Einn fékk gistingu eftir að hafa slegið mann á Lundanum

Lögreglan hafði í þó nokkur horn að líta í vikunni sem leið við hin ýmsu verkefni. Eins og vanalega var erill í kringum skemmtistaði bæjarins um helgin og þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástand þess. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt 15. […]

Bílabúð Benna sýnir sitt besta um helgina

Bílabúð Benna sækir Vestmannaeyjar heim um næstu helgi, 25. og 26. september, með alla nýjustu Chevrolet bílana sína og hinn magnaða Cayenne dísel frá Porsche. Bílasýningin er haldin við Básaskersbryggju, laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 12-16. (meira…)

�?líðandi framkoma

Í ljósi atviks sem átti sér stað í leik ÍBV og Stjörnunar í Pepsídeild karla síðastliðin sunnudag. Er rétt að árétta að knattspyrnuráð ÍBV lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hafa samband við þá aðila sem áttu hlut að máli. Slík framkoma er með öllu ólíðandi á knattspyrnuvellinum, sem og í samfélaginu yfir höfuð, […]

Bæjarstjórn vill aukna aðstoð við flugið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fór yfir samgöngumál Vestmannaeyja á fundi sínum á fimmtudaginn. Farið var yfir málefni Landeyjahafnar og bókun samþykkt samhljóða þar sem m.a. var ítrekað að þjóðvegurinn til Vestmannaeyja mætti ekki rofna. „Í ljósi þess að líkur eru til að vandkvæði við Landeyjahöfn verði nokkur fyrsta árið hvetur bæjarstjórn mjög eindregið til þess að flugrekstraraðilar […]

Halldór Orri hefur ekki áhuga á að gera Eyjamönnum neinn greiða

„Við eigum Blika þarna í síðasta leik en maður hefur nú svo sem ekki mikinn áhuga á því að vera að gera Eyjamönnum einhvern greiða eftir framkomu stuðningsmanna þeirra í gær,“ segir Halldór Orri Björnsson sem var skotspónn nokkurra einstaklinga í áhorfendahópnum á Hásteinsvelli í leik ÍBV og Stjörnunnar í gær. Halldór kvartar líka yfir […]

Fordómar á Hásteinsvelli inn á borð aganefndar?

Samkvæmt Fótbolta.net var það Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar sem varð fyrir kynþáttafordómum á Hásteinsvelli í gær. Einhver úr stúkunni kallaði Halldór Orra albinóa, oftar en einu sinni en í tvígang varð Magnús Þórisson, dómari leiksins að biðja vallarþul á Hásteinsvelli að minna áhorfendur á sýna háttvísi og láta af fordómum í garð leikmanna. (meira…)

�?lgerðin og ÍBV halda samstarfinu áfram

Í hálfleik í leik ÍBV og Stjörnunnar var undirritaður nýr fimm ára samningur milli Ölgerðarinnar og ÍBV-íþróttafélags. Samstarfið hefur varað í átta ár en Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins. Þótt enn séu tvö ár eftir af núgildandi samningi, var vilji beggja aðila til að framlengja samningnum á þessum tímapunkti. (meira…)

�??�?g las leikinn en það gerði dómarinn ekki�??

Tryggvi Guðmundsson bar fyrirliðabandið í dag en hann leikur ekki meira með ÍBV í sumar þar sem hann fékk gult spjald og verður í leikbanni í síðustu umferðinni. Tryggvi var alls kostar ekki sáttur við spjaldið. (meira…)

Enn er von

ÍBV heldur enn í vonina um Íslandsmeistaratitil eftir að næst síðustu umferð Íslandsmótsins lauk nú undir kvöld. Eyjamenn lögðu Stjörnuna að velli á Hásteinsvellinum 2:1 í spennandi leik en Eyjamönnum gekk illa að skora þriðja markið og á meðan náðu gestirnir úr Garðabænum að ógna marki ÍBV nokkrum sinnum. En í heildina er sigurinn þó […]

Síðasti heimaleikur sumarsins í dag

Í dag klukkan 17:00 fer fram næst síðasta umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni á Hásteinsvellinum í síðasta heimaleik liðsins. Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Breiðabliki sem á sama tíma fær Selfoss í heimsókn. FH-ingar eru svo í þriðja sæti, stigi á eftir ÍBV en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.