Fimm ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna

Það voru ýmis verkefni sem komu inn á borð lögreglu í vikunni en engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór ágætlega fram og fá útköll í tengslum við skemmtanahald helgarinnar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að hann væri undir áhrifum ávana- og fíkniefnum við aksturinn. Er þetta fimmti ökumaðurinn á einni viku […]
�?líklegt að hægt verði að opna Landeyjahöfn í vikunni

Ekkert hefur verið hægt að dæla upp sandi við Landeyjahöfn síðan í gærmorgun. Eins og kom fram hér á Eyjafréttum var rörinu, sem brotnaði af dæluskipinu Perlunni í síðustu viku, náð upp á laugardag en rörið hamlaði því að hægt væri að opna höfnina. Eftir að rörið var komið upp þurfti um það bil sólarhing […]
Hvassviðri í Eyjum

Nú er hvassviðri í Eyjum en vindur á Stórhöfða er 25 metrar á sekúndu en mestu hviður fara upp í 31 metra á sekúndu, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Talsverður munur er hins vegar á vindhraða á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ en þar er 14 metrar á sekúndu og mestur vindur fer upp í 21 metra. […]
Rörið komið upp úr

Nú rétt í þessu var verið að ná dælurörinu upp úr sjávarbotninum við Landeyjahöfn en þar hefur rörið verið í rúma viku eftir að rörið brotnaði þegar unnið var að dýpkun við hafnarmynni Landeyjahafnar á dæluskipinu Perlunni. Ekki var talið ráðlegt að opna höfnina fyrr en rörið væri komið upp en óstaðfestar fregnir herma að […]
Fóru út á ystu nöf

Það má segja að blóð, sviti og tár hafi runnið í íþróttamiðstöðinni í dag, þó aðallega sviti en í dag fór þar fram síðasta mótið í Intersport Þrekmeistaramótinu 2010, svokallað 5×5 mót. Alls vorum keppendur á annað hundrað en keppt var í einstaklingskeppnum karla og kvenna, liðakeppnum og parakeppni. Keppendur fóru út á ystu nöf […]
Eyjamenn komnir í annað sætið

Karlalið ÍBV í handbolta er komið í annað sæti 1. deildar Íslandsmótsins eftir laglega útisigur gegn Fjölni í dag. Lokatölur urðu 21:31 en staðan í hálfleik var 8:15. Með sigrinum komust Eyjamenn aftur upp í annað sæti deildarinnar en þrjú lið eru nú með jafn mörg stig í efstu þremur sætunum, Stjarnan, ÍBV og ungmennalið […]
Tonny Mawejje á reynslu hjá Molde

Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV og landsliðsmaður Úganda, er þessa dagana við æfingar hjá norska liðinu Molde FK. Tonny hefur verið lykilmaður hjá ÍBV síðan hann kom til landsins árið 2009 en hann hefur yfirleitt spilað hægra megin á miðjunni. (meira…)
Jón og �?lafur á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag

Sjálfstæðismenn halda sinn venjulega laugardagsfund í Ásagarði í dag kl. 11.00. Að þessu sinni eru gestir fundarins tveir af framkvæmdastjórum Vestmannaeyjabæjar, Jón Péturssson og Ólafur Snorrason. Munu þeir ræða þá málaflokka sem snúa að þeim í rekstri Vestmannaeyjabæjar, þ.e. félagsmálasvið og framkvæmdasvið. Fundurinn er öllum opinn og kaffi og meðlæti á boðstólum (meira…)
Stóðu sig vel þrátt fyrir tap

Nú rétt í þessu lauk spurningaþætti RÚV, Útsvari en þar öttu kappi Vestmannaeyjar og Reykjavík. Eftir ansi jafna keppni þar sem Reykvíkingar höfðu frumkvæðið lengst af, höfðu Reykvíkingar betur 77:90. Þó er ekki öll nótt úti enn því Vestmannaeyjar er sem stendur þriðja stigahæsta tapliðið en fjögur stigahæstu tapliðin fara áfram. (meira…)
Anton skrifar undir þriggja ára samning

Kantmaðurinn efnilegi Anton Bjarnason, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnulið ÍBV. Anton kom við sögu í fimm leikjum ÍBV í sumar en Anton lék sumarið 2009 með KFS í 3. deild auk þess að leika nokkra leiki með ÍBV en hann lék 10 leiki með KFS og skoraði sjö mörk. Anton […]