Spurning um heima­leiki ÍBV árið 2012

„Ef ekki verður byggð stúka við Hásteinsvöll sem uppfyllir kröfur knattspyrnuráðs á næsta ári mun meistaraflokkur ÍBV ekki spila sína heimaleiki í Vestmannaeyjum sumarið 2012,“ sagði Páll Scheving, bæjarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, á lokahófi knattspyrnunnar á laug­ardagskvöldið. „Við höfum verið á undanþágu frá árinu 2003 en nú er komið að því að ekki verður […]

Fæðingar- og bráðaþjónusta burt

„Þetta er niðurskurður upp á 180 milljónir á sjúkrasviði og hann er í raun ekki framkvæmanlegur. Niðu­r­skurðurinn kallar á uppsagnir, laun eru 75% af útgjöldum stofnunar­innar og flestir starfsmenn eru með langan starfsaldur og þegar sex mánaða uppsagnafrestur auk sumarleyfis er liðinn, er fjárveitingin búin og þá verða menn að loka,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmda­stjóri […]

Ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggð til höfuðborgar

Starfsmenn mótmæla harðlega fyrirhugðum niðurskurði á fjárframlögum til reksturs stofnunarinnar árið 2011. Niðurskurður af þessum toga er ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, án þess að nokkuð sparist í raun. Við lítum svo á að til grunnþjónstu í Vestmannaeyjum teljist heilsugæsla,fæðingahjálp og slysa- og bráðaþjónusta. Öllum má vera það ljóst að […]

Framlag til sjúkrahússins úr 400 í 260 milljónir á ári

Rétt í þessu var að ljúka fjölmennum starfsmannafundi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Um 60 manns sátu fundinn og var hljóðið þungt í fundarmönnum, enda liggur fyrir gríðarleg breyting á starfsemi stofnunarinnar ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar fór yfir gang mála undanfarið og furðaði sig á vinnubrögðum við gerð frumvarpsins. Framlög til […]

Eyjamenn ætla að mótmæla niðurskurði til sjúkrahússins

Hópur fólks hefur ákveðið að efna til mótmæla á Stakkagerðistúni klukkan hálffimm á föstu­dag. Mótmælin beinast að niður­skurði til Sjúkrahússins sem sam­kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður tæplega fjórðungur. Ávörp verða flutt og lýkur mótmælunum með því að myndaður verður hringur um Sjúkrahúsið. (meira…)

Ljósleiðarasamband komið á að nýju

Síma-, sjónvarps-, og netsambandslaust var í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósleiðari á milli lands og Eyja fór í sundur en sambandi var komið á í gegnum annan ljósleiðara. Ljósleiðari Mílu sér um gagnaflutning milli lands og Eyja sambandið var fært yfir á ljósleiðara Gagnaveiturinnar vegna viðhalds á ljósleiðara Mílu. Leiðari Gagnaveitunnar fór hins vegar í sundur […]

Herjólfur fer ekki í slipp

Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip hefur verið hætt við að taka Herjólf upp í slipp. Eins og greint var frá á dögunum, þá var ráðgert að taka skipið í slipp, bæði vegna sprungu í skrúfublaði og sömuleiðis vegna skemmda á botni skipsins. Hins vegar er ekki lengur talin þörf á að taka skipið í slipp. Þess […]

Perlan til starfa að nýju um helgina

Búist er við að dýpkunarskipið Perla hefji á ný dýpkun í Landeyjahöfn á föstudag eða um næstu helgi en nú er unnið að viðgerð á skipinu. Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn og var byrjað að afhenda gögn í gær. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, segir að talsverður áhugi sé fyrir […]

�??Var alltaf fyrsti kosturinn�??

Hermann Hreiðarsson hefur náð samkomulagi við enska 1. deildarliðið Portsmouth um nýjan eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hermann skrifar undir samninginn í dag en sem kunnugt er hefur hann verið frá keppni í rúmlega hálft síðan hann sleit hásin í leik með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í mars. (meira…)

Hætt að taka á móti börnum í Eyjum

Hætt verður að taka á móti börnum í Vestmannaeyjum, gangi niðurskurðaráform eftir og nýir Eyjamenn fæðast þá uppi á fastalandi. Ljósmóðir segir hættuástand geta skapast, enda séu samgöngur á milli lands og eyja oft erfiðar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fær Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 512 milljónir króna, sem er 160 milljónum minna en í fyrra. Skera á niður um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.