Spurning um heimaleiki ÍBV árið 2012

„Ef ekki verður byggð stúka við Hásteinsvöll sem uppfyllir kröfur knattspyrnuráðs á næsta ári mun meistaraflokkur ÍBV ekki spila sína heimaleiki í Vestmannaeyjum sumarið 2012,“ sagði Páll Scheving, bæjarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, á lokahófi knattspyrnunnar á laugardagskvöldið. „Við höfum verið á undanþágu frá árinu 2003 en nú er komið að því að ekki verður […]
Fæðingar- og bráðaþjónusta burt

„Þetta er niðurskurður upp á 180 milljónir á sjúkrasviði og hann er í raun ekki framkvæmanlegur. Niðurskurðurinn kallar á uppsagnir, laun eru 75% af útgjöldum stofnunarinnar og flestir starfsmenn eru með langan starfsaldur og þegar sex mánaða uppsagnafrestur auk sumarleyfis er liðinn, er fjárveitingin búin og þá verða menn að loka,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri […]
Ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggð til höfuðborgar

Starfsmenn mótmæla harðlega fyrirhugðum niðurskurði á fjárframlögum til reksturs stofnunarinnar árið 2011. Niðurskurður af þessum toga er ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, án þess að nokkuð sparist í raun. Við lítum svo á að til grunnþjónstu í Vestmannaeyjum teljist heilsugæsla,fæðingahjálp og slysa- og bráðaþjónusta. Öllum má vera það ljóst að […]
Framlag til sjúkrahússins úr 400 í 260 milljónir á ári

Rétt í þessu var að ljúka fjölmennum starfsmannafundi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Um 60 manns sátu fundinn og var hljóðið þungt í fundarmönnum, enda liggur fyrir gríðarleg breyting á starfsemi stofnunarinnar ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar fór yfir gang mála undanfarið og furðaði sig á vinnubrögðum við gerð frumvarpsins. Framlög til […]
Eyjamenn ætla að mótmæla niðurskurði til sjúkrahússins

Hópur fólks hefur ákveðið að efna til mótmæla á Stakkagerðistúni klukkan hálffimm á föstudag. Mótmælin beinast að niðurskurði til Sjúkrahússins sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður tæplega fjórðungur. Ávörp verða flutt og lýkur mótmælunum með því að myndaður verður hringur um Sjúkrahúsið. (meira…)
Ljósleiðarasamband komið á að nýju

Síma-, sjónvarps-, og netsambandslaust var í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósleiðari á milli lands og Eyja fór í sundur en sambandi var komið á í gegnum annan ljósleiðara. Ljósleiðari Mílu sér um gagnaflutning milli lands og Eyja sambandið var fært yfir á ljósleiðara Gagnaveiturinnar vegna viðhalds á ljósleiðara Mílu. Leiðari Gagnaveitunnar fór hins vegar í sundur […]
Herjólfur fer ekki í slipp

Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip hefur verið hætt við að taka Herjólf upp í slipp. Eins og greint var frá á dögunum, þá var ráðgert að taka skipið í slipp, bæði vegna sprungu í skrúfublaði og sömuleiðis vegna skemmda á botni skipsins. Hins vegar er ekki lengur talin þörf á að taka skipið í slipp. Þess […]
Perlan til starfa að nýju um helgina

Búist er við að dýpkunarskipið Perla hefji á ný dýpkun í Landeyjahöfn á föstudag eða um næstu helgi en nú er unnið að viðgerð á skipinu. Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn og var byrjað að afhenda gögn í gær. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, segir að talsverður áhugi sé fyrir […]
�??Var alltaf fyrsti kosturinn�??

Hermann Hreiðarsson hefur náð samkomulagi við enska 1. deildarliðið Portsmouth um nýjan eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hermann skrifar undir samninginn í dag en sem kunnugt er hefur hann verið frá keppni í rúmlega hálft síðan hann sleit hásin í leik með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í mars. (meira…)
Hætt að taka á móti börnum í Eyjum

Hætt verður að taka á móti börnum í Vestmannaeyjum, gangi niðurskurðaráform eftir og nýir Eyjamenn fæðast þá uppi á fastalandi. Ljósmóðir segir hættuástand geta skapast, enda séu samgöngur á milli lands og eyja oft erfiðar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fær Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 512 milljónir króna, sem er 160 milljónum minna en í fyrra. Skera á niður um […]