Perlan byrjuð að dæla

Dæluskipið Perlan er byrjuð að dæla upp sandi við hafnarmynni Landeyjahafnar en skipið hélt úr höfn frá Vestmannaeyjum um sexleytið í morgun. Þegar þetta er skrifað sýnir öldudufl 1,2 metra ölduhæð við höfnina en Óttar Jónsson, skipstjóri Perlunnar segir aðstæður hentugar til að dæla upp sandi. Hann segir jafnframt að ástandi nú sé verra en […]

Lítil umferð um Landeyjarhöfn

Rúm 60 prósent áætlunarferða Herjólfs í Landeyjahöfn hafa fallið niður í september og októbermánuði. Höfnin hefur nú verið lokuð í rúmar þrjár vikur samfellt. Yfir 140 ferðum í Landeyjahöfn hefur verið aflýst það sem af september og októbermánuði samkvæmt upplýsingum frá Eimskip. Aðeins hluti þessara ferða hefur verið beint til Þorlákshafnar. Höfnin hefur nú verið […]

Allsber í framboði

„Þetta er bara húmorinn hjá okkur úti á sjó og ég ætla ekkert að fara fela það fyrir öðrum. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta, þetta var bara spaug,“ segir Sveinn Ágúst Kristinsson, 22 ára sjómaður frá Vestmannaeyjum sem býður sig fram til stjórnlagaþings. Það telst frekar óvenjulegt að frambjóðendur til þings séu með mynd […]

63 fíkniefnamál í Eyjum það sem af er árs

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið við hin ýmsu verkefni. Frekar rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og engin alvarleg mál sem upp komu. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum en þau mál leystust án teljandi vandkvæða. (meira…)

Athugasemdir við öryggi landgangs

Vinnueftirlitið á Suðurlandi gerir athugasemdir við öryggi við landgang í Landeyjahöfn. Samkvæmt mati eftirlitsins uppfyllir landgangurinn ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja. Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu gerði úttekt á landgangi hafnarinnar í byrjun október. Nokkrar athugasemdir voru gerðar við öryggismál. Rúmar þrjár vikur eru síðan Herjólfur sigldi síðast til Landeyja og hefur eftirlitið […]

Reyna sanddælingu í dag

Óttar Jónsson, skipstjóri á sanddæluskipinu Perlunni, vonast eftir að skipið geti hafið grynnkun í Landeyjarhöfn í dag, en ekkert hefur verið hægt að vinna við höfnina síðan á miðvikudag vegna öldugangs. (meira…)

350 milljónir í sanddælingu

Samgönguráðherra segir að ríkið eigi ekki annarra kosta völ en að verja 350 milljónum króna til viðbótar í að dæla sandi upp úr Landeyjahöfn. Í skýrslu sem kom út á vegum ráðuneytisins 2007 kemur fram að sanddæling vegna viðhalds hafnarinnar verði ekki meiri en eðlilegt geti talist. Í fjáraukalögum þessa árs kemur fram að verja […]

Sóknarnýtingin varð Eyjamönnum að falli

Arfaslök sóknarnýting varð ÍBV að falli þegar liðið tók á móti ÍR í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í Eyjum í dag. Leikmenn ÍBV misnotuðu hvert færið á fætur öðru í seinni hálfleik þegar þeir áttu alla möguleika á að komast af alvöru inn í leikinn en ÍR-ingar höfðu forystu í leiknum frá fyrstu mínútu. Lengst […]

Létt og skemmtilegt hjá B-liðinu

B-lið ÍBV er komið í 16-liða úrslit Eimskipsbikarkeppninnar en liðið lagði Spyrni úr Fjarðabyggð að velli í Eyjum í dag. Lokatölur urðu 49:29 en yfirburðir Eyjamanna voru talsverðir. Lið ÍBV var skipað reynslumiklum mönnum eins og Svavari Vignissyni, Guðfinni Kristmannssyni, Björgvini Rúnarssyni, Daða Pálssyni og Erlingi Richardssyni. Með þeim voru svo nokkrir minni spámenn eins […]

365 kjólar í Landanum á R�?V í kvöld

365 kjólar Gíslínu Daggar Bjarkadóttur, listakonu í Vestmannaeyjum, verða til umfjöllunar í Landanum, nýjum frétta- og þjóðlífsþætti, í Sjónvarpinu klukkan 19:40 í kvöld, sunnudagskvöld. Á næstu dögum lýkur eins árs gjörningi Gíslínu. Hún hefur safnað kjólum frá konum víðs vegar af landinu ásamt sögum um uppruna og notkun þeirra. Kjólasafnið er því brot úr kvennasögu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.