Hætt að taka á móti börnum í Eyjum

Hætt verður að taka á móti börnum í Vestmannaeyjum, gangi niðurskurðaráform eftir og nýir Eyjamenn fæðast þá uppi á fastalandi. Ljósmóðir segir hættuástand geta skapast, enda séu samgöngur á milli lands og eyja oft erfiðar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fær Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 512 milljónir króna, sem er 160 milljónum minna en í fyrra. Skera á niður um […]
Bæjarráð fordæmir niðurskurð á landsbyggðinni

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í hádeginu um fjárlög ríkissjóðs og fyrirhugaðan niðurskurð í rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Ráðið hefur þungar áhyggjur af því að áfram skuli haldið með niðurskurð á svæðum sem á engum tíma fundu fyri ráhrifum þenslu góðærisins. Boðuð fjárlög setja flestar ríkisstofnanir í Vestmannaeyjum í uppnám og mikilvægt að þingmenn suðurlands […]
Fíflalús húseigendum til ama

Fíflalús fer ört fjölgandi en á þessum árstíma skríður lúsin upp um veggi og inn um glugga, húseigendum til ama. Sighvatur Jónsson, fréttaritari RÚV í Eyjum ræddi við Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjufræðing um lúsina en hann hefur aldrei eitrað jafn mikið fyrir lúsinni og núna. Sjálfri lúsinni lýsir Jónas þannig að hún sé svört, 2-3 […]
Vignir í landsliðið

Vignir Stefánsson hefur verið valinn í æfingahóp U21 landsliðsins. Vignir er vel að þessu kominn, enda æft vel í sumar. Hann á örugglega eftir að standa sig vel og komast í liðið. Landsliðið tekur nú þátt í riðlakeppni fyrir HM sem verður í Makedóníu í janúar á næsta ári. (meira…)
�??Hugmyndir um niðurskurð vanhugsaðar og mega aldrei ná fram að ganga�??

Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur í samráði við þingmenn kjördæmisins óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra ásamt forstöðufólki heilbrigðisstofnanna á Selfossi, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Björgvin segir tillögur í fjárlagafrumvarpi um niðurskurð og tilfærslu á þjónustu frá stofnunum til Reykjavíkur vera óskynsamlegar og mega aldrei ná fram að ganga. (meira…)
Rúðubrot og árekstur

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið, eins og endranær. Að vanda þurfti fólk aðstoð til að komast til síns heima eftir að hafa fengið sér heldur mikið neðan í því á skemmtistöðum bæjarins. Fjögur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og er í þremur tilvikum um að ræða […]
Fjörugur fyrsti dagur á Alþingi hjá Jórunni

Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum settist Jórunn Einarsdóttir, VG inn á þing í stað Atla Gíslasonar á föstudaginn. Ekki verður annað sagt en að fyrsti dagur Jórunnar á Alþingi hafi verið fjörugur en við þingsetningu voru mikil mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þannig að þingmenn og fylgdarlið þurftu að hlaupa undan eggjakasti mótmælendanna. […]
Gunnar Heiðar og Hermann aftur inn

Eyjamennirnir tveir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru á ný komnir inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu. Hermann hefur verið utan við hópinn vegna meiðsla síðustu mánuði en Gunnar Heiðar hefur ekki spilað með landsliðinu í rúm tvö ár. Hann hefur hins vegar fundið netmöskvana að nýju með Fredrikstad, sem spilar í næst efstu […]
Gunnar Heiðar aftur í landsliðið?

Vísir.is fullyrðir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson verði aftur valinn í íslenska karlalandsliðið sem mætir Portúgölum 12. október næstkomandi. Eins og frægt er orðið, ákvað KSÍ að leggja áherslu á leiki U-21 árs og eru leikmenn liðsins því ekki gjaldgengir í A-landsliðið. Gunnar Heiðar leikur nú í norsku b-deildinni með Fredrikstad en lék síðast með landsliðinu […]
Hermann í landsliðshópnum gegn Portúgal

Hermann Hreiðarsson, varnarmaðurinn reyndi og fyrirliði landsliðsins til skamms tíma, verður í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Portúgal en hópurinn verður tilkynntur eftir hádegið. Mbl.is hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum. (meira…)