Frábært að fá Hermann til baka

Steve Cotterill knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Portsmouth fagnar mjög endurkomu Hermanns Hreiðarssonar en Eyjamaðurinn kom við sögu með liðinu í gær í fyrsta sinn í sjö mánuði þegar það lagði Hull á útivelli. (meira…)
Enn óljóst með Landeyjahöfn

Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Herjólfs um hvenær siglingar hefjast að nýju frá Landeyjahöfn. Nýjustu upplýsingarnar um ferðir skipsins á vefsíðunni eru frá 13. október og þar segir að afar litlar líkur séu á því að framkvæmdum við dýpkun hafnarinnar ljúki fyrr en viku síðar og að þá muni siglingar hefjast frá höfninni […]
Jafnt hjá strákunum gegn Gróttu

Strákarnir gerðu jafntefli gegn Gróttu nú síðdegis. Leikurinn byrjaði heldur illa og voru Gróttu menn mun sterkari á fyrstu mínútunum. Arnar Pétursson þjálfari tók þá leikhlé og þá breyttist leikur liðsins og söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot Gróttu manna. Staðan í hálfleik var 10-12 Gróttu í vil. Allt annað lið ÍBV mætti til […]
Tveir leikir í dag

Í dag leika handknattleikslið ÍBV tvo leiki. Kvennalið félagsins tekur á móti Haukum í N1-deildinni klukkan 13:00 og karlaliðið tekur á móti Gróttu kl. 15:00 í 1. deildinni. Báðir leikirnir eru mikilvægir, ÍBV og Haukar gætu verið í baráttu um sömu sætin í N1 deildinni en Haukar höfðu betur gegn Eyjastúlkum í æfingaleik fyrir mótið. […]
Stendur við fyrri orð um dælubúnað

Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir það ekki rétt sem kom fram í hádegisfréttum að dælubúnaður í Landeyjahöfn sé ekki hagkvæm lausn. Það sem fréttamaður hafi haft eftir sér um óhagkvæmni eigi eingöngu við færanlegan dælubúnað í sjó. Annað gildi um fastan dælubúnað, sú lausn sé mun einfaldari eins og kom fram í gömlu […]
Fyrsta síldin kom til Eyja í morgun

Fyrsta síldin þetta haustið kom til Eyja í gærkvöldi en þá kom Sighvatur Bjarnason VE með um 200 tonn af síld sem var landað hjá Vinnslustöðinni. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndarí kíkti við hjá strákunum á Sighvati en þeir sögðust hafa fengið síldina um klukkustundar siglingu austan við Vestmananeyjar. (meira…)
Ragnheiður Elín á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna

Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi verður gestur laugardagsfundar Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. Fundurinn hefst klukkan 11:00 í húsnæði flokksins, Ásgarði en í fréttatilkynningu segir að orðið verði nokkuð laust enda nógu af taka í málefnum líðandi stundar. (meira…)
Fastur dælubúnaður ekki hagkvæmur

Fastur dælubúnaður í Landeyjahöfn er ekki hagkvæm lausn, segir forstöðumaður hjá Siglingastofnun. Fyrir hálfu ári sagði hann kostnaðinn við slíka lausn ekki vera mikinn. Nýtt dæluskip hóf dælingu í nótt eftir að dýpkunarrör festist í botni hafnarinnar í gær. (meira…)
Heimir framlengdi um eitt ár

Nú í hádeginum skrifaði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV undir samning þess efnis að þjálfa meistaraflokkslið félagsins áfram. Fyrri samningur Heimis við ÍBV er framlengdur um eitt ár en Heimir hefur byggt upp sterkt lið hjá ÍBV sem endaði í þriðja sæti í Íslandmótinu í sumar. (meira…)
Herjólfur siglir á morgun til �?orlákshafnar

Vonir manna um að Herjólfur myndi sigla upp í Landeyjahöfn um helgina dvínuðu mjög eftir að rör sanddæluskipsins Perlunnar festist í gær. Útséð er með að Herjólfur sigli í Landeyjahöfn á morgun, laugardag en ekki er búið að taka ákvörðun með sunnudaginn. Dæluskipið Sóley er nú við Landeyjahöfn að dæla upp sandi. (meira…)