Hraðakstur og Pæjumót

Undanfarið hafa mótorhjól og bílar verið að stunda hraðakstur upp Strembugötu. Síðast í gærkvöldi var lögreglan að elta mótorhjól á miklum hraða upp Strembugötuna en málið er þeir stinga lögregluna af. Þetta er búið að vera mjög slæmt undanfarin kvöld. Ungir ökumenn á hraðskreiðum bílum stunda sömu iðju, jafnvel samhliða í kappakstri á ofsahraða. Nú […]
Síðasta ball fyrir sumarfrí

Lokaball sumarsins mun fara fram þann 19. júní í Höllinni en þá er Sumarstúlkukeppnin og mikið um dýrðir. Í Svörtum Fötum munu leika fyrir dansi og hefst dansleikurinn kl 23:30 og standur til 03. Höllin mun svo fara í pásu fram til 11. september 2010 þannig að nú er um að gera að mæta á […]
Á þríhjóli fyrir fullorðna

Þegar sól hækkar á lofti og hitastigið fylgir með, fjölgar þeim sem njóta náttúrunnar og veðurblíðunnar. Fólk ber sig misjafnlega að, margir fara út að hjóla, ganga, hlaupa eða jafnvel liggja bara út í guðsgrænni náttúrunni. Valgerður Óskarsdóttur langaði að fara út að hjóla en það hefur hún ekki getað síðan hún lenti í mjög […]
Fréttir verða á sínum tíma

Á morgun, miðvikudag er hefðbundinn útgáfudagur Frétta. Blaðinu verður að venju dreift seinnipartinn dags. Að þessu sinni eru sumarstúlkurnar 2010 kynntar til leiks, 13 að tölu, allar hver annarri fallegri og glæsilegri. Sumarstúlkukeppnin fer fram í Höllinni laugardaginn 19. júní n.k. (meira…)
Eiður hjá ÍBV út 2013

Varnarmaðurinn bráðefnilegi, Eiður Aron Sigurbjörnsson, skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum hjá úrvalsdeildarliði ÍBV. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2013 en þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur, þá hefur Eiður verið fastamaður í ÍBV liðinu síðustu tvö tímabil. Eiður hefur leikið 29 leiki fyrir ÍBV í Íslandsmóti og bikarkeppni og skorað í þeim […]
Gunnar Geir vann höggleik og Kristgeir Orri í punktakeppni

Golfmót Sparisjóðs Vestmannaeyja og VÍS fór fram um sl. helgi. Þrátt fyrir nokkurn vind og að mikið væri um að vera á bryggjunni, mættu um 40 manns í mótið. Veglegir vinningar voru í boði fyrir sigurvegara í höggleik og í punktakeppni. Þá voru nándarverðlaun og einnig fengu allir teiggjöf um leið og þeir hófu leik. […]
Vilja smábátabryggju í Landeyjahöfn

Þingmenn Suðurkjördæmis þrýsta á samgönguráðherra að leggja til fjármagn vegna smábátabryggju í Landeyjahöfn. Verkefnisstjóri hjá Suðurverki segir mikla umferð smábáta vera um höfnina nú þegar. Stefnt er að því að hefja áætlunarsiglingar um Landeyjahöfn 21. júlí næstkomandi. Þingmenn Suðurkjördæmis hafa átt fundi með Kristjáni L. Möller samgönguráðherra vegna fjármagns til að útbúa smábátabryggju. Bent er […]
Miklar framkvæmdir í Herjólfsdal

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Herjólfsdal í vor. ÍBV íþróttafélag er að byggja steinsteypta geymslu, ásamt salernum og aðstöðu fyrir skemmtikrafta á þjóðhátíð. Húsið verður síðan notað sem undirstaða undir Brekkusviðið. Þá hefur Vestmannaeyjabær staðið fyrir ýmsum framkvæmdum. Fyrst má telja að sléttuð og tyrft hefur verið 1500 fm. tjaldstæðisflöt við Herjólfsbæ og settir […]
Amfetamín fannst á víðavangi

Þrjú fíkniefnamál komu upp í vikunni. Þann 1. júní síðastliðinn var maður á fimmtugsaldir stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í framhaldi var gerð húsleit í húsakynnum í eigu mannsins og fundust þar lítilsháttar af kannabisefnum. Þá fundust 5 grömm af amfetamíni á víðavangi 2. júní en efnið var í svokölluðum […]
Hlupu á sprellanum hjá Ráðhúsinu

Samkvæmt lögreglu fór skemmtanahald Sjómannadagshelgarinnar ágætlega fram og lítið um útköll um helgina. Þó var lögregla köllu út í nótt að Ráðhúströð en tilkynnt var um fjóra nakta karlmenn sem voru á hlaupum við Ráðhús Vestmannaeyja. Lögreglan náði tali af þeim þar sem þeir voru komnir í húsaskjól og gáfu þá skýringu að þeir hafi […]