�?happ við dýpkun við Landeyjahöfn

Undanfarna sólarhringa hefur dýpkunarskipið Perlan unnið að dýpkun við Landeyjahöfn. Var reiknað með að hægt væri að opna höfnina fyrir Herjólf um helgina. Það óhapp varð hinsvegar að mikið efnisfarg neðansjávar hrundi yfir dælurör skipsins og festi það. Þessa stundina er unnið að því að ná rörinu upp og ætti á morgun að vera ljóst […]
Tilboðin talsvert yfir kostnaðaráætlun

Nú rétt fyrir hádegi voru opnuð tilboð í viðhaldskýpkun Landeyjahafnar. Alls bárust tilboð frá sex fyrirtækjum, þar af tveimur innlendum. Kosntaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 245,5 milljónir íslenskra króna en öll tilboðin sem bárust voru talsvert yfir þeirri upphæð. Lægsta tilboðið átti Íslenska Gámafélagið upp á 325,8 milljónir króna en Björgun ehf, skilaði inn frávikstilboði […]
Nú bíða menn eftir Suðurlandssíldinni

Skip Ísfélagsins eru um það bil að ljúka veiðum á norsk-íslensku síldinni en stærsti hlutinn fór í vinnslu til manneldis hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri, segir að nú bíði menn eftir heimasíldinni sem næsta verkefni fyrir skipin. Hér heima hefur verið unnið í bolfiski síðan í ágúst eða frá því að vinnslu á […]
Finnst þetta mjög spennandi

Boðað hefur verið til þjóðfundar þann 6. nóvember. Lög um stjórnlagaþing, nr. 90/2010, kveða á um að fulltrúar á þjóðfundi skuli vera um 1000 talsins en þeir eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Miðað er við að fulltrúarnir eigi kosningarétt til stjórnlagaþings og lögheimili á Íslandi og úrtakið á að endurspegla eðlilega búsetu- og kynjaskiptingu. […]
Aukin arðsemi og að gera heiminn skemmtilegri

Úthlutað hefur verið styrkjum fyrir árið 2010 sem Vaxtarsamningur Suðurlands úthlutar. Alls bárust 22 umsóknir og hlaut helmingurinn styrki, samtals 20 milljónir sem í boði voru. Tvö verkefni í Vestmannaeyjum hlutu styrki. Hið fyrra, Aukin arðsemi hrognavinnslu með aukinni skynjara- og upplýsingatækni fékk 3 milljónir króna og hið seinna, Margmiðlunartorg, fékk 2,5 milljónir króna. (meira…)
Hefur áhyggjur af því að stjórnarskrá verði breytt í flýti eða reiði

Tryggvi Hjaltason býður sig fram til stjórnalagaþings. Helsta ástæða þess að hann býður sig fram er sú að hann hefur áhyggjur af því að góðri stjórnarskrá sem nú er við lýði, verði breytt í flýti eða reiði. „Það hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að bankahrundið eða önnur stórvandamál okkar Íslendinga megi rekja til […]
�?tvegsbændafélag Vestmannaeyja 90 ára

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar í dag 90 ára afmæli félagsins en stjórn ÚV kom saman í morgun. Félagið var stofnað 20. október 1920 en saga félagsins hefur verið gefin út á þessum tímamótum. Sigurgeir Jónsson sá að miklu leyti um verkið en auk þess tók Benedikt Gestsson blaðamaður allmörg viðtöl. En þrátt fyrir gleðina yfir afmælinu […]
Viðræður standa yfir við Heimi

Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á þjálfara knattspyrnuliðs ÍBV en samningur Heimis Hallgrímssonar, sem hefur stýrt Eyjamönnum síðustu ár, rann út eftir sumarið. Heimir er í fríi erlendis en Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar segir að viðræður standi yfir við Heimi. „Við sendum Heimi út með samning í fararteskinu sem hann er að […]
ÍBV tekur á móti Stál-úlfi

Körfuknattleikslið ÍBV tekur á móti Stál-úlfi í forkeppni Powerade bikarkeppninnar. Bæði lið leika í 2. deild Íslandsmótsins, í sitthvorum riðlinum að vísu en Stál-úlfur leikur sína heimaleiki í Kópavogi og eftir því sem næst er komist, er liðið að mestu skipa leikmönnum af erlendu bergi brotnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki í A-riðli 2. deildar, […]
Tímabundnar tafir í Landeyjahöfn

Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri skrifar grein á vef Siglingastofnunar en þar rekur hann undirbúning, smíði og stöðu Landeyjahafnar. Hermann segir m.a. að eitt meginmarkmiðið við framkvæmdina var að hönnun og gerð Landeyjahafnar yrði í sátt við náttúruna og ynni ekki gegn henni. Hermann segir jafnframt að núverandi staða sé tímabundin og að vísindalegar forsendur og innlend […]