Hurst í liði ársins

Í kvöld fór fram lokahóf KSÍ en hápunktur kvöldsins er verðlaunaafhending. Karlalið ÍBV lék í úrvalsdeild og einn leikmaður liðsins komst alla leið í lið ársins. Það var enski bakvörðurinn James Hurst sem kom eins og stormsveipur inn í íslensku deildina og er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu WBA. (meira…)
Góður útisigur hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV vann góðan útisigur á ÍR í N1-deildinni í dag. Lokatölur urðu 20:25 eftir að staðan í hálfleik var 10:10. Þetta er annars sigur stelpnanna í röð en í fyrsta leik töpuðu þær gegn Fylki á útivelli, unnu svo Gróttu á heimavelli og nú ÍR á útivelli. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með […]
350 milljónir í Landeyjahöfn

Samgönguráðuneytið óskar eftir því í frumvarpi til fjaraukalaga fyrir þetta ár, að fjárheimildir til framkvæmda við Landeyjahöfn verði auknar um 350,5 milljónir króna. Fram kemur í frumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í dag, að frá því höfnin var tekin í notkun í júlí á þessu ári hafi verið erfiðleikum bundið að halda henni […]
Gísli Hjartarson býður sig fram til stjórnlagaþings

Ég Gísli Hjartarson, oft kenndur við Foster, hef ákveðið að gefa kost á mér til stjórnlagaþings, en kosning til þess fer fram þann 27. nóvember n.k. Það að hafa tækifæri til þess að bjóða sig fram til þátttöku við að móta nýja stjórnarskrá lýðveldisins er mikil áskorun. Ég ákvað að bjóða mig fram til þess […]
�?löf Nordal á laugardagsfundi

Á morgun, laugardag mun Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins verða gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Þetta er fyrsta heimsókn Ólafar sem varaformaður til Vestmannaeyja en fundurinn er haldinn í Ásgarði klukkan 11:00. Eins og alltaf verða létta veitingar á boðstólum. (meira…)
Njáll Ragnarsson býður sig fram til stjórnlagaþings

Njáll Ragnarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlagaþings í kosningum sem fara fram 27. nóvember. Njáll sendi út fréttatilkynningu þess efnis fyrir skömmu en Njáll er borinn og barnfæddur Eyjamaður, er með B.A. próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og stundar í dag meistaranám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Fleiri Eyjamenn hafa ákveðið […]
Endurskoða þarf hugmyndir um niðurskurð í heilbrigismálum

Þingmenn Suðurkjördæmis, Árni Johnsen, Jórunn Einarsdóttir og Eygló Harðardóttir, voru innt eftir viðbrögðum vegna þess mikla niðurskurðar sem blasir við heilbrigðisstofnunum á landabyggðinni og þar á meðal í Vestmannaeyjum. (meira…)
Verður algjör flugeldasýning

Á sunnudaginn munu undur og stórmerki eiga sér stað í Íþróttamiðstöðinni því þá mun B-lið ÍBV í handbolta etja kappi við stórlið Austurlands í handbolta, Spyrni úr Fjarðabyggð, í 1. umferð bikarkeppninnar en leikurinn hefst klukkan 13:00. Eyjamenn segjast vel meðvitaðir um styrk Spyrnis enda hefur þjálfarateymi B-liðsins, þeir Hlynur Sigmarsson og Davíð Þór Óskarsson, […]
Fax hesta klippt í óleyfi

Bjartey Hermannsdóttir hafði samband við ritstjórn Frétta og sagði farir sínar ekki sléttar. Sagði hún að einhver óprúttinn, einn eða fleiri, hefðu gert sér það að leik að klippa fax hesta hennar í vikunni. „Hestarnir okkar voru, ásamt hestum annarra, í gerði við Norðurgarð en yfirleitt eru þeir við Helgafell þar sem við erum með […]
Dýpkunarskipið Perla bíður færis að hefja dýpkun í Landeyjahöfn að nýju

Búið er að laga rörið sem brotnaði, þegar dýpkunarskipið Perla var að störfum utan við Landeyjahöfn. Hinsvegar er ölduhæð við höfnina 1.9 metri eins og stendur og því of mikil ölduhæð fyrir skipið, sem nú bíður færis. Skipstjórnarmenn Perlunnar gera sitt besta til að nýta hverja stund sem gefur til dýpkunar. (meira…)