Hjónaballi frestað

Hjónaballinu, sem fyrirhugað var að halda í Alþýðuhúsinu á laugardaginn hefur verið frestað. Áætlað er að halda ballið eftir áramót en það var hljómsveitin Obbó-síí sem stendur fyrir uppákomunni. (meira…)

ÍBV mætir Haukum

Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslitum Eimskipsbikar karla og 1. umferð Eimskipsbikar kvenna. ÍBV átti tvö lið í pottinum, kvennaliðið og B-lið karla. Karlarnir fá verðugt verkefni því ÍBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka, líklega stórleikur umferðarinnar. Í kvennaflokki fengu Eyjastúlkur einnig heimaleik og eins og karlarnir, taka þær á móti Haukum en […]

Grískt kvöld á Vinaminni

Í kvöld klukkan 21.00 verður grískt kvöld á Vinaminni. Þar verða leikin lög eftir Mikis Teodorakis, sem m.a. átti lögin í kvikmyndinni Zorba. Sólveig U. Ragnarsdóttir syngur og Guðmundur H. Guðjónsson verður á píanóinu. Ókeypis inn. (meira…)

Líkn hefur leitað lögfræðiálits vegna gjafa til Heilbrigðisstofnunarinnar

Kvenfélagið Líkn hefur nú leitað lögfræðiálits um eignarhald á tækjabúnaði sem það hefur gefið Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins en leitað er eftir lögfræðiálitinu vegna niðurskurðaráforma sem gætu leitt til lokunar skurðstofu. Alls hefur Kvenfélagið Líkn gefið fyrir um 14 milljónir síðustu tvö ár. Í gær afhenti Líkn stofnuninni þrjú tæki, öndunarvél, […]

Eyjapeyjar og pæjur frá ÍBV á landsliðsæfingum

Ungmennalandslið KSÍ æfa um helgina og þar verður Sóley Guðmundsdóttir á ferðinni með U-19 liðinu og Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafasdóttir verða með U-17 landsliðinu. Óskar Elías Zoega Óskarsson var einnig um síðustu helgi boðaður á úrtaksæfingar U-17 landsliði KSÍ. (meira…)

Nunnurnar í Hafnarfirði meðal stærstu viðskiptavina

Þau leiðu mistök urðu við vinnslu vikublaðsins Frétta að vitlaust eintak af viðtali við Svein Pálmason, forstöðumanns Kertaverksmiðjunnar Heimeyjar. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum en hér að neðan má finna réttu útgáfu viðtalsins. Þar segir Páll m.a. að nunnurnar í Hafnarfirði séu meðal stærstu viðskiptavina Kertaverksmiðjunnar. (meira…)

�?arf sólarhring í dýpkun

Staðan í Landeyjahöfn er sú að Perlan getur vonandi hafið dýpkun á morgun en þó aðeins innan hafn­ar. Ef ölduspá gengur eftir getur dýpk­un í hafnarmynni og utan hafnar­innar hafist seinnipartinn,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastonfnun þegar rætt var við hann í dag, miðvikudag. (meira…)

Hægt að bóka kojur að nýju

Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gær hefur ekki verið hægt að panta kojur í Herjólfi fyrir siglingar til Þorlákshafnar. Eina leiðin til að fá koju hefur verið að mæta tímanlega fyrir brottför í afgreiðslu skipsins og reyna komast yfir koju. Þetta hefur haft í för með sér mikla örtröð við afgreiðslu […]

Dæmdur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndarnefndar

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða óskilorðbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndar Vestmannaeyjarbæjar sem var þá við skyldustörf. Hann nálgaðist starfsmanninn ógnandi í framkomu og með kreppta hnefa og hafði í frammi skipanir um að vera ekki að skipta sér af hans málum. […]

Ekkert dýpkað og rör enn fast

Ekki hefur verið dýpkað í Landeyjahöfn frá því á sunnudag en tvö dæluskip voru að störfum þar um helgina. Notast var við vararör á dýpkunarskipinu Perlu eftir að stór hluti aðalrörsins festist í botni hafnarinnar fyrir helgi. Árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að ná þeim hluta rörsins upp aftur. Nú er þess beðið að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.