Ekkert siglt upp í Landeyjahöfn fyrr en í næstu viku

Vegna framgangs við dýpkunar við Landeyjahöfn og veðurspá fyrir svæðið, eru afar litlar líkur á því að dýpkunarframkvæmdum ljúki fyrr en í næstu viku. Því ólíklegt að Herjólfur sigli milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrr en í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Herjólfs í gær. (meira…)

Vilja reisa upplýsingamiðstöð við Landeyjahafnarveg en fá ekki

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur hafnað umsókn félagsins Friendly Iceland ehf. um aðstöðu við veginn niður að Landeyjahöfn. Fram kemur á vef Sunnlenska, að félagið hugðist reisa upplýsingamiðstöð við hringtorg, sem skilur Landeyjarhafnarveginn frá þjóðvegi 1. (meira…)

Borgarafundur í átakinu Stöðvum einelti

Í kvöld klukkan 20:00 verður haldinn borgarafundur í átakinu Stöðvum einelti í Kiwanishúsinu. Það eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT sem standa að fundinum´i samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila. Fundirnir eru haldnir á 11 stöðum hringinn í kringum […]

Fjölnotahúsið að taka á sig endanlega mynd

Nú er loka spretturinn hafinn í frágangi fjölnota íþróttahúss sem nú er risið vestan megin við Týsheimilið. Gera má ráð fyrir að æfingar geti hafist í lok næsta mánaðar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil lyftistöng húsið verður fyrir allt íþróttastarf hér í Eyjum. Þegar að ljósmyndara ÍBV bar að garði nú síðasta föstudag […]

Reyna að blekkja lögreglu með röngum skoðunarmiðum

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið og um helgina. Enn og aftur var haft afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna enda hefur orðið töluverð fjölgun í þessum málaflokki á árinu. Nokkur erill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og eitthvað um pústra […]

Ekki of vont veður fyrir Herjólf

Fyrir skömmu barst Eyjafréttum tilkynning þess efnis að Herjólfur sigli ekki síðari ferð sína í dag. Það er rétt en ástæða þess var sögð vegna veðurs í tilkynningunni frá Eimskip, sem rekur ferjuna. Einhver misskilningur virðist hafa orðið hjá Eimskip því ferðin var felld niður vegna þess að þernur um borð gengu í land til […]

Safna undirskriftum fyrir sjúkrahúsin á Suðurlandi

Fyrr í þessum mánuði var myndaður hópur sem stóð fyrir samstöðufundi fyrir utan Hótel Selfoss til stuðnings við sjúkarhúsin á Suðurlandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárlögum 2011. Á annað þúsund íbúar á Suðurlandi mættu á fundinn þar sem málefnið var kynnt. Nú hefur sami hópur hrint af stað undirskriftarsöfnun meðal Sunnlendinga þar sem skorað er […]

Herjólfur siglir ekki seinni ferð

Herjólfur siglir ekki seinni ferð sína til Þorlákshafnar í dag vegna veðurofsans. En mikið hvassvirði er í Eyjum og hviður upp í 40 m/s á Stórhöfða. Veðrið á að ganga niður í kvöld og nótt, þannig gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar samkvæmt áætlun í fyrramálið (meira…)

�?orum, getum, viljum

Alþýðusamband Íslands, BSRB, Bandalag háskólamenntaðra, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum hvetja konur til að leggja niður störf klukkan 14.25 í dag í tilefni að kvennafrídeginum 24. október. Skipulögð dagskrá verður í Reykjavík og baráttufundur hefst klukkan 15.00 en engar fregnir eru af skipulagðri dagskrá hér í Eyjum. (meira…)

Leggjum styrkari stoðir undir íslenskt samfélag

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings með það að markmiði að styrkja undirstöðu íslensks samfélags. Stjórnarskráin leggur gruninn að Íslensku samfélagi sem ég vil þróa í átt að aukinni þátttöku almennings í stjórn landsins, skýrari stjórnskipan, valdheimildir og ráðstöfunarrétt forseta, ráðherra og þingmanna sem og gera Íslands að landi mannréttinda og friðar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.