgerðarfélaganna í Eyjum þ.e. Vinnslustöðvar og Ísfélagsins um hvaða þýðingu það hafi […]
Upphafskvóti í síld ákveðinn 40.000 tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað að þessu sinni. Er það til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 15. október 2010. Ákvörðunin er tekin í framhaldi af nýrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar þar […]
Glæsileg dagskrá á Safnahelgi í Eyjum

Nú liggur fyrir endanleg dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum en Safnahelgi er haldin sameiginleg um allt Suðurland. Setning hátíðarinar fer fram í Stafkirkjunni á föstudag kl. 18:00 en eftir það tekur hver dagskrárliðurinn við á fætur öðrum. M.a. sýnir Eyjamaðurinn Erlendur Bogason ljósmyndir og kvikmyndir teknar neðansjávar, Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Konung ljónanna, rithöfundar lesa úr verkum […]
Arnór Eyvar framlengdi um tvö ár

Miðjumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson skrifaði nú í dag undir nýjan tveggja ára samning hjá ÍBV. Eyjamenn eru nú að vinna að því að tryggja sér áframhaldandi starfskrafta þeirra sem léku með liðinu í sumar en Anton Bjarnason skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning. Arnór hefur alla tíð verið í herbúðum ÍBV og oftar en […]
Konukvöld Volare á fimmtudaginn

Nú er komið að enn einu konukvöldi Volare en þetta er fjórða árið í röð sem slíkt kvöld er haldið. Að þessu sinni verður konukvöld Volare í verslun fyrirtækisins að Vesturvegi 10 fimmtudaginn 4. nóvember frá kl. 20-22. Eins og áður verður margt um að vera. Boðið verður upp á kynningu á Volare, og munu […]
Daði Steinn í 2. – 3. sæti

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót drengja og stúlkna í Reykjavík. Tveir strákar frá Taflfélagi Vestmannaeyja tóku þátt í mótinu, þeir Daði Steinn Jónsson og Kristófer Gautason. Daði Steinn gerði sér lítið fyrir og varð í 2.-3. sæti í mótinu en hann og Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri voru jafnir með sjö vinninga hvor. En […]